„Það þarf að trúa börnum og mæðrum sem greina frá ofbeldi“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. nóvember 2019 21:30 Sigrún Sif Jóelsdóttir ásamt 19 öðrum konum stofnaði hreyfinguna Líf án ofbeldis. 2000 manns hafa skrifað undir áskorun hópsins. Vísir/Baldur Tvö þúsund manns krefjast þess að dómsmálaráðherra axli ábyrgð og tryggi öryggi og vernd barna gegn ofbeldi í réttarákvörðunum í forsjár-og umgengnismálum. Konur sem standa fyrir undirskriftarsöfnun þess efnis segja að mæðrum sem greina frá áhyggjum af ofbeldi í forsjár-og umgengnismálum sé gert ókleift að vernda börnin sín. Um mánuður er síðan um tuttugu konur stofnuðu hreyfinguna Líf án ofbeldis. Sigrún Sif Jóelsdóttir talskona hópsins segir að nauðsyn hafi rekið þær áfram. „Við stofnuðum þessa hreyfingu til að vekja athygli á bágri réttarstöðu þeirra barna sem eru þolendur heimilisofbeldis eða kynferðisofbeldis í fjölskyldum. Hreyfingunni var hrundið af stað vegna endurtekinna úrskurða og umfjallana um umgengnis og forsjármál þar sem börn eru skikkuð í umgengni við gerendur sem höfðu beitt þau ofbeldi,“ segir Sigrún. Tvö þúsund manns skrifuðu undir áskorun til dómsmálaráðherra Konurnar fóru af stað með undirskriftarsöfnun fyrir tæpum mánuði. Þar er því m.a. hafnað að lögð sé sú krafa á mæður og börn, að dómur vegna ofbeldis yfir aðila í forsjár- eða umgengnismáli sé skilyrði fyrir því um mat á ofbeldishættu sé virt. Þá er bent á að það sé reglan en ekki undantekningin að mæður sem greina frá áhyggjum sínum af ofbeldi í forsjár- og umgengnismálum sé ekki trúað. Undirskriftarsöfnuninni er lokið og skrifuðu um tvöþúsund manns undir hana. Dómsmálaráðherra og ráðuneyti eru krafin um að sýna ábyrgð í réttarákvörðunum í forsjár-og umgengnismálum þar sem börn verða fyrir ofbeldi. „Krafan er að að börnum sé tryggð vernd í ákvörðun sýslumanns og dómara í umgengni við feður í ofbeldismálum. Þolendur ofbeldis eru í alltof mörgum tilvikum látnir bera ábyrgðina á gerendum sínum í gegnum málavinnsluna. Viðhorfið verður að lagast og það þarf að trúa börnum og mæðrum sem greina frá ofbeldi. Því miður er reynslan oft sú að því ljótari sem brotin eru því meiri ringlureið verður í kerfinu,“ segir Sigrún sem segist persónulega vita af yfir 20 slíkum málum. „Við viljum að það sé hlustað á okkur og horft á upplýsingarnar sem koma fram í ofbeldismálunum. Það eru alltof mörg dæmi þess að það sé ekki gert,“ segur Sigrún. Mesta sjokkið að þetta sé ennþá svona Kona sem vill ekki koma fram undir nafni en segist hafa verið skikkuð til að umgangast stjúpföður sinn sem barn þrátt fyrir að hafa greint frá kynferðisofbeldi af hans hálfu og kært hann til lögreglu furðar sig á hvað lítið hefur breyst. „Það er mesta sjokkið að sjá að það er nánast ekkert breytt. Að vísu hefur yfirheyrsluferlið breyst það er komið inní Barnahús en að öðru leyti hefur lítið breyst,“ segir hún. Við segjum nánar frá reynslu kvenna sem greindu frá kynferðisofbeldi sem börn, af hálfu forsjáraðila og voru þvingaðar til að umgangast þá í fréttum á næstunni. Fjölskyldumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Flugferðum aflýst Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Brást of harkalega við dyraati Jólagjöfina í ár má víst meta vel til fjár Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Sjá meira
