
Körfuboltakvöld

„Hvaða leikmaður gefur frá sér mestu Doc orkuna?“
„Hvaða körfuboltamann í sögunni samsvarar Hjörvar Hafliðason, Dr. Football, sér mest við? Hvaða leikmaður gefur frá sér mestu Doc orkuna?“

Hjörvar valdi uppáhalds seríurnar sínar
Gestur Bónus Körfuboltakvölds Extra í þessari viku var ekki af verri endanum; fótboltadoktorinn sjálfur, Hjörvar Hafliðason.

Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“
Síðasti þáttur Körfuboltakvölds byrjaði á heldur óvanalegan hátt þar sem rætt var við Ólaf Ólafsson, fyrirliða Grindavíkur, innan úr klefa liðsins eftir frækinn sigur á Njarðvík.

Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur
Von Keflvíkinga um að komast í úrslitakeppni Bónus-deildar karla í körfubolta er orðin afar veik nú þegar aðeins tvær umferðir eru eftir. Það yrði svo sannarlega sögulegt ef liðið missti af sæti í úrslitakeppninni.

„Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“
Mikael Nikulásson var gestur vikunnar hjá Stefáni Árna Pálssyni og Tómasi Steindórssyni í Körfuboltakvöldi Extra og hann hefur sterkar skoðanir á útlendingamálum í körfuboltanum hér heima.

Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“
DeAndre Kane átti frábæran leik þegar Grindavík sigraði Keflavík, 101-91, á föstudaginn. Pavel Ermolinskij líkti honum við gamlan samherja sinn úr KR.

Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“
Stjörnukonan Diljá Ögn Lárusdóttir var allt í öllu þegar Stjörnuliðið endaði tíu leikja sigurgöngu Þórsara í Bónus deild kvenna í körfubolta um helgina og varð um leið fyrsta liðið til að vinna Þórskonur á þeirra eigin heimavelli í vetur.

Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“
Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar, kallaði eftir því í viðtali eftir síðasta leik að íslensku leikmenn liðsins myndu stíga meira upp. Körfuboltakvöld ræddi ummælin og velti fyrir sér vandamálum Þórs, sem er í tíunda sæti deildarinnar eins og er.

„Tinna Guðrún Alexandersdóttir var stórkostleg“
Haukakonur náðu fjögurra stiga forskoti á toppi Bónus deildar kvenna í körfubolta í gærkvöldi eftir sigur í spennuleik í Keflavík.

Ánægðir með nýju blönduna hjá Álftanesliðinu
Það er allt annað yfirbragð fyrir liði Álftaness á nýju ári. Sumir ganga svo langt að tala um nýtt Álftaneslið því áherslurnar hafa breyst það mikið.

Orkan í Arnóri til fyrirmyndar: „Þetta eru góð skilaboð til ungra leikmanna“
Gríðarleg orka og ákefð í hinum 18 ára gamla Arnóri Tristan Helgasyni heillaði sérfræðinga Bónus Körfuboltakvölds upp úr skónum. Þeir hældu Grindvíkingnum í þætti gærkvöldsins, eftir frammistöðu hans gegn Álftanesi í vikunni.

Vandræðaleg samskipti við dómarann í fyrsta leiknum
Egill Birgisson hefur unnið við þáttinn