Fólkið á Airwaves: „Ég held að við séum elsta fólkið hérna inni“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. nóvember 2019 21:00 Þetta er fyrsta skiptið sem Hilkka kemur til Íslands en hún og maðurinn hennar ákváðu að skella sér á Airwaves. vísir/Hallgerður Hilkka Arola stendur utarlega á Hressingarskálanum að hlusta á tónleika með SIGGY þegar blaðamann ber að garði. Hún dillir sér í takt við tónana og horfir yfir salinn. Hilkka og maðurinn hennar eru á Íslandi í fyrsta skiptið og þau ákváðu að koma hingað sérstaklega til að fara á Iceland Airwaves. „Þetta er fyrsta skiptið mitt á Iceland Airwaves og fyrsta skiptið sem ég kem til Íslands. Ég er meðlimur í Saga Club og þau sögðu okkur frá Iceland Airwaves. Ég og maðurinn minn hugsuðum með okkur: „Ó, þetta er einmitt staðurinn sem okkur langar að fara til vegna þess að við höfum aldrei komið þangað áður.“ Þau hjónin eru frá Finnlandi og segir Hilkka mikinn mun á Íslandi og Finnlandi. „Hjá okkur eru skógar og vötn, þúsundir vatna, og stórir skógar, hér er allt auðn. Landslagið er allt öðruvísi. Fjöllin eru bara í norður Finnlandi, ekki í suðrinu.“ SIGGY tónleikarnir voru þeir fyrstu sem þau hjón fóru á á hátíðinni og líkaði þeim vel. „Mér finnst Airwaves mjög skemmtilegt!“ Hilkka segist ekki þekkja neina tónlistarmenn sem koma fram á hátíðinni en það sé einmitt svo spennandi. „Við ætlum bara að rölta á milli, ég þekki enga listamenn sem eru að spila hérna og veit ekkert um íslenska tónlist. Við hjónin erum bæði komin á eftirlaun þannig að við ákváðum að skella okkur bara hingað.“Maðurinn hennar Hilkku stendur innar í salnum og fylgist vel með sviðinu. „Hann stendur þarna í bláu úlpunni,“ segir Hilkka og bendir blaðamanni á hann. „Ég held að við séum elsta fólkið hérna inni,“ bætir Hilkka við og hlær. „En það skiptir ekki máli, við erum bara hér til að skemmta okkur.“ Airwaves Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Svona var fjögurra rétta matseðillinn Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Tíska og hönnun Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið Fleiri fréttir Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Sjá meira
Hilkka Arola stendur utarlega á Hressingarskálanum að hlusta á tónleika með SIGGY þegar blaðamann ber að garði. Hún dillir sér í takt við tónana og horfir yfir salinn. Hilkka og maðurinn hennar eru á Íslandi í fyrsta skiptið og þau ákváðu að koma hingað sérstaklega til að fara á Iceland Airwaves. „Þetta er fyrsta skiptið mitt á Iceland Airwaves og fyrsta skiptið sem ég kem til Íslands. Ég er meðlimur í Saga Club og þau sögðu okkur frá Iceland Airwaves. Ég og maðurinn minn hugsuðum með okkur: „Ó, þetta er einmitt staðurinn sem okkur langar að fara til vegna þess að við höfum aldrei komið þangað áður.“ Þau hjónin eru frá Finnlandi og segir Hilkka mikinn mun á Íslandi og Finnlandi. „Hjá okkur eru skógar og vötn, þúsundir vatna, og stórir skógar, hér er allt auðn. Landslagið er allt öðruvísi. Fjöllin eru bara í norður Finnlandi, ekki í suðrinu.“ SIGGY tónleikarnir voru þeir fyrstu sem þau hjón fóru á á hátíðinni og líkaði þeim vel. „Mér finnst Airwaves mjög skemmtilegt!“ Hilkka segist ekki þekkja neina tónlistarmenn sem koma fram á hátíðinni en það sé einmitt svo spennandi. „Við ætlum bara að rölta á milli, ég þekki enga listamenn sem eru að spila hérna og veit ekkert um íslenska tónlist. Við hjónin erum bæði komin á eftirlaun þannig að við ákváðum að skella okkur bara hingað.“Maðurinn hennar Hilkku stendur innar í salnum og fylgist vel með sviðinu. „Hann stendur þarna í bláu úlpunni,“ segir Hilkka og bendir blaðamanni á hann. „Ég held að við séum elsta fólkið hérna inni,“ bætir Hilkka við og hlær. „En það skiptir ekki máli, við erum bara hér til að skemmta okkur.“
Airwaves Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Svona var fjögurra rétta matseðillinn Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Tíska og hönnun Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið Fleiri fréttir Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Sjá meira