Alvotech undirritar „sérstaklega ábatasaman“ samning Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. nóvember 2019 13:45 Róbert Wessman, stofnandi og stjórnarformaður Alvotech, segist ánægður með samninginn. Alvotech Stjórnendur líftæknifyrirtækisins Alvotech hafa undirritað samstarfssamning við STADA Arzneimittel AG, alþjóðlegt lyfjafyrirtæki, um markaðssetningu á sjö líftæknilyfjum Alvotech á öllum helstu „lykilmörkuðum“ í Evrópu og völdum mörkuðum utan álfunnar. Frá þessu er greint á vef Alvotech, án þess þó að greina frá áætluðu virði samningsins sem Mannlíf telur að geti hlaupið á tugum milljarða króna. Í útlistun Alvotechs er tekið fram að fyrirtækið muni bera ábyrgð á þróun, skráningu og framboði lyfjanna en markaðssetning þeirra verði á könnu STADA. Líftæknilyfin eru meðal annars sögð henta við meðhöndlun á krabbameini, göllum í ónæmiskerfi, bólgum, gigt og psoriasis. Alvotech áætlar í tilkynningu sinni að árlega seljist frumlyfin fyrir um 50 milljarða dala á heimsvísu og því sé samningur fyrirtækjanna tveggja „sérstaklega ábatasamur.“ Hann feli í sér fyrirframgreiðslu, auk áfangagreiðsla á næstu fjórum árum. Haft er eftir Róberti Wessman, stofnanda og stjórnarformanni Alvotech, að um „mikilvægt augnablik fyrir líftæknilyf“ sé að ræða. Samningurinn við STADA sé áfangi í frekari uppbyggingu Alvotech og markar lokahnykkinn á „stórfenglegu“ rekstrarári. Í því samhengi má nefna kaup fjárfestingafélagsins Yas Holding á hlutafé í Alvotech fyrir um 5,3 milljarðar króna, yfirlýsingar um ráðningu á 100 vísindamönnum og klínískar prófanir á fyrsta lyfi fyrirtækisins. Stjórnarformaður STADA er álíka ánægður. Samningurinn geri fyrirtækinu kleift að styrkja markaðsstöðu sína á sviði líftæknilyfja. Starfsmenn STADA hlakki til að færa sjúklingum hágæða lyf og hagkvæman valkost, að sögn Peter Goldschmidt, en hjá STADA starfa næstum 10.500 manns. Lyf Markaðir Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Stjórnendur líftæknifyrirtækisins Alvotech hafa undirritað samstarfssamning við STADA Arzneimittel AG, alþjóðlegt lyfjafyrirtæki, um markaðssetningu á sjö líftæknilyfjum Alvotech á öllum helstu „lykilmörkuðum“ í Evrópu og völdum mörkuðum utan álfunnar. Frá þessu er greint á vef Alvotech, án þess þó að greina frá áætluðu virði samningsins sem Mannlíf telur að geti hlaupið á tugum milljarða króna. Í útlistun Alvotechs er tekið fram að fyrirtækið muni bera ábyrgð á þróun, skráningu og framboði lyfjanna en markaðssetning þeirra verði á könnu STADA. Líftæknilyfin eru meðal annars sögð henta við meðhöndlun á krabbameini, göllum í ónæmiskerfi, bólgum, gigt og psoriasis. Alvotech áætlar í tilkynningu sinni að árlega seljist frumlyfin fyrir um 50 milljarða dala á heimsvísu og því sé samningur fyrirtækjanna tveggja „sérstaklega ábatasamur.“ Hann feli í sér fyrirframgreiðslu, auk áfangagreiðsla á næstu fjórum árum. Haft er eftir Róberti Wessman, stofnanda og stjórnarformanni Alvotech, að um „mikilvægt augnablik fyrir líftæknilyf“ sé að ræða. Samningurinn við STADA sé áfangi í frekari uppbyggingu Alvotech og markar lokahnykkinn á „stórfenglegu“ rekstrarári. Í því samhengi má nefna kaup fjárfestingafélagsins Yas Holding á hlutafé í Alvotech fyrir um 5,3 milljarðar króna, yfirlýsingar um ráðningu á 100 vísindamönnum og klínískar prófanir á fyrsta lyfi fyrirtækisins. Stjórnarformaður STADA er álíka ánægður. Samningurinn geri fyrirtækinu kleift að styrkja markaðsstöðu sína á sviði líftæknilyfja. Starfsmenn STADA hlakki til að færa sjúklingum hágæða lyf og hagkvæman valkost, að sögn Peter Goldschmidt, en hjá STADA starfa næstum 10.500 manns.
Lyf Markaðir Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira