Litlar sem engar málsbætur vegna viðtalsins sem aldrei átti að fara í loftið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. nóvember 2019 11:11 Jón Ársæll og RÚV þurfa að borga einum viðmælanda í þáttunum Paradís eina milljón króna. Jón Ársæll Þórðarsson og Ríkisútvarpið sýndu af sér skeytingarleysi í garð Gyðu Drafnar Grétarsdóttur þegar viðtal við hana í þættinum Paradísarheimt var sýnt á RÚV þrátt fyrir að báðir aðilar hafi vitað að samþykki hennar lægi ekki fyrir. Að mati Héraðsdóms eiga Jón Ársæll og RÚV sér engar málsbætur, utan þess að þátturinn var fjarlægður úr streymisveitum fljótlega eftir sýningu hans.Líkt og Vísir greindi frá í síðustu viku var Jóni Ársæli og RÚV gert að greiða Gyðu Dröfn eina milljón króna í skaðabætur vegna málsins. Forsaga þess er sú að Jón Ársæll tók viðtal við Gyðu Dröfn í tengslum við þætti hans Paradísarheimt. Gyða fékk svo bakþanka og vildi ekki að viðtalið birtist. Vildi hún meina að það hafi verið veitt með því skilyrði að hún fengi að sjá það áður en því væri sjónvarpað. Því sinnti Jón Ársæll og Ríkisútvarpið ekki og viðtalið fór í loftið. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem birtur hefur verið á vef Dómstólasýslunnar, er málið rakið en í niðurstöðu dómara segir að óumdeilt sé að viðtalið hafi verið sýnt í óþökk Gyðu Drafnar. Ljóst sé að viðtalið sjálft hafi verið tekið með vitund og vilja Gyðu Drafnar en að ekki hafi verið sýnt fram á að hún hafi heimilað opinbera birtingu þess. Þá væri það ljóst af tölvupóstum sem liggja fyrir í málinu frá starfsmönnum Fangelismálastofnunar að Jóni Ársæli hafi mátt vera það fulljóst fyrir birtingu þáttarins að Gyða Dröfn hafi viljað fá að skoða efnið áður en það færi í lofti. Ekki væri þó að sjá að Jón Ársæll hafi gert neinn reka að því að koma til móts við ósk Gyðu Drafnar um að skoða efnið og afla ótvíræðs samþykkis hennar fyrir birtingunni.Þátturinn var sýndur á RÚV.Fréttablaðið/ErnirÞótti mjög miður að ekki hafi verið hætt við sýningu Í dóminum kemur einnig fram að Jón Ársæll hafi viðurkennd að misráðið hafi verið að sýna þáttinn eftir að upplýsingar bárust um að Gyða Dröfn væri mótfallin birtingu viðtalsins. Þætti honum það mjög miður og að hann hafi ekki viljað særa Gyðu Dröfn né sýna henni vanvirðingu. Viðurkenndi hann að Gyða Dröfn ætti rétt á miskabótum, en þó ekki fimm milljónum, líkt og hún gerði kröfu um. Þá viðurkenndi RÚV einnig að Gyða Dröfn ætti rétt á miskabótum og eins og atvik málsins liggi fyrir hafi ekki verið rétt að birta viðtaliðÍ niðurstöðukafla dómsins segir jafnframt að Gyða Dröfn hafi veitt í viðtalinu afar viðkvæmar og persónulegar upplýsingar um sjálfasig og fjölskyldu sína, og gert það í eigin persónu, í hljóði og mynd.„Í ljósi eðlis upplýsinganna og viðkvæmrar stöðu hennar sem fanga hlaut báðum stefndu að vera ljóst mikilvægi þess að ótvírætt samþykki hennar lægi fyrir, áður en til birtingar viðtalsins kæmi,“ segir í dómi Héraðsdóms en líkt og áður segir þarf Jón Ársæll og RÚV að greiða Gyðu Dröfn eina milljón króna í miskabætur. Dómsmál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Viðtalið sem aldrei átti að fara í loftið Viðmælandi Jóns Ársæls vill fá 5 milljónir króna í bætur. 2. október 2019 14:47 Viðtal sem aldrei átti að fara í loftið kostaði sitt Jón Ársæll og RÚV þurfa að borga viðmælanda í þáttunum Paradís eina milljón króna. 30. október 2019 14:08 RÚV og Jón Ársæll dregin fyrir dóm Kona sem var viðmælandi og umfjöllunarefni í einum þátta sjónvarpsþáttaraðar Jóns Ársæls Þórðarsonar, Paradísarheimt, hefur höfðað mál gegn sjónvarpsmanninum góðkunna og Ríkisútvarpinu. 26. júní 2019 06:30 Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Innlent Fleiri fréttir Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Sjá meira
Jón Ársæll Þórðarsson og Ríkisútvarpið sýndu af sér skeytingarleysi í garð Gyðu Drafnar Grétarsdóttur þegar viðtal við hana í þættinum Paradísarheimt var sýnt á RÚV þrátt fyrir að báðir aðilar hafi vitað að samþykki hennar lægi ekki fyrir. Að mati Héraðsdóms eiga Jón Ársæll og RÚV sér engar málsbætur, utan þess að þátturinn var fjarlægður úr streymisveitum fljótlega eftir sýningu hans.Líkt og Vísir greindi frá í síðustu viku var Jóni Ársæli og RÚV gert að greiða Gyðu Dröfn eina milljón króna í skaðabætur vegna málsins. Forsaga þess er sú að Jón Ársæll tók viðtal við Gyðu Dröfn í tengslum við þætti hans Paradísarheimt. Gyða fékk svo bakþanka og vildi ekki að viðtalið birtist. Vildi hún meina að það hafi verið veitt með því skilyrði að hún fengi að sjá það áður en því væri sjónvarpað. Því sinnti Jón Ársæll og Ríkisútvarpið ekki og viðtalið fór í loftið. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem birtur hefur verið á vef Dómstólasýslunnar, er málið rakið en í niðurstöðu dómara segir að óumdeilt sé að viðtalið hafi verið sýnt í óþökk Gyðu Drafnar. Ljóst sé að viðtalið sjálft hafi verið tekið með vitund og vilja Gyðu Drafnar en að ekki hafi verið sýnt fram á að hún hafi heimilað opinbera birtingu þess. Þá væri það ljóst af tölvupóstum sem liggja fyrir í málinu frá starfsmönnum Fangelismálastofnunar að Jóni Ársæli hafi mátt vera það fulljóst fyrir birtingu þáttarins að Gyða Dröfn hafi viljað fá að skoða efnið áður en það færi í lofti. Ekki væri þó að sjá að Jón Ársæll hafi gert neinn reka að því að koma til móts við ósk Gyðu Drafnar um að skoða efnið og afla ótvíræðs samþykkis hennar fyrir birtingunni.Þátturinn var sýndur á RÚV.Fréttablaðið/ErnirÞótti mjög miður að ekki hafi verið hætt við sýningu Í dóminum kemur einnig fram að Jón Ársæll hafi viðurkennd að misráðið hafi verið að sýna þáttinn eftir að upplýsingar bárust um að Gyða Dröfn væri mótfallin birtingu viðtalsins. Þætti honum það mjög miður og að hann hafi ekki viljað særa Gyðu Dröfn né sýna henni vanvirðingu. Viðurkenndi hann að Gyða Dröfn ætti rétt á miskabótum, en þó ekki fimm milljónum, líkt og hún gerði kröfu um. Þá viðurkenndi RÚV einnig að Gyða Dröfn ætti rétt á miskabótum og eins og atvik málsins liggi fyrir hafi ekki verið rétt að birta viðtaliðÍ niðurstöðukafla dómsins segir jafnframt að Gyða Dröfn hafi veitt í viðtalinu afar viðkvæmar og persónulegar upplýsingar um sjálfasig og fjölskyldu sína, og gert það í eigin persónu, í hljóði og mynd.„Í ljósi eðlis upplýsinganna og viðkvæmrar stöðu hennar sem fanga hlaut báðum stefndu að vera ljóst mikilvægi þess að ótvírætt samþykki hennar lægi fyrir, áður en til birtingar viðtalsins kæmi,“ segir í dómi Héraðsdóms en líkt og áður segir þarf Jón Ársæll og RÚV að greiða Gyðu Dröfn eina milljón króna í miskabætur.
Dómsmál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Viðtalið sem aldrei átti að fara í loftið Viðmælandi Jóns Ársæls vill fá 5 milljónir króna í bætur. 2. október 2019 14:47 Viðtal sem aldrei átti að fara í loftið kostaði sitt Jón Ársæll og RÚV þurfa að borga viðmælanda í þáttunum Paradís eina milljón króna. 30. október 2019 14:08 RÚV og Jón Ársæll dregin fyrir dóm Kona sem var viðmælandi og umfjöllunarefni í einum þátta sjónvarpsþáttaraðar Jóns Ársæls Þórðarsonar, Paradísarheimt, hefur höfðað mál gegn sjónvarpsmanninum góðkunna og Ríkisútvarpinu. 26. júní 2019 06:30 Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Innlent Fleiri fréttir Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Sjá meira
Viðtalið sem aldrei átti að fara í loftið Viðmælandi Jóns Ársæls vill fá 5 milljónir króna í bætur. 2. október 2019 14:47
Viðtal sem aldrei átti að fara í loftið kostaði sitt Jón Ársæll og RÚV þurfa að borga viðmælanda í þáttunum Paradís eina milljón króna. 30. október 2019 14:08
RÚV og Jón Ársæll dregin fyrir dóm Kona sem var viðmælandi og umfjöllunarefni í einum þátta sjónvarpsþáttaraðar Jóns Ársæls Þórðarsonar, Paradísarheimt, hefur höfðað mál gegn sjónvarpsmanninum góðkunna og Ríkisútvarpinu. 26. júní 2019 06:30