Fólk tregara að fara að á uppeldisnámskeið en hundanámskeið Eiður Þór Árnason skrifar 4. nóvember 2019 19:00 Una María segir jafnframt mikilvægast að foreldrar séu góðar fyrirmyndir. Fréttablaðið/Ernir Uppeldis- og menntunarfræðingur segir mikilvægt að foreldrar og uppalendur tileinki sér góðar aðferðir í uppeldinu til að ná betri tökum á því og bæta samskiptin á heimilinu. Rætt var við Unu Maríu Óskarsdóttur, uppeldis- menntunar- og lýðheilsufræðing í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Við komumst ekkert hjá því að ala upp börnin okkar, það er bara spurning um hvernig við gerum það. Oft leitum við til þess uppeldis sem að við sjálf bjuggum við.“ Þá segir Una að sífellt fleiri foreldrar séu að átta sig á því það skipti máli að kynna sér góðar uppeldisaðferðir þar sem um sé að ræða þeirra erfiðasta starf í lífinu.Fólk tregara að fara að á uppeldisnámskeið en hundanámskeið „Af því að þetta er erfitt hlutverk þá skiptir miklu máli að tileinka sér sem bestar aðferðir. Við tölum stundum um það að ef við fáum okkur hund þá verðum við að sjálfsögðu að fara á hundanámskeið, því að við þurfum að ná tökum á uppeldi hundsins. Svo kannski hugsa foreldrar sig tvisvar um áður en þeir fara á uppeldisnámskeið,“ sagði Una María. Slík námskeið byggi á rannsóknum á hegðun barna og hvernig best sé að ná tökum á henni. Aðspurð um hvort það sé betra að veita börnum stífan ramma eða gefa þeim lausan tauminn í uppvextinum segir hún vera þörf fyrir hvort tveggja. „Það fer eftir því á hvaða aldri börnin eru. Við verðum auðvitað að hafa fastar reglur sem að börnin skilja, skýrar og góðar reglur.“ Þegar börnin fari að eldast verði svo sífellt mikilvægara að eiga samtal við þau um það hvernig sé best að hafa reglurnar. „Þegar barnið er orðið eldra þá viljum við að það taki þátt í að móta regluna en við auðvitað stýrum því,“ bætti Una enn fremur við.Mikilvægt sé að foreldrar séu samkvæmir sjálfum sér Una leggur einnig mikla áherslu á að það sé samræmi í skilaboðum foreldra og að þeir séu samkvæmir sjálfum sér. „Okkur hættir til að segja kannski þvert nei að vanhugsuðu máli og svo segir kannski hitt foreldrið já eða maður segir sjálfur já og þá er maður búinn að skemma svo mikið. Maður má ekki fyrst segja nei og segja svo já.“ Með slíku sé hætta á að uppalendur grafi undan sjálfum sér. Una segir það ekki fara á milli mála að góðir uppeldishættir auðveldi foreldrum heimilislífið. „Þá ná þeir betur tökum á uppeldinu og samskiptunum heima. Auk þess sem að þeir eru að gera barnið færar um að takast á við lífið.“ Hún minnir þó á að það sé mikilvægast að öllu í þessu sem öðru að börnin finni fyrir væntumhyggju. „Umfram allt skiptir miklu máli til þess að börnin fari eftir því sem að maður telur vera gott er að þau finni að manni þyki vænt um þau. Það skiptir mjög miklu máli.“ Börn og uppeldi Reykjavík síðdegis Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Uppeldis- og menntunarfræðingur segir mikilvægt að foreldrar og uppalendur tileinki sér góðar aðferðir í uppeldinu til að ná betri tökum á því og bæta samskiptin á heimilinu. Rætt var við Unu Maríu Óskarsdóttur, uppeldis- menntunar- og lýðheilsufræðing í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Við komumst ekkert hjá því að ala upp börnin okkar, það er bara spurning um hvernig við gerum það. Oft leitum við til þess uppeldis sem að við sjálf bjuggum við.“ Þá segir Una að sífellt fleiri foreldrar séu að átta sig á því það skipti máli að kynna sér góðar uppeldisaðferðir þar sem um sé að ræða þeirra erfiðasta starf í lífinu.Fólk tregara að fara að á uppeldisnámskeið en hundanámskeið „Af því að þetta er erfitt hlutverk þá skiptir miklu máli að tileinka sér sem bestar aðferðir. Við tölum stundum um það að ef við fáum okkur hund þá verðum við að sjálfsögðu að fara á hundanámskeið, því að við þurfum að ná tökum á uppeldi hundsins. Svo kannski hugsa foreldrar sig tvisvar um áður en þeir fara á uppeldisnámskeið,“ sagði Una María. Slík námskeið byggi á rannsóknum á hegðun barna og hvernig best sé að ná tökum á henni. Aðspurð um hvort það sé betra að veita börnum stífan ramma eða gefa þeim lausan tauminn í uppvextinum segir hún vera þörf fyrir hvort tveggja. „Það fer eftir því á hvaða aldri börnin eru. Við verðum auðvitað að hafa fastar reglur sem að börnin skilja, skýrar og góðar reglur.“ Þegar börnin fari að eldast verði svo sífellt mikilvægara að eiga samtal við þau um það hvernig sé best að hafa reglurnar. „Þegar barnið er orðið eldra þá viljum við að það taki þátt í að móta regluna en við auðvitað stýrum því,“ bætti Una enn fremur við.Mikilvægt sé að foreldrar séu samkvæmir sjálfum sér Una leggur einnig mikla áherslu á að það sé samræmi í skilaboðum foreldra og að þeir séu samkvæmir sjálfum sér. „Okkur hættir til að segja kannski þvert nei að vanhugsuðu máli og svo segir kannski hitt foreldrið já eða maður segir sjálfur já og þá er maður búinn að skemma svo mikið. Maður má ekki fyrst segja nei og segja svo já.“ Með slíku sé hætta á að uppalendur grafi undan sjálfum sér. Una segir það ekki fara á milli mála að góðir uppeldishættir auðveldi foreldrum heimilislífið. „Þá ná þeir betur tökum á uppeldinu og samskiptunum heima. Auk þess sem að þeir eru að gera barnið færar um að takast á við lífið.“ Hún minnir þó á að það sé mikilvægast að öllu í þessu sem öðru að börnin finni fyrir væntumhyggju. „Umfram allt skiptir miklu máli til þess að börnin fari eftir því sem að maður telur vera gott er að þau finni að manni þyki vænt um þau. Það skiptir mjög miklu máli.“
Börn og uppeldi Reykjavík síðdegis Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira