Misskilningur Stúdentaráðs? Marinó Örn Ólafsson skrifar 7. nóvember 2019 14:45 Lagt hefur verið fram frumvarp um breytingar á Lánasjóði íslenskra námsmanna. Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur sent inn umsögn um breytingarnar, sem eru að miklu leyti framfaraskref í íslensku menntakerfi. Tekið er upp styrkjakerfi að norrænni fyrirmynd þar sem styrkur er mun jafnari hlutfallslega á milli lánþega en í núverandi kerfi. Von Stúdentaráðs er að með þessari heildarskoðun námslánakerfisins skapist grundvöllur fyrir farsælla lánakerfi sem stúdentar geta verið sáttari við og að hluti þess djúpa ágreinings sem verið hefur um námslánakerfið leysist. Til að tryggja að því markmiði verði náð telur Stúdentaráð þó brýnt að komið verði til móts við athugasemdir ráðsins, þá sér í lagi varðandi vaxtakjör. Í umræðum um breytingarnar á Alþingi í fyrradag sagði Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, Stúdentaráð Háskóla Íslands misskilja mat á þjóðhagslegum ábata vegna breytinganna. Stúdentaráð hafði þá samdægurs sent út yfirlýsingu þar sem segir "Tekjur ríkissjóðs af nýja kerfinu geta verið u.þ.b. 1-3 milljarðar króna á ári skv. mati um þjóðhagslegan ávinning af kerfinu, unnið af Summu ráðgjöf ehf." Þegar bent var á þennan hluta yfirlýsingarinnar í umræðum á Alþingi svaraði ráðherra því til að hér væri líklega um misskilning að ræða, þar sem þjóðhagslegur ábati þarf ekki að tengjast á nokkurn hátt afkomu ríkissjóðs. Það er hárrétt hjá Lilju að þjóðhagslegur ávinningur er ekki samheiti við auknar tekjur rikissjóðs. Ég játa það alveg að við þessi orð ráðherra kom hálfgert fát á mig, hafði ég gert einhver mistök við lestur matsins, var þetta kannski einn stór misskilningur? Mér til mikillar ánægju kom síðar á daginn að svo er ekki. Mat Summu á þjóðhagslegum ávinningi við nýtt kerfi byggist á tveimur stærðum. Annars vegar þeirri að einstaklingur sem útskrifast fyrr úr námi muni greiða 2 milljónir króna á ári í skatta sem hann annars hefði ekki greitt og hins vegar að sparnaður vegna fækkunar nemenda verði 250 þúsund krónur á hvern nema. Samtals eru þetta því rúmar tvær milljónir á hvern einasta nema sem útskrifast fyrr úr námi vegna kerfisbreytinganna. Vissulega eru 250 þúsund í formi sparnaðar fyrir ríkissjóð en 2 milljónirnar standa eftir sem auknar tekjur. Samantekið er mat Summu ehf. að miðað við fjölda nemenda gæti kerfið skilað 1-3 milljörðum í þjóðhagslegan ávinning, eftir því hversu vel kerfið nær markmiðum sínum. Þessi ávinningur er alfarið metinn út frá afkomu ríkissjóðs, en sérstaklega er tekið fram í matinu að virðissköpun vegna aukinnar menntunar og aðrir þættir séu ekki með í því. Skiljanlega er allt of flókið að meta raunverulegan þjóðhagslegan ávinning af nýju kerfi, þar sem tillit er tekið til allra þátta sem máli skipta. Summa fór þá leið að reyna ekki við það heldur meta á fagmannlegan hátt stærðir sem einhver vissa var um, að gefnum varfærnum forsendum, og á hrós skilið fyrir það. Mig grunar hins vegar að skilningur menntamálaráðherra á matinu byggist á misskilningi, þar sem matið er í raun mat á áhrifum hvatakerfisins á ríkissjóð, frekar en mat á þjóðhagslegum ávinningi. Krafa Stúdentaráðs um að nýta skuli þessar aukatekjur í að tryggja betri vaxtakjör stendur því óhögguð.Höfundur er lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Sjá meira
