Byggt í kringum Valhöll Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. nóvember 2019 16:46 Á horni Kringlumýrar og Háaleitisbrautar verður heimilt að reisa 5 hæða skrifstofubyggingu. thg arkitektar Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum í dag að heimila uppbyggingu íbúða- og skrifstofuhúsnæðis við Háaleitisbraut 1 í Reykjavík. Alls er gert ráð fyrir 47 nýjum íbúðum og nýrri 5 hæða skrifstofubyggingu á lóðinni. Þar að auki mun bíla- og hjólastæðum fjölga. Lóðin við Háaleitisbraut 1 er alfarið í eigu Reykjavíkurborgar, alls 5677 fermetrar að stærð og er heildarlóðarmatið tæplega 137 milljónir króna. Aðeins ein eign er á lóðinni, Valhöll, þar sem skrifstofur Sjálfstæðisflokksins auk tannlæknastofu og Heyrna- og Talmeinastöð Íslands er að finna. Deiliskipulagstillagan felur í sér breytingu á notkun svæðisins þannig að bætt verði við tveimur nýjum byggingarreitum á lóðina. Næst Kringlumýrarbraut má reisa skrifstofuhús á fimm hæðum ásamt bílakjallara. Á horni Skipholts og Bolholts er heimilt að reisa fimm til sex hæða íbúðarhús með á bilinu 40 til 47 íbúðum, ásamt þjónustu- og verslunarrými.Horft eftir Bolholti til norðurs og Háaleitisbraut til austurs. Á horninu má rísa 47 íbúða fjölbýlishús.thg arkitektarGerð er krafa um að íbúðirnar verði fjölbreyttar að stærð og gerð, „með áherslu á gæðasvæði og gott umhverfi og varðveislu staðaranda og yfirbragðs byggðar,“ eins og það er orðað í tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir svæðið. Eins til tveggja herbergja íbúðir megi ekki vera meira en 50 prósent af heildaríbúðafjölda og engin ein íbúðargerð má fara yfir 30 prósent. Á bilinu 20 til 25 prósent íbúðanna skulu auk þess vera leiguíbúðir, þar af 5 prósent á verði sem kveðið er á um í lögum um almennar íbúðir. Þar að auki er gerð krafa um þakgarða á fjórðu hæð íbúðarhússins og skulu þeir hafa grænt yfirbragð. Með því er átt við gras, runna, tré eða annan gróður sem fær að vaxa á þakinu. Jafnframt er opnað á möguleika á sameiginlega þakgarð fyrir íbúa hússins á fimmtu hæð. Við Valhöll eru 88 bílastæði í dag en áætlað er að þau verði 125 eftir uppbygginguna. Ætlast er til þess að um 70 prósent þeirra verði neðanjarðar. Með framkvæmdunum mun hjólastæðum jafnframt fjölga úr reitnum. Þau eru engin í dag en verða 115 að framkvæmdum loknum.Skrifstofu- og fjölbýlishúsin sjást bæði frá botni Bolholts.thg arkitektarValhöll var reist á árunum 1973-1975 og er hönnuð af arkitektunum Halldóri H. Jónssyni og Garðari Halldórssyni. Þrátt fyrir að Valhöll sé ekki friðlýst lagði Borgarsögusafn til að húsið yrði sett í svokallaðan rauðan verndarflokk, sem ætlað er húsum sem æskilægt væri að vernda vegna sérstöðu þeirra. Valhöll sé kennileiti fyrir hverfið og „þarfnast umhverfislegs andrýmis til að njóta sín sem slíkt,“ eins og segir í umsögn Borgarsögusafns. Minjastofnun Íslands tók undir tillögu Borgarsögusafns, en gerði að öðru leyti ekki athugasemdir við fyrirhugaða uppbyggingu á reitnum. Engar fornleifar eru skráðar á skipulagsreitnum. Samþykkta deiliskipulagstillagan kveður á um að íbúðarhúsið á reitnum verði „hannað í manneskjulegum skala og í takt við nærumhverfið.“ Hæð og lengd íbúðarhússins skal brotin upp, líklega til að skyggja ekki um of á Valhöll. Aukinheldur er gerð krafa um að fimmta hæð skrifstofubyggingarinnar verði inndregin. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs, greindi frá samþykktinni í dag og birti myndir af fyrirhugaðari uppbyggingu með færslu sinni á Twitter.Þétting byggðar er alltaf góð. Líka í kringum Valhöll.47 nýjar íbúðir &5 hæða ný skrifstofubygging= Aukning um 7.500 fm288 bílastæði verða 125 bílastæði0 hjólastæði verða 115pic.twitter.com/hWlobFmXRD— Sigurborg Ósk Haraldsdóttir (@SigurborgOsk) November 6, 2019 Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Skipulag Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Sjá meira
Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum í dag að heimila uppbyggingu íbúða- og skrifstofuhúsnæðis við Háaleitisbraut 1 í Reykjavík. Alls er gert ráð fyrir 47 nýjum íbúðum og nýrri 5 hæða skrifstofubyggingu á lóðinni. Þar að auki mun bíla- og hjólastæðum fjölga. Lóðin við Háaleitisbraut 1 er alfarið í eigu Reykjavíkurborgar, alls 5677 fermetrar að stærð og er heildarlóðarmatið tæplega 137 milljónir króna. Aðeins ein eign er á lóðinni, Valhöll, þar sem skrifstofur Sjálfstæðisflokksins auk tannlæknastofu og Heyrna- og Talmeinastöð Íslands er að finna. Deiliskipulagstillagan felur í sér breytingu á notkun svæðisins þannig að bætt verði við tveimur nýjum byggingarreitum á lóðina. Næst Kringlumýrarbraut má reisa skrifstofuhús á fimm hæðum ásamt bílakjallara. Á horni Skipholts og Bolholts er heimilt að reisa fimm til sex hæða íbúðarhús með á bilinu 40 til 47 íbúðum, ásamt þjónustu- og verslunarrými.Horft eftir Bolholti til norðurs og Háaleitisbraut til austurs. Á horninu má rísa 47 íbúða fjölbýlishús.thg arkitektarGerð er krafa um að íbúðirnar verði fjölbreyttar að stærð og gerð, „með áherslu á gæðasvæði og gott umhverfi og varðveislu staðaranda og yfirbragðs byggðar,“ eins og það er orðað í tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir svæðið. Eins til tveggja herbergja íbúðir megi ekki vera meira en 50 prósent af heildaríbúðafjölda og engin ein íbúðargerð má fara yfir 30 prósent. Á bilinu 20 til 25 prósent íbúðanna skulu auk þess vera leiguíbúðir, þar af 5 prósent á verði sem kveðið er á um í lögum um almennar íbúðir. Þar að auki er gerð krafa um þakgarða á fjórðu hæð íbúðarhússins og skulu þeir hafa grænt yfirbragð. Með því er átt við gras, runna, tré eða annan gróður sem fær að vaxa á þakinu. Jafnframt er opnað á möguleika á sameiginlega þakgarð fyrir íbúa hússins á fimmtu hæð. Við Valhöll eru 88 bílastæði í dag en áætlað er að þau verði 125 eftir uppbygginguna. Ætlast er til þess að um 70 prósent þeirra verði neðanjarðar. Með framkvæmdunum mun hjólastæðum jafnframt fjölga úr reitnum. Þau eru engin í dag en verða 115 að framkvæmdum loknum.Skrifstofu- og fjölbýlishúsin sjást bæði frá botni Bolholts.thg arkitektarValhöll var reist á árunum 1973-1975 og er hönnuð af arkitektunum Halldóri H. Jónssyni og Garðari Halldórssyni. Þrátt fyrir að Valhöll sé ekki friðlýst lagði Borgarsögusafn til að húsið yrði sett í svokallaðan rauðan verndarflokk, sem ætlað er húsum sem æskilægt væri að vernda vegna sérstöðu þeirra. Valhöll sé kennileiti fyrir hverfið og „þarfnast umhverfislegs andrýmis til að njóta sín sem slíkt,“ eins og segir í umsögn Borgarsögusafns. Minjastofnun Íslands tók undir tillögu Borgarsögusafns, en gerði að öðru leyti ekki athugasemdir við fyrirhugaða uppbyggingu á reitnum. Engar fornleifar eru skráðar á skipulagsreitnum. Samþykkta deiliskipulagstillagan kveður á um að íbúðarhúsið á reitnum verði „hannað í manneskjulegum skala og í takt við nærumhverfið.“ Hæð og lengd íbúðarhússins skal brotin upp, líklega til að skyggja ekki um of á Valhöll. Aukinheldur er gerð krafa um að fimmta hæð skrifstofubyggingarinnar verði inndregin. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs, greindi frá samþykktinni í dag og birti myndir af fyrirhugaðari uppbyggingu með færslu sinni á Twitter.Þétting byggðar er alltaf góð. Líka í kringum Valhöll.47 nýjar íbúðir &5 hæða ný skrifstofubygging= Aukning um 7.500 fm288 bílastæði verða 125 bílastæði0 hjólastæði verða 115pic.twitter.com/hWlobFmXRD— Sigurborg Ósk Haraldsdóttir (@SigurborgOsk) November 6, 2019
Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Skipulag Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Sjá meira