Árásin þykir til marks um vanmátt yfirvalda gagnvart glæpasamtökum Samúel Karl Ólason skrifar 6. nóvember 2019 22:15 Meðlimir þjóðvarðliðs Mexíkó á ferð um Chihuahua. AP/Christian Chavez Eftir að vígamenn glæpasamtaka skutu sex börn og þrjár mæður til bana í hrottalegri árás í norðurhluta Mexíkó í vikunni, tók það lögregluþjóna og hermenn um átta klukkustundir að mæta á vettvang. Árásin, sem beindist gegn bandarískum ríkisborgurum sem búa í Mexíkó, þykir til marks um að yfirvöld Mexíkó hafi misst stjórn á héraðinu Sonora, þar sem árásin átti sér stað, og héraðinu Chihuahua sem er þar vil hliðina á. Einn hefur verið handtekinn vegna ódæðisins en talið er að glæpamennirnir hafi ætlað sér að ráðast á meðlimi annara glæpasamtaka en tvö slík eiga í átökum á svæðinu. Nánar tiltekið þá eiga Juarez-samtökin í átökum við hluta Sinaloa-samtakanna sem kallast Slazar. Íbúar bæja eins og Colonia LeBaron hafa stofnað eigin varðsveitir vegna ógnarinnar frá glæpasamtökum, samkvæmt AP fréttaveitunni. Það var til dæmis gert árið 2009. Þá var einum meðlimi LeBaron-fjölskyldunnar rænt af glæpagengi sem krafðist einnar milljónar dala í lausnargjald. Gjaldið var ekki greitt og manninum var sleppt úr haldi. Skömmu seinna pyntuðu glæpamenn Benjamin Lebaron og annan úr fjölskyldu hans fyrir framan ættingja þeirra og skutu þá svo til bana. Stórfjölskyldan hefur um árabil talað gegn glæpasamtökum í Mexíkó og sömuleiðis fyrir breytingum á vopnalöggjöf Mexíkó, svo íbúar geti varið sig gegn. Mörg þeirra sem dóu í árásinni tilheyra LeBaron fjölskyldunni.Hafa talað gegn glæpasamtökum Meðlimir Lebaron fjölskyldunnar eru mormónar sem upphaflega fluttust til Mexíkó, auk fjölda annarra bandarískra mormóna, eftir að þau flúðu undan ofsóknum í Bandaríkjunum. Það gerðu þau fyrir rúmum hundrað árum síðan, samkvæmt frétt LA Times. Afkomendur þeirra búa í þó nokkrum bæjum á svæðinu.Fjölskyldan er hvað best þekkt fyrir röð morða á áttunda og níunda áratugum síðustu aldar, sem framin voru af Ervil LeBaron, sem var eitt sinn kallaður „The Mormon Manson“ og fylgjendum hans. Þau byrjuðu á morði Joel LeBaron, bróður Ervil, eftir að þeir deildu um hver myndi leiða trúarflokk þeirra.Frá 2009 hafa glæpasamtök að mestu látið Colonia LeBaron og nærliggjandi bæi vera. William Stubbs, sem er í samfélagsvarnarráði Colonia LeBaron, segir að glæpagengjunum hafi þó vaxið ásmegin á undanförnum árum. Samfélög víða um svæðið hafi orðið fyrir ofbeldi og hótunum þeirra. Hann sagði AP fréttaveitunni að um helmingur bæjarins Zaragoza, sem er á svæðinu, hafi flúið heimili sín. „Landið þjáist vegna ofbeldis. Þú sérð það allsstaðar og það skánar ekki. Það er að versna,“ sagði Stubbs.Yfirmaður herafla Mexíkó sagði í dag að þegar árásin átti sér stað á mánudaginn voru næstu hermenn í um 160 kílómetra fjarlægð. Eins og áður segir voru þeir lengi á vettvang en í millitíðinni lágu særð börn í felum í fjöllunum. Eftir að Andres Manuel Lopez