Körfubolti

Domino's Körfuboltakvöld: Heimastúlkurnar draga Haukavagninn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Haukar unnu sinn þriðja leik í röð í Domino's deild kvenna þegar liðið lagði Snæfell að velli, 56-61, á miðvikudaginn. Haukar eru í 2. sæti deildarinnar með átta stig, tveimur stigum á eftir toppliði Vals.

Sérfræðingar Domino's Körfuboltakvölds hrifust sérstaklega af frammistöðu tveggja leikmanna Hauka í leiknum gegn Snæfelli; Sigrúnar Bjargar Ólafsdóttur og Lovísu Bjartar Henningsdóttur.

„Hún var ein fárra sem var með góða skotnýtingu í þessum leik. Hún endaði með 14 stig og 60% skotnýtingu,“ sagði Hermann Hauksson um Sigrúnu.

Eftir nokkur ár í Marist-háskólanum sneri Lovísa aftur heim í Hauka í sumar. Hún hefur vakið mikla athygli fyrir góða frammistöðu á tímabilinu.

„Hún er ofboðslega góð báðum megin á vellinum. Hún er greinilega orðin miklu líkamlega sterkari en hún var áður en hún fór út,“ sagði Hermann.

Umræðuna um Sigrúnu og Lovísu, sem og alla umfjöllunina um Domino's deild kvenna, má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir

Framlengingin: Njarðvík aldrei að fara að falla

Keflvíkingar eru alvöru meistaraefni, Njarðvíkingar falla ekki og bæði Grindvíkingar og Haukar geta farið á flug. Þetta sögðu sérfræðingar Domino's Körfuboltakvölds í Framlengingunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×