Fólkið á Airwaves: „Ég held að við séum elsta fólkið hérna inni“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. nóvember 2019 21:00 Þetta er fyrsta skiptið sem Hilkka kemur til Íslands en hún og maðurinn hennar ákváðu að skella sér á Airwaves. vísir/Hallgerður Hilkka Arola stendur utarlega á Hressingarskálanum að hlusta á tónleika með SIGGY þegar blaðamann ber að garði. Hún dillir sér í takt við tónana og horfir yfir salinn. Hilkka og maðurinn hennar eru á Íslandi í fyrsta skiptið og þau ákváðu að koma hingað sérstaklega til að fara á Iceland Airwaves. „Þetta er fyrsta skiptið mitt á Iceland Airwaves og fyrsta skiptið sem ég kem til Íslands. Ég er meðlimur í Saga Club og þau sögðu okkur frá Iceland Airwaves. Ég og maðurinn minn hugsuðum með okkur: „Ó, þetta er einmitt staðurinn sem okkur langar að fara til vegna þess að við höfum aldrei komið þangað áður.“ Þau hjónin eru frá Finnlandi og segir Hilkka mikinn mun á Íslandi og Finnlandi. „Hjá okkur eru skógar og vötn, þúsundir vatna, og stórir skógar, hér er allt auðn. Landslagið er allt öðruvísi. Fjöllin eru bara í norður Finnlandi, ekki í suðrinu.“ SIGGY tónleikarnir voru þeir fyrstu sem þau hjón fóru á á hátíðinni og líkaði þeim vel. „Mér finnst Airwaves mjög skemmtilegt!“ Hilkka segist ekki þekkja neina tónlistarmenn sem koma fram á hátíðinni en það sé einmitt svo spennandi. „Við ætlum bara að rölta á milli, ég þekki enga listamenn sem eru að spila hérna og veit ekkert um íslenska tónlist. Við hjónin erum bæði komin á eftirlaun þannig að við ákváðum að skella okkur bara hingað.“Maðurinn hennar Hilkku stendur innar í salnum og fylgist vel með sviðinu. „Hann stendur þarna í bláu úlpunni,“ segir Hilkka og bendir blaðamanni á hann. „Ég held að við séum elsta fólkið hérna inni,“ bætir Hilkka við og hlær. „En það skiptir ekki máli, við erum bara hér til að skemmta okkur.“ Airwaves Mest lesið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Sjá meira
Hilkka Arola stendur utarlega á Hressingarskálanum að hlusta á tónleika með SIGGY þegar blaðamann ber að garði. Hún dillir sér í takt við tónana og horfir yfir salinn. Hilkka og maðurinn hennar eru á Íslandi í fyrsta skiptið og þau ákváðu að koma hingað sérstaklega til að fara á Iceland Airwaves. „Þetta er fyrsta skiptið mitt á Iceland Airwaves og fyrsta skiptið sem ég kem til Íslands. Ég er meðlimur í Saga Club og þau sögðu okkur frá Iceland Airwaves. Ég og maðurinn minn hugsuðum með okkur: „Ó, þetta er einmitt staðurinn sem okkur langar að fara til vegna þess að við höfum aldrei komið þangað áður.“ Þau hjónin eru frá Finnlandi og segir Hilkka mikinn mun á Íslandi og Finnlandi. „Hjá okkur eru skógar og vötn, þúsundir vatna, og stórir skógar, hér er allt auðn. Landslagið er allt öðruvísi. Fjöllin eru bara í norður Finnlandi, ekki í suðrinu.“ SIGGY tónleikarnir voru þeir fyrstu sem þau hjón fóru á á hátíðinni og líkaði þeim vel. „Mér finnst Airwaves mjög skemmtilegt!“ Hilkka segist ekki þekkja neina tónlistarmenn sem koma fram á hátíðinni en það sé einmitt svo spennandi. „Við ætlum bara að rölta á milli, ég þekki enga listamenn sem eru að spila hérna og veit ekkert um íslenska tónlist. Við hjónin erum bæði komin á eftirlaun þannig að við ákváðum að skella okkur bara hingað.“Maðurinn hennar Hilkku stendur innar í salnum og fylgist vel með sviðinu. „Hann stendur þarna í bláu úlpunni,“ segir Hilkka og bendir blaðamanni á hann. „Ég held að við séum elsta fólkið hérna inni,“ bætir Hilkka við og hlær. „En það skiptir ekki máli, við erum bara hér til að skemmta okkur.“
Airwaves Mest lesið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Sjá meira