Play hefur sig til flugs til sex áfangastaða í vetur Nadine Guðrún Yaghi og Andri Eysteinsson skrifa 5. nóvember 2019 20:30 Forstjóri Play, nýs lággjaldaflugfélags, segir eigið fé ríkulegt og að hugað hafi verið að loftlagsmálum við val á flugvélum. Play hefur sig til flugs í vetur, fyrst um sinn með tvær flugvélar. Arnar Már Magnússon, forstjóri hins nýja íslenska lággjaldaflugfélags, sem gengið hefur undir vinnuheitinu WAB, kynnti nafnið PLAY og framtíðaráform í morgun. Nafnið skírskotar til þess að fólk fari til útlanda að leika sér og rauði liturinn á að tákna íslenska náttúru. Flugfélagið verður í fyrstu smátt í sniðum. Í vetur verður flogið til sex áfangastaða í Evrópu á tveimur leigðum Airbus-vélum úr 320 fjölskyldunni en í vor bætast fjórar vélar við og hefst flug til Ameríku. Gert er ráð fyrir því að flotinn vaxi í tíu vélar innan þriggja ára. „Við erum búin að nýta síðustu vikur og mánuði vel og það sem stendur út af er í raun bara að klára flugrekstrarleyfið og við erum á lokametrunum,“ segir Arnar Már.Fjármögnun félagsins sé lokið, 80 prósent komi frá breskum fjárfestingarsjóði og tuttugu prósent frá Íslenskum verðbréfum. Arnar vill ekki gefa upp eigið fé. „Það verður gefið upp og það er ríkulegt“Leiðakerfi, bókunarvélin og heimasíða eru tilbúin og sala farmiða hefst í þessum mánuði.Play er þegar farið að leita að starfsfólki, sem fær greidd laun samkvæmt íslenskum kjarasamningum að sögn Arnars. „Það er búið að teikna upp vaxtaráætlunina fyrir næstu ár og við teljum að við þurfum að ráða til okkar hundruð starfsmanna á næstu tólf mánuðum, einhvers staðar á bilinu tvö til þrjú hundruð“En á tímum þar sem allt snýst um loftlagsmál, skýtur það ekki skökku við að fara af stað með svo óumhverfisvænan rekstur? „Það er eitt því sem við höfum hugsað mikið um í ferlinu og ein af ástæðunum fyrir því að við völdum A320, hún er sparneytin og kolefnissporið er minna.“ segir Arnar Már Magnússon forstjóri Play.Svo virðist sem Play hafi tekið forystuna í kapphlaupinu um að fylla það skarð sem WOW Air skildi eftir sig. Um tíma virtist sem Michele Ballarin, sem hyggst endurreisa WOW Air, væri í forystu þegar hún hélt blaðamannafund þar sem fram kom að WOW Air myndi hefja flug milli Íslands og Washington í október. Ekkert hefur orðið út því. Fréttir af flugi Play WOW Air Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Viðskipti innlent Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Viðskipti innlent Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira
Forstjóri Play, nýs lággjaldaflugfélags, segir eigið fé ríkulegt og að hugað hafi verið að loftlagsmálum við val á flugvélum. Play hefur sig til flugs í vetur, fyrst um sinn með tvær flugvélar. Arnar Már Magnússon, forstjóri hins nýja íslenska lággjaldaflugfélags, sem gengið hefur undir vinnuheitinu WAB, kynnti nafnið PLAY og framtíðaráform í morgun. Nafnið skírskotar til þess að fólk fari til útlanda að leika sér og rauði liturinn á að tákna íslenska náttúru. Flugfélagið verður í fyrstu smátt í sniðum. Í vetur verður flogið til sex áfangastaða í Evrópu á tveimur leigðum Airbus-vélum úr 320 fjölskyldunni en í vor bætast fjórar vélar við og hefst flug til Ameríku. Gert er ráð fyrir því að flotinn vaxi í tíu vélar innan þriggja ára. „Við erum búin að nýta síðustu vikur og mánuði vel og það sem stendur út af er í raun bara að klára flugrekstrarleyfið og við erum á lokametrunum,“ segir Arnar Már.Fjármögnun félagsins sé lokið, 80 prósent komi frá breskum fjárfestingarsjóði og tuttugu prósent frá Íslenskum verðbréfum. Arnar vill ekki gefa upp eigið fé. „Það verður gefið upp og það er ríkulegt“Leiðakerfi, bókunarvélin og heimasíða eru tilbúin og sala farmiða hefst í þessum mánuði.Play er þegar farið að leita að starfsfólki, sem fær greidd laun samkvæmt íslenskum kjarasamningum að sögn Arnars. „Það er búið að teikna upp vaxtaráætlunina fyrir næstu ár og við teljum að við þurfum að ráða til okkar hundruð starfsmanna á næstu tólf mánuðum, einhvers staðar á bilinu tvö til þrjú hundruð“En á tímum þar sem allt snýst um loftlagsmál, skýtur það ekki skökku við að fara af stað með svo óumhverfisvænan rekstur? „Það er eitt því sem við höfum hugsað mikið um í ferlinu og ein af ástæðunum fyrir því að við völdum A320, hún er sparneytin og kolefnissporið er minna.“ segir Arnar Már Magnússon forstjóri Play.Svo virðist sem Play hafi tekið forystuna í kapphlaupinu um að fylla það skarð sem WOW Air skildi eftir sig. Um tíma virtist sem Michele Ballarin, sem hyggst endurreisa WOW Air, væri í forystu þegar hún hélt blaðamannafund þar sem fram kom að WOW Air myndi hefja flug milli Íslands og Washington í október. Ekkert hefur orðið út því.
Fréttir af flugi Play WOW Air Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Viðskipti innlent Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Viðskipti innlent Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira