Vextir á Íslandi hafa aldrei verið lægri Heimir Már Pétursson skrifar 6. nóvember 2019 12:04 Frá kynningarfundi peningastefnunefndar í húsakynnum Seðlabankans í morgun. Vísir/baldur Stýrivexti og raunvextir hafa aldrei verið eins lágir á Íslandi og nú eftir að Seðlabanki Íslands lækkaði stýrivexti niður í þrjú prósent í morgun. Bankinn reiknar með að verðbólga verði komin niður í markmið hans fyrir áramót.Peningastefnunefnd Seðlabankans ákvað að lækka stýrivexti um 0,25 prósentustig í morgun og hafa vextirnir þá lækkað um 1,5 prósentur frá því í vor. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir efnahagshorfur á næsta ári aðeins lakari en spár bankans höfðu áður gert ráð fyrir, eða hagvexti upp á 1,6 prósent í stað 1,9 prósenta. „Það stafar að einhverju leyti af því að við erum að sjá aðeins meiri samdrátt í þjóðarbúskapnum. Efnahagshorfur úti hafa versnað af ýmsum ástæðum. Þannig að þetta er aðeins meiri samdráttur í innlendri eftirspurn en við höfðum gert ráð fyrir,“ segir Ásgeir. Viðskiptadeilur Bandaríkjanna og Kína eru farnar að hafa töluverð áhrif og hafa dregið úr framleiðslu víðast hvar í heiminum. Áhrif deilnanna eru farin að teygja sig til Íslands. „Þær eru að hafa töluvert mikil áhrif vegna þess að þær virðast vera að draga niður hagvöxt í öllum heiminum nokkuð jafnt. Þá hefur það líka áhrif á okkur. Við erum lítið opið hagkerfi sem er náttúrlega háð því að flytja út vörur og þetta er að hafa neikvæð áhrif á okkur líka. Samt ekki svo mikil ennþá en það er ákveðin hætta áþví að ef allur heimurinn fer að fara niður að við fylgjum aðeins á eftir líka,“ segir seðlabankastjóri. Innspýting stjórnvalda í tengslum við kjarasamninga með skattalækkunum og öðrum aðgerðum næstu þrjú ár upp á 90 milljarða króna vinnur á móti neiðkvæðum áhrifum samdráttarins í efnahagsmálunum meðal annars vegna minni útflutnings vöru og þjónustu. Ásgeir segir vaxtalækkanirnar að undanförnu hafa skilað sér til heimila og fyrirtækja. „Samkvæmt tölum sem við höfum, þá hefur þetta skilað sér í lægri útlánavöxtum. Það sem við veltum aðallega fyrir okkur er hvort að það verði ný útlán sem við þurfum á að halda. Við þurfum í rauninni að fara að sá fyrir nýjum akri hér á Íslandi. Nýjum greinum og fjárfestingum. Þannig að við munum fylgjast sérstaklega vel með því að við séum að sjá aukin útlán á þessum lægri vöxtum,“ segir Ásgeir Jónsson. Útlanavextir hafi lækkað um 0,6 prósentustig að undanförnu. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar segir hins vegar að efnahagshorfur gætu verið of bjartsýnar, einkum vegna óvissu í alþjóðlegum efnahagsmálum og er þá sérstaklega horft til þróunar mála milli Bandaríkjanna og Kína. Efnahagsmál Íslenska krónan Seðlabankinn Tengdar fréttir Stýrivextir halda áfram að lækka Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3%. 6. nóvember 2019 08:56 Mest lesið Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Steinar Waage opnar á Akureyri Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Sjá meira
Stýrivexti og raunvextir hafa aldrei verið eins lágir á Íslandi og nú eftir að Seðlabanki Íslands lækkaði stýrivexti niður í þrjú prósent í morgun. Bankinn reiknar með að verðbólga verði komin niður í markmið hans fyrir áramót.Peningastefnunefnd Seðlabankans ákvað að lækka stýrivexti um 0,25 prósentustig í morgun og hafa vextirnir þá lækkað um 1,5 prósentur frá því í vor. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir efnahagshorfur á næsta ári aðeins lakari en spár bankans höfðu áður gert ráð fyrir, eða hagvexti upp á 1,6 prósent í stað 1,9 prósenta. „Það stafar að einhverju leyti af því að við erum að sjá aðeins meiri samdrátt í þjóðarbúskapnum. Efnahagshorfur úti hafa versnað af ýmsum ástæðum. Þannig að þetta er aðeins meiri samdráttur í innlendri eftirspurn en við höfðum gert ráð fyrir,“ segir Ásgeir. Viðskiptadeilur Bandaríkjanna og Kína eru farnar að hafa töluverð áhrif og hafa dregið úr framleiðslu víðast hvar í heiminum. Áhrif deilnanna eru farin að teygja sig til Íslands. „Þær eru að hafa töluvert mikil áhrif vegna þess að þær virðast vera að draga niður hagvöxt í öllum heiminum nokkuð jafnt. Þá hefur það líka áhrif á okkur. Við erum lítið opið hagkerfi sem er náttúrlega háð því að flytja út vörur og þetta er að hafa neikvæð áhrif á okkur líka. Samt ekki svo mikil ennþá en það er ákveðin hætta áþví að ef allur heimurinn fer að fara niður að við fylgjum aðeins á eftir líka,“ segir seðlabankastjóri. Innspýting stjórnvalda í tengslum við kjarasamninga með skattalækkunum og öðrum aðgerðum næstu þrjú ár upp á 90 milljarða króna vinnur á móti neiðkvæðum áhrifum samdráttarins í efnahagsmálunum meðal annars vegna minni útflutnings vöru og þjónustu. Ásgeir segir vaxtalækkanirnar að undanförnu hafa skilað sér til heimila og fyrirtækja. „Samkvæmt tölum sem við höfum, þá hefur þetta skilað sér í lægri útlánavöxtum. Það sem við veltum aðallega fyrir okkur er hvort að það verði ný útlán sem við þurfum á að halda. Við þurfum í rauninni að fara að sá fyrir nýjum akri hér á Íslandi. Nýjum greinum og fjárfestingum. Þannig að við munum fylgjast sérstaklega vel með því að við séum að sjá aukin útlán á þessum lægri vöxtum,“ segir Ásgeir Jónsson. Útlanavextir hafi lækkað um 0,6 prósentustig að undanförnu. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar segir hins vegar að efnahagshorfur gætu verið of bjartsýnar, einkum vegna óvissu í alþjóðlegum efnahagsmálum og er þá sérstaklega horft til þróunar mála milli Bandaríkjanna og Kína.
Efnahagsmál Íslenska krónan Seðlabankinn Tengdar fréttir Stýrivextir halda áfram að lækka Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3%. 6. nóvember 2019 08:56 Mest lesið Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Steinar Waage opnar á Akureyri Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Sjá meira
Stýrivextir halda áfram að lækka Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3%. 6. nóvember 2019 08:56