Tvö þúsund manns krefjast þess að dómsmálaráðherra axli ábyrgð og tryggi öryggi og vernd barna gegn ofbeldi í réttarákvörðunum í forsjár-og umgengnismálum. Konur sem standa fyrir undirskriftarsöfnun þess efnis segja að mæðrum sem greina frá áhyggjum af ofbeldi í forsjár-og umgengnismálum sé gert ókleift að vernda börnin sín. Um mánuður er síðan um tuttugu konur stofnuðu hreyfinguna Líf án ofbeldis. Sigrún Sif Jóelsdóttir talskona hópsins segir að nauðsyn hafi rekið þær áfram. „Við stofnuðum þessa hreyfingu til að vekja athygli á bágri réttarstöðu þeirra barna sem eru þolendur heimilisofbeldis eða kynferðisofbeldis í fjölskyldum. Hreyfingunni var hrundið af stað vegna endurtekinna úrskurða og umfjallana um umgengnis og forsjármál þar sem börn eru skikkuð í umgengni við gerendur sem höfðu beitt þau ofbeldi,“ segir Sigrún. Tvö þúsund manns skrifuðu undir áskorun til dómsmálaráðherra Konurnar fóru af stað með undirskriftarsöfnun fyrir tæpum mánuði. Þar er því m.a. hafnað að lögð sé sú krafa á mæður og börn, að dómur vegna ofbeldis yfir aðila í forsjár- eða umgengnismáli sé skilyrði fyrir því um mat á ofbeldishættu sé virt. Þá er bent á að það sé reglan en ekki undantekningin að mæður sem greina frá áhyggjum sínum af ofbeldi í forsjár- og umgengnismálum sé ekki trúað. Undirskriftarsöfnuninni er lokið og skrifuðu um tvöþúsund manns undir hana. Dómsmálaráðherra og ráðuneyti eru krafin um að sýna ábyrgð í réttarákvörðunum í forsjár-og umgengnismálum þar sem börn verða fyrir ofbeldi. „Krafan er að að börnum sé tryggð vernd í ákvörðun sýslumanns og dómara í umgengni við feður í ofbeldismálum. Þolendur ofbeldis eru í alltof mörgum tilvikum látnir bera ábyrgðina á gerendum sínum í gegnum málavinnsluna. Viðhorfið verður að lagast og það þarf að trúa börnum og mæðrum sem greina frá ofbeldi. Því miður er reynslan oft sú að því ljótari sem brotin eru því meiri ringlureið verður í kerfinu,“ segir Sigrún sem segist persónulega vita af yfir 20 slíkum málum. „Við viljum að það sé hlustað á okkur og horft á upplýsingarnar sem koma fram í ofbeldismálunum. Það eru alltof mörg dæmi þess að það sé ekki gert,“ segur Sigrún. Mesta sjokkið að þetta sé ennþá svona Kona sem vill ekki koma fram undir nafni en segist hafa verið skikkuð til að umgangast stjúpföður sinn sem barn þrátt fyrir að hafa greint frá kynferðisofbeldi af hans hálfu og kært hann til lögreglu furðar sig á hvað lítið hefur breyst. „Það er mesta sjokkið að sjá að það er nánast ekkert breytt. Að vísu hefur yfirheyrsluferlið breyst það er komið inní Barnahús en að öðru leyti hefur lítið breyst,“ segir hún. Við segjum nánar frá reynslu kvenna sem greindu frá kynferðisofbeldi sem börn, af hálfu forsjáraðila og voru þvingaðar til að umgangast þá í fréttum á næstunni.
Fjölskyldumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Flugferðum aflýst Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Brást of harkalega við dyraati Jólagjöfina í ár má víst meta vel til fjár Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Sjá meira