Obrador tók við embætti forseta Mexíkó í desember myndaði hann nýtt þjóðvarðlið sem inniheldur um 70 þúsund hermenn. Greinandi sem AP ræddi við segir tak yfirvalda á svæðunum sem um ræðir ekki öruggt. Langt því frá. Af þessum um 70 þúsund hermönnum sem tilheyra þjóðvarðliðinu eru aðeins um 4.100 í Chihuahua og Sonora, sem eru um 420 þúsund ferkílómetrar að stærð. Annað atvik sem þykir til marks um vanmátt stjórnvalda gagnvart glæpasamtökum Mexíkó átti sér stað í Culiacan í síðasta mánuði. Þá handtóku þjóðvarðliðar og lögregluþjónar einn af leiðtogum Sinaloa-samtakanna. Mikill fjöldi vígamanna samtakanna fóru þá þungvopnaðir um götur borgarinnar, sátu um hermennina og þvinguðu þá til að sleppa Ovidio Guzman, son El Chapo. Bandaríkin Mexíkó Tengdar fréttir Átta börn lifðu mannskæða árás af í Mexíkó Átta börn flúðu úr þremur bílum og földu sig í runnum og öðrum gróðri á meðan sex önnur börn og þrjár konur, mæður barnanna, voru skotin til bana af vígamönnum glæpasamtaka í Mexíkó. 5. nóvember 2019 22:15 Sex börn bandarískra mormóna í hópi látinna í árás í Mexíkó Að minnsta kosti níu bandarískir ríkisborgarar, þar af sex börn, eru í hópi látinna eftir árás vígamanna mexíkósks eiturlyfjahrings í norðurhluta landsins. 5. nóvember 2019 14:49 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Eftir að vígamenn glæpasamtaka skutu sex börn og þrjár mæður til bana í hrottalegri árás í norðurhluta Mexíkó í vikunni, tók það lögregluþjóna og hermenn um átta klukkustundir að mæta á vettvang. Árásin, sem beindist gegn bandarískum ríkisborgurum sem búa í Mexíkó, þykir til marks um að yfirvöld Mexíkó hafi misst stjórn á héraðinu Sonora, þar sem árásin átti sér stað, og héraðinu Chihuahua sem er þar vil hliðina á. Einn hefur verið handtekinn vegna ódæðisins en talið er að glæpamennirnir hafi ætlað sér að ráðast á meðlimi annara glæpasamtaka en tvö slík eiga í átökum á svæðinu. Nánar tiltekið þá eiga Juarez-samtökin í átökum við hluta Sinaloa-samtakanna sem kallast Slazar. Íbúar bæja eins og Colonia LeBaron hafa stofnað eigin varðsveitir vegna ógnarinnar frá glæpasamtökum, samkvæmt AP fréttaveitunni. Það var til dæmis gert árið 2009. Þá var einum meðlimi LeBaron-fjölskyldunnar rænt af glæpagengi sem krafðist einnar milljónar dala í lausnargjald. Gjaldið var ekki greitt og manninum var sleppt úr haldi. Skömmu seinna pyntuðu glæpamenn Benjamin Lebaron og annan úr fjölskyldu hans fyrir framan ættingja þeirra og skutu þá svo til bana. Stórfjölskyldan hefur um árabil talað gegn glæpasamtökum í Mexíkó og sömuleiðis fyrir breytingum á vopnalöggjöf Mexíkó, svo íbúar geti varið sig gegn. Mörg þeirra sem dóu í árásinni tilheyra LeBaron fjölskyldunni.Hafa talað gegn glæpasamtökum Meðlimir Lebaron fjölskyldunnar eru mormónar sem upphaflega fluttust til Mexíkó, auk fjölda annarra bandarískra mormóna, eftir að þau flúðu undan ofsóknum í Bandaríkjunum. Það gerðu þau fyrir rúmum hundrað árum síðan, samkvæmt frétt LA Times. Afkomendur þeirra búa í þó nokkrum bæjum á svæðinu.Fjölskyldan er hvað best þekkt fyrir röð morða á áttunda og níunda áratugum síðustu aldar, sem framin voru af Ervil LeBaron, sem var eitt sinn kallaður „The Mormon Manson“ og fylgjendum hans. Þau byrjuðu á morði Joel LeBaron, bróður Ervil, eftir að þeir deildu um hver myndi leiða trúarflokk þeirra.Frá 2009 hafa glæpasamtök að mestu látið Colonia LeBaron og nærliggjandi bæi vera. William Stubbs, sem er í samfélagsvarnarráði Colonia LeBaron, segir að glæpagengjunum hafi þó vaxið ásmegin á undanförnum árum. Samfélög víða um svæðið hafi orðið fyrir ofbeldi og hótunum þeirra. Hann sagði AP fréttaveitunni að um helmingur bæjarins Zaragoza, sem er á svæðinu, hafi flúið heimili sín. „Landið þjáist vegna ofbeldis. Þú sérð það allsstaðar og það skánar ekki. Það er að versna,“ sagði Stubbs.Yfirmaður herafla Mexíkó sagði í dag að þegar árásin átti sér stað á mánudaginn voru næstu hermenn í um 160 kílómetra fjarlægð. Eins og áður segir voru þeir lengi á vettvang en í millitíðinni lágu særð börn í felum í fjöllunum. Eftir að Andres Manuel Lopez Obrador tók við embætti forseta Mexíkó í desember myndaði hann nýtt þjóðvarðlið sem inniheldur um 70 þúsund hermenn. Greinandi sem AP ræddi við segir tak yfirvalda á svæðunum sem um ræðir ekki öruggt. Langt því frá. Af þessum um 70 þúsund hermönnum sem tilheyra þjóðvarðliðinu eru aðeins um 4.100 í Chihuahua og Sonora, sem eru um 420 þúsund ferkílómetrar að stærð. Annað atvik sem þykir til marks um vanmátt stjórnvalda gagnvart glæpasamtökum Mexíkó átti sér stað í Culiacan í síðasta mánuði. Þá handtóku þjóðvarðliðar og lögregluþjónar einn af leiðtogum Sinaloa-samtakanna. Mikill fjöldi vígamanna samtakanna fóru þá þungvopnaðir um götur borgarinnar, sátu um hermennina og þvinguðu þá til að sleppa Ovidio Guzman, son El Chapo.
Bandaríkin Mexíkó Tengdar fréttir Átta börn lifðu mannskæða árás af í Mexíkó Átta börn flúðu úr þremur bílum og földu sig í runnum og öðrum gróðri á meðan sex önnur börn og þrjár konur, mæður barnanna, voru skotin til bana af vígamönnum glæpasamtaka í Mexíkó. 5. nóvember 2019 22:15 Sex börn bandarískra mormóna í hópi látinna í árás í Mexíkó Að minnsta kosti níu bandarískir ríkisborgarar, þar af sex börn, eru í hópi látinna eftir árás vígamanna mexíkósks eiturlyfjahrings í norðurhluta landsins. 5. nóvember 2019 14:49 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Átta börn lifðu mannskæða árás af í Mexíkó Átta börn flúðu úr þremur bílum og földu sig í runnum og öðrum gróðri á meðan sex önnur börn og þrjár konur, mæður barnanna, voru skotin til bana af vígamönnum glæpasamtaka í Mexíkó. 5. nóvember 2019 22:15
Sex börn bandarískra mormóna í hópi látinna í árás í Mexíkó Að minnsta kosti níu bandarískir ríkisborgarar, þar af sex börn, eru í hópi látinna eftir árás vígamanna mexíkósks eiturlyfjahrings í norðurhluta landsins. 5. nóvember 2019 14:49