Jón og Kolbeinn vilja fara í stjórn Símans Hörður Ægisson skrifar 6. nóvember 2019 07:15 Hlutabréfaverð Símans hefur hækkað um 30 prósent frá áramótum. Fréttablaðið/Vilhelm Útlit er fyrir að átök verði um stjórnarsæti Símans á sérstökum hluthafafundi félagsins eftir um tvær vikur, sem var boðaður að kröfu Stoða, en að minnsta kosti tveir nýir frambjóðendur munu þá bjóða sig fram í stjórn fjarskiptarisans. Þannig munu Stoðir, sem eru stærsti hluthafi Símans, tefla fram Jóni Sigurðssyni, stjórnarformanni fjárfestingafélagsins, og þá hyggst Kolbeinn Árnason, lögmaður og stjórnarmaður í eignarhaldsfélagi gamla Landsbankans (LBI), einnig gefa kost á sér í stjórn Símans, samkvæmt heimildum Markaðarins. Ljóst er að Jón, sem sat í stjórn olíufélagsins N1 á árunum 2014 til 2018, er öruggur með kjör í stjórn Símans en Stoðir eru með nærri 15 prósent af atkvæðabæru hlutafé félagsins. Kolbeinn, sem hefur meðal annars starfað áður sem framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og framkvæmdastjóri lögfræðisviðs slitastjórnar Kaupþings, er hins vegar sagður sækja einkum stuðning sinn til minni hluthafa Símans. Þá er einnig á það bent, sem kunni að vinna með Kolbeini í stjórnarkjörinu, að enginn í stjórn Símans sé í dag með bakgrunn í lögfræði. Tilnefningarnefnd Símans, sem var sett á laggirnar í nóvember 2018, hefur hafið störf vegna stjórnarkjörsins sem fer fram á hluthafafundi félagsins 21. nóvember næstkomandi og kallað eftir sjónarmiðum frá hluthöfum. Verulegar breytingar hafa orðið á hluthafahópi Símans á skömmum tíma. Stoðir, sem hófu að fjárfesta í Símanum í apríl þegar félagið eignaðist rúmlega átta prósenta hlut í fyrirtækinu, hafa aukið hratt við eignarhlut sinn og í síðasta mánuði bættu Stoðir við sig rúmlega einu prósentustigi. Á sama tíma hafa erlendir fjárfestingarsjóðir – Eaton Vance, Wellington, Landsdowne og Miton – selt nánast öll bréf sín í Símanum. Þannig er sjóður í stýringu Eaton sá eini í dag á lista yfir 20 stærstu hluthafa Símans með tæplega tveggja prósenta hlut en í byrjun mars á þessu ári, þegar síðasti hluthafafundur fyrirtækisins fór fram, áttu erlendir sjóðir samanlagt vel yfir 20 prósenta hlut í félaginu. Samkvæmt viðmælendum Markaðarins, sem þekkja til innan hluthafahóps Símans, gætu þessar breytingar á eignarhaldi dregið úr líkum á því að hinir erlendu stjórnarmenn Símans, þau Bertrand Kan, sem er jafnframt formaður stjórnar, og Ksenia Nekrasova, sem kom ný inn í stjórnina í fyrra og starfaði áður sem framkvæmdastjóri á sviði fjarskipta, fjölmiðlunar og tækni hjá UBS, eigi stuðning vísan í stjórnarkjörinu. Bertrand var í hópi fjárfesta, sem var meðal annars skipaður Orra Haukssyni, forstjóra Símans, sem keyptu samanlagt fimm prósenta hlut í fjarskiptafélaginu af Arion banka árið 2015. Í árslok átti Bertrand rúmlega 31 milljón hluta í Símanum sem eru metnir á um 150 milljónir miðað við núverandi gengi bréfa félagsins. Á meðal þess sem Stoðir hafa horft til þegar kemur að efnahag Símans eru breytingar á fjármagnsskipan félagsins og í þeim efnum hafa um nokkurt skeið verið uppi hugmyndir um fjármögnun á grunni Mílu, dótturfélags Símans, til að greiða niður óhagstæðari skuldir samstæðunnar. Á síðasta uppgjörsfundi kom fram í máli Orra að hann „vildi örugglega gera einhverjar breytingar á fjármögnun [Símans] á næstu mánuðum“. Að sama skapi benti Orri á að félagið vildi áður sjá ýmislegt í umhverfi þess, meðal annars tengt eignarhaldinu, komandi hluthafafundi og eins umræðu um hvernig eigi að samnýta innviði, „spilast út“. Það hefði áhrif á hvernig Síminn vildi koma á sem hagkvæmastri fjármagnsskipan. Þá hafa erlendir framtakssjóðir, sem sérhæfa sig í fjárfestingum í fjarskiptainnviðum, þar á meðal ástralski sjóðurinn Macquire, sýnt Mílu áhuga á undanförnum mánuðum. Sjóðurinn hefur komið að kaupum á fjarskiptainnviðum í Evrópu á mjög háum hagnaðarmargfeldum – 15 til 20 sinnum EBITDA – en miðað við það væri hægt að áætla að virði Mílu sé um 50 milljarðar, sem er litlu meira en markaðsvirði Símans í dag. Birtist í Fréttablaðinu Fjarskipti Markaðir Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Ferðaskrifstofuleyfi Tripical Travel fellt úr gildi Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Fleiri fréttir Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Sjá meira
Útlit er fyrir að átök verði um stjórnarsæti Símans á sérstökum hluthafafundi félagsins eftir um tvær vikur, sem var boðaður að kröfu Stoða, en að minnsta kosti tveir nýir frambjóðendur munu þá bjóða sig fram í stjórn fjarskiptarisans. Þannig munu Stoðir, sem eru stærsti hluthafi Símans, tefla fram Jóni Sigurðssyni, stjórnarformanni fjárfestingafélagsins, og þá hyggst Kolbeinn Árnason, lögmaður og stjórnarmaður í eignarhaldsfélagi gamla Landsbankans (LBI), einnig gefa kost á sér í stjórn Símans, samkvæmt heimildum Markaðarins. Ljóst er að Jón, sem sat í stjórn olíufélagsins N1 á árunum 2014 til 2018, er öruggur með kjör í stjórn Símans en Stoðir eru með nærri 15 prósent af atkvæðabæru hlutafé félagsins. Kolbeinn, sem hefur meðal annars starfað áður sem framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og framkvæmdastjóri lögfræðisviðs slitastjórnar Kaupþings, er hins vegar sagður sækja einkum stuðning sinn til minni hluthafa Símans. Þá er einnig á það bent, sem kunni að vinna með Kolbeini í stjórnarkjörinu, að enginn í stjórn Símans sé í dag með bakgrunn í lögfræði. Tilnefningarnefnd Símans, sem var sett á laggirnar í nóvember 2018, hefur hafið störf vegna stjórnarkjörsins sem fer fram á hluthafafundi félagsins 21. nóvember næstkomandi og kallað eftir sjónarmiðum frá hluthöfum. Verulegar breytingar hafa orðið á hluthafahópi Símans á skömmum tíma. Stoðir, sem hófu að fjárfesta í Símanum í apríl þegar félagið eignaðist rúmlega átta prósenta hlut í fyrirtækinu, hafa aukið hratt við eignarhlut sinn og í síðasta mánuði bættu Stoðir við sig rúmlega einu prósentustigi. Á sama tíma hafa erlendir fjárfestingarsjóðir – Eaton Vance, Wellington, Landsdowne og Miton – selt nánast öll bréf sín í Símanum. Þannig er sjóður í stýringu Eaton sá eini í dag á lista yfir 20 stærstu hluthafa Símans með tæplega tveggja prósenta hlut en í byrjun mars á þessu ári, þegar síðasti hluthafafundur fyrirtækisins fór fram, áttu erlendir sjóðir samanlagt vel yfir 20 prósenta hlut í félaginu. Samkvæmt viðmælendum Markaðarins, sem þekkja til innan hluthafahóps Símans, gætu þessar breytingar á eignarhaldi dregið úr líkum á því að hinir erlendu stjórnarmenn Símans, þau Bertrand Kan, sem er jafnframt formaður stjórnar, og Ksenia Nekrasova, sem kom ný inn í stjórnina í fyrra og starfaði áður sem framkvæmdastjóri á sviði fjarskipta, fjölmiðlunar og tækni hjá UBS, eigi stuðning vísan í stjórnarkjörinu. Bertrand var í hópi fjárfesta, sem var meðal annars skipaður Orra Haukssyni, forstjóra Símans, sem keyptu samanlagt fimm prósenta hlut í fjarskiptafélaginu af Arion banka árið 2015. Í árslok átti Bertrand rúmlega 31 milljón hluta í Símanum sem eru metnir á um 150 milljónir miðað við núverandi gengi bréfa félagsins. Á meðal þess sem Stoðir hafa horft til þegar kemur að efnahag Símans eru breytingar á fjármagnsskipan félagsins og í þeim efnum hafa um nokkurt skeið verið uppi hugmyndir um fjármögnun á grunni Mílu, dótturfélags Símans, til að greiða niður óhagstæðari skuldir samstæðunnar. Á síðasta uppgjörsfundi kom fram í máli Orra að hann „vildi örugglega gera einhverjar breytingar á fjármögnun [Símans] á næstu mánuðum“. Að sama skapi benti Orri á að félagið vildi áður sjá ýmislegt í umhverfi þess, meðal annars tengt eignarhaldinu, komandi hluthafafundi og eins umræðu um hvernig eigi að samnýta innviði, „spilast út“. Það hefði áhrif á hvernig Síminn vildi koma á sem hagkvæmastri fjármagnsskipan. Þá hafa erlendir framtakssjóðir, sem sérhæfa sig í fjárfestingum í fjarskiptainnviðum, þar á meðal ástralski sjóðurinn Macquire, sýnt Mílu áhuga á undanförnum mánuðum. Sjóðurinn hefur komið að kaupum á fjarskiptainnviðum í Evrópu á mjög háum hagnaðarmargfeldum – 15 til 20 sinnum EBITDA – en miðað við það væri hægt að áætla að virði Mílu sé um 50 milljarðar, sem er litlu meira en markaðsvirði Símans í dag.
Birtist í Fréttablaðinu Fjarskipti Markaðir Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Ferðaskrifstofuleyfi Tripical Travel fellt úr gildi Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Fleiri fréttir Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Sjá meira