Vextir á Íslandi hafa aldrei verið lægri Heimir Már Pétursson skrifar 6. nóvember 2019 12:04 Frá kynningarfundi peningastefnunefndar í húsakynnum Seðlabankans í morgun. Vísir/baldur Stýrivexti og raunvextir hafa aldrei verið eins lágir á Íslandi og nú eftir að Seðlabanki Íslands lækkaði stýrivexti niður í þrjú prósent í morgun. Bankinn reiknar með að verðbólga verði komin niður í markmið hans fyrir áramót.Peningastefnunefnd Seðlabankans ákvað að lækka stýrivexti um 0,25 prósentustig í morgun og hafa vextirnir þá lækkað um 1,5 prósentur frá því í vor. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir efnahagshorfur á næsta ári aðeins lakari en spár bankans höfðu áður gert ráð fyrir, eða hagvexti upp á 1,6 prósent í stað 1,9 prósenta. „Það stafar að einhverju leyti af því að við erum að sjá aðeins meiri samdrátt í þjóðarbúskapnum. Efnahagshorfur úti hafa versnað af ýmsum ástæðum. Þannig að þetta er aðeins meiri samdráttur í innlendri eftirspurn en við höfðum gert ráð fyrir,“ segir Ásgeir. Viðskiptadeilur Bandaríkjanna og Kína eru farnar að hafa töluverð áhrif og hafa dregið úr framleiðslu víðast hvar í heiminum. Áhrif deilnanna eru farin að teygja sig til Íslands. „Þær eru að hafa töluvert mikil áhrif vegna þess að þær virðast vera að draga niður hagvöxt í öllum heiminum nokkuð jafnt. Þá hefur það líka áhrif á okkur. Við erum lítið opið hagkerfi sem er náttúrlega háð því að flytja út vörur og þetta er að hafa neikvæð áhrif á okkur líka. Samt ekki svo mikil ennþá en það er ákveðin hætta áþví að ef allur heimurinn fer að fara niður að við fylgjum aðeins á eftir líka,“ segir seðlabankastjóri. Innspýting stjórnvalda í tengslum við kjarasamninga með skattalækkunum og öðrum aðgerðum næstu þrjú ár upp á 90 milljarða króna vinnur á móti neiðkvæðum áhrifum samdráttarins í efnahagsmálunum meðal annars vegna minni útflutnings vöru og þjónustu. Ásgeir segir vaxtalækkanirnar að undanförnu hafa skilað sér til heimila og fyrirtækja. „Samkvæmt tölum sem við höfum, þá hefur þetta skilað sér í lægri útlánavöxtum. Það sem við veltum aðallega fyrir okkur er hvort að það verði ný útlán sem við þurfum á að halda. Við þurfum í rauninni að fara að sá fyrir nýjum akri hér á Íslandi. Nýjum greinum og fjárfestingum. Þannig að við munum fylgjast sérstaklega vel með því að við séum að sjá aukin útlán á þessum lægri vöxtum,“ segir Ásgeir Jónsson. Útlanavextir hafi lækkað um 0,6 prósentustig að undanförnu. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar segir hins vegar að efnahagshorfur gætu verið of bjartsýnar, einkum vegna óvissu í alþjóðlegum efnahagsmálum og er þá sérstaklega horft til þróunar mála milli Bandaríkjanna og Kína. Efnahagsmál Íslenska krónan Seðlabankinn Tengdar fréttir Stýrivextir halda áfram að lækka Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3%. 6. nóvember 2019 08:56 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Stýrivexti og raunvextir hafa aldrei verið eins lágir á Íslandi og nú eftir að Seðlabanki Íslands lækkaði stýrivexti niður í þrjú prósent í morgun. Bankinn reiknar með að verðbólga verði komin niður í markmið hans fyrir áramót.Peningastefnunefnd Seðlabankans ákvað að lækka stýrivexti um 0,25 prósentustig í morgun og hafa vextirnir þá lækkað um 1,5 prósentur frá því í vor. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir efnahagshorfur á næsta ári aðeins lakari en spár bankans höfðu áður gert ráð fyrir, eða hagvexti upp á 1,6 prósent í stað 1,9 prósenta. „Það stafar að einhverju leyti af því að við erum að sjá aðeins meiri samdrátt í þjóðarbúskapnum. Efnahagshorfur úti hafa versnað af ýmsum ástæðum. Þannig að þetta er aðeins meiri samdráttur í innlendri eftirspurn en við höfðum gert ráð fyrir,“ segir Ásgeir. Viðskiptadeilur Bandaríkjanna og Kína eru farnar að hafa töluverð áhrif og hafa dregið úr framleiðslu víðast hvar í heiminum. Áhrif deilnanna eru farin að teygja sig til Íslands. „Þær eru að hafa töluvert mikil áhrif vegna þess að þær virðast vera að draga niður hagvöxt í öllum heiminum nokkuð jafnt. Þá hefur það líka áhrif á okkur. Við erum lítið opið hagkerfi sem er náttúrlega háð því að flytja út vörur og þetta er að hafa neikvæð áhrif á okkur líka. Samt ekki svo mikil ennþá en það er ákveðin hætta áþví að ef allur heimurinn fer að fara niður að við fylgjum aðeins á eftir líka,“ segir seðlabankastjóri. Innspýting stjórnvalda í tengslum við kjarasamninga með skattalækkunum og öðrum aðgerðum næstu þrjú ár upp á 90 milljarða króna vinnur á móti neiðkvæðum áhrifum samdráttarins í efnahagsmálunum meðal annars vegna minni útflutnings vöru og þjónustu. Ásgeir segir vaxtalækkanirnar að undanförnu hafa skilað sér til heimila og fyrirtækja. „Samkvæmt tölum sem við höfum, þá hefur þetta skilað sér í lægri útlánavöxtum. Það sem við veltum aðallega fyrir okkur er hvort að það verði ný útlán sem við þurfum á að halda. Við þurfum í rauninni að fara að sá fyrir nýjum akri hér á Íslandi. Nýjum greinum og fjárfestingum. Þannig að við munum fylgjast sérstaklega vel með því að við séum að sjá aukin útlán á þessum lægri vöxtum,“ segir Ásgeir Jónsson. Útlanavextir hafi lækkað um 0,6 prósentustig að undanförnu. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar segir hins vegar að efnahagshorfur gætu verið of bjartsýnar, einkum vegna óvissu í alþjóðlegum efnahagsmálum og er þá sérstaklega horft til þróunar mála milli Bandaríkjanna og Kína.
Efnahagsmál Íslenska krónan Seðlabankinn Tengdar fréttir Stýrivextir halda áfram að lækka Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3%. 6. nóvember 2019 08:56 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Stýrivextir halda áfram að lækka Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3%. 6. nóvember 2019 08:56