„Heill á ný“ með nýju typpi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. nóvember 2019 13:16 Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty Bandarískur hermaður sem slasaðist alvarlega í sprengjuárás í Afganistan fyrir um áratug síðan segist vera nýr maður eftir að hann undirgekkst typpaígræðslu í Bandaríkjunum. Maðurinn missti báða fætur og kynfæri sín í sprengingunni.Greint er frá málinu ávef Washington Postþar sem fram kemur að hermaðurinn fyrrverandi hafi farið í hina afar flóknu og tímafreku aðgerð fyrir um einu og hálfu ári síðan.Sem fyrr segir missti hermaðurinn báða fætur sína en í frétt Washington Post kemur fram að það hafi ekki angrað hann sérstaklega mikið, hann hafi lært að lifa með fótaleysinu og gervifætur hafi létt honum lífið mjög. Kynfæraleysið hafi hins vegar reynst honum bæði erfitt og vandræðalegt, og vissi enginn af því nema nánasta fjölskylda hans.Raunar kemur fram að vandamál hermannsins sé velþekkt á meðal fyrrverandi hermanna Bandaríkjanna en um 1.300 hermenn sem börðust í Írak og Afganistan á árunum 2001 til 2013 hafa glímt við að hafa slasast á kynfærum við störf sín sem hermenn.Aðgerðin sem hermaðurinn undirgekkst var afar flókin og tók hún alls fjórtán tíma. 36 starfsmenn Johns Hokpkins sjúkrahússins komu að henni. Um mun flóknari aðgerð er að ræða en þegar nýru eða lifur eru grædd í menn en í frétt Washington Post kemur fram að typpaígræðsla feli meðal annars í sér að sauma saman millimetravíðar æðar og taugar með agnarsmáum saumum. Áhrifin hafa verið vonum framar og segja læknar að hermaðurinn finnist hann vera „heill á ný“. Sjálfsmynd hans hafi stórbatnað og lífræðileg starfsemi hins nýja typpis sé svo gott sem eðlileg og jafnist á við það sem áður var, fyrir slysið. Hermaðurinn þarf líklega að taka lyf sem koma í veg fyrir að líkaminn hafni typpinu til æviloka, sem gæti aukið líkur á sýkingum, nýrnavandamálum og ákveðnum tegundum af krabbameini. Þá gæti ónæmiskerfi hans veikst. Hermaðurinn sjálfur hefur þó litlar áhyggjur af þessu og er hæstánægður með aðgerðina. „Þetta var ein besta ákvörðun sem ég hef tekið,“ er haft eftir honum á vef Washington Post. Bandaríkin Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fleiri fréttir Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Sjá meira
Bandarískur hermaður sem slasaðist alvarlega í sprengjuárás í Afganistan fyrir um áratug síðan segist vera nýr maður eftir að hann undirgekkst typpaígræðslu í Bandaríkjunum. Maðurinn missti báða fætur og kynfæri sín í sprengingunni.Greint er frá málinu ávef Washington Postþar sem fram kemur að hermaðurinn fyrrverandi hafi farið í hina afar flóknu og tímafreku aðgerð fyrir um einu og hálfu ári síðan.Sem fyrr segir missti hermaðurinn báða fætur sína en í frétt Washington Post kemur fram að það hafi ekki angrað hann sérstaklega mikið, hann hafi lært að lifa með fótaleysinu og gervifætur hafi létt honum lífið mjög. Kynfæraleysið hafi hins vegar reynst honum bæði erfitt og vandræðalegt, og vissi enginn af því nema nánasta fjölskylda hans.Raunar kemur fram að vandamál hermannsins sé velþekkt á meðal fyrrverandi hermanna Bandaríkjanna en um 1.300 hermenn sem börðust í Írak og Afganistan á árunum 2001 til 2013 hafa glímt við að hafa slasast á kynfærum við störf sín sem hermenn.Aðgerðin sem hermaðurinn undirgekkst var afar flókin og tók hún alls fjórtán tíma. 36 starfsmenn Johns Hokpkins sjúkrahússins komu að henni. Um mun flóknari aðgerð er að ræða en þegar nýru eða lifur eru grædd í menn en í frétt Washington Post kemur fram að typpaígræðsla feli meðal annars í sér að sauma saman millimetravíðar æðar og taugar með agnarsmáum saumum. Áhrifin hafa verið vonum framar og segja læknar að hermaðurinn finnist hann vera „heill á ný“. Sjálfsmynd hans hafi stórbatnað og lífræðileg starfsemi hins nýja typpis sé svo gott sem eðlileg og jafnist á við það sem áður var, fyrir slysið. Hermaðurinn þarf líklega að taka lyf sem koma í veg fyrir að líkaminn hafni typpinu til æviloka, sem gæti aukið líkur á sýkingum, nýrnavandamálum og ákveðnum tegundum af krabbameini. Þá gæti ónæmiskerfi hans veikst. Hermaðurinn sjálfur hefur þó litlar áhyggjur af þessu og er hæstánægður með aðgerðina. „Þetta var ein besta ákvörðun sem ég hef tekið,“ er haft eftir honum á vef Washington Post.
Bandaríkin Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fleiri fréttir Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Sjá meira