Fram er komið í átta liða úrslit Coca-Cola bikars kvenna eftir tíu marka sigur á Stjörnunni, 28-18, í TM-höllinni í kvöld.
Fram var þremur mörkum yfir í hálfleik, 14-11, en keyrðu yfir Garðbæinga í síðari hálfleiknum.
Hildur Þorgeirsdóttir skoraði sjö mörk fyrir Fram og Steinunn Björnsdóttir fimm. Þórey Anna Ásgeirsdóttir og Stefanía Theodórsdóttir skoruðu sex hvor fyrir Stjörnuna.
KA/Þór vann átta marka sigur á Selfossi, 29-21, eftir að hafa verið fjórum mörkum yfir í hálfleik, 13-9.
Katrín Vilhjálmsdóttir, Rakel Sara Elvarsdóttir og Hulda Bryndís Tryggvadóttir gerðu allar fimm mörk fyrir norðanstúlkur en Hulda Dís Þrastardóttir gerði níu fyrir Selfoss.
ÍR vann sigur með minnsta mun á Gróttu, 20-19, er liðin mættust í Austurberginu í kvöld. Breiðholtsstúlkur leiddu 10-8 í hálfleik.
Ólöf Marín Hlynsdóttir dró vagninn fyrir ÍR og rúmlega það en hún skoraði helming marka liðsins eða tíu mörk. Rut Bernódusdóttir skoraði fjögur fyrir Gróttu.
HK vann einnig eins marks sigur en Kópavogsliðið vann Aftureldingu, 24-23, eftir að hafa verið 14-12 undir í hálfleik.
Díana Kristín Sigmarsdóttir var frábær í liði HK og skoraði átta mörk en Þóra María Sigurjónsdóttir gerði sex mörk fyrir gestina úr Mosfellsbæ.
Ekki hefur borist leikskýrsla úr Fylkishöll þar sem Fjölnir vann 27-21 sigur á heimastúlkum í Fylki.
Fram rúllaði yfir Stjörnuna í bikarnum | KA/Þór, HK, Fjölnir og ÍR einnig komin áfram
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið



Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út
Enski boltinn





Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum
Íslenski boltinn