Lagt hefur verið fram frumvarp um breytingar á Lánasjóði íslenskra námsmanna. Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur sent inn umsögn um breytingarnar, sem eru að miklu leyti framfaraskref í íslensku menntakerfi. Tekið er upp styrkjakerfi að norrænni fyrirmynd þar sem styrkur er mun jafnari hlutfallslega á milli lánþega en í núverandi kerfi. Von Stúdentaráðs er að með þessari heildarskoðun námslánakerfisins skapist grundvöllur fyrir farsælla lánakerfi sem stúdentar geta verið sáttari við og að hluti þess djúpa ágreinings sem verið hefur um námslánakerfið leysist. Til að tryggja að því markmiði verði náð telur Stúdentaráð þó brýnt að komið verði til móts við athugasemdir ráðsins, þá sér í lagi varðandi vaxtakjör. Í umræðum um breytingarnar á Alþingi í fyrradag sagði Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, Stúdentaráð Háskóla Íslands misskilja mat á þjóðhagslegum ábata vegna breytinganna. Stúdentaráð hafði þá samdægurs sent út yfirlýsingu þar sem segir "Tekjur ríkissjóðs af nýja kerfinu geta verið u.þ.b. 1-3 milljarðar króna á ári skv. mati um þjóðhagslegan ávinning af kerfinu, unnið af Summu ráðgjöf ehf." Þegar bent var á þennan hluta yfirlýsingarinnar í umræðum á Alþingi svaraði ráðherra því til að hér væri líklega um misskilning að ræða, þar sem þjóðhagslegur ábati þarf ekki að tengjast á nokkurn hátt afkomu ríkissjóðs. Það er hárrétt hjá Lilju að þjóðhagslegur ávinningur er ekki samheiti við auknar tekjur rikissjóðs. Ég játa það alveg að við þessi orð ráðherra kom hálfgert fát á mig, hafði ég gert einhver mistök við lestur matsins, var þetta kannski einn stór misskilningur? Mér til mikillar ánægju kom síðar á daginn að svo er ekki. Mat Summu á þjóðhagslegum ávinningi við nýtt kerfi byggist á tveimur stærðum. Annars vegar þeirri að einstaklingur sem útskrifast fyrr úr námi muni greiða 2 milljónir króna á ári í skatta sem hann annars hefði ekki greitt og hins vegar að sparnaður vegna fækkunar nemenda verði 250 þúsund krónur á hvern nema. Samtals eru þetta því rúmar tvær milljónir á hvern einasta nema sem útskrifast fyrr úr námi vegna kerfisbreytinganna. Vissulega eru 250 þúsund í formi sparnaðar fyrir ríkissjóð en 2 milljónirnar standa eftir sem auknar tekjur. Samantekið er mat Summu ehf. að miðað við fjölda nemenda gæti kerfið skilað 1-3 milljörðum í þjóðhagslegan ávinning, eftir því hversu vel kerfið nær markmiðum sínum. Þessi ávinningur er alfarið metinn út frá afkomu ríkissjóðs, en sérstaklega er tekið fram í matinu að virðissköpun vegna aukinnar menntunar og aðrir þættir séu ekki með í því. Skiljanlega er allt of flókið að meta raunverulegan þjóðhagslegan ávinning af nýju kerfi, þar sem tillit er tekið til allra þátta sem máli skipta. Summa fór þá leið að reyna ekki við það heldur meta á fagmannlegan hátt stærðir sem einhver vissa var um, að gefnum varfærnum forsendum, og á hrós skilið fyrir það. Mig grunar hins vegar að skilningur menntamálaráðherra á matinu byggist á misskilningi, þar sem matið er í raun mat á áhrifum hvatakerfisins á ríkissjóð, frekar en mat á þjóðhagslegum ávinningi. Krafa Stúdentaráðs um að nýta skuli þessar aukatekjur í að tryggja betri vaxtakjör stendur því óhögguð.Höfundur er lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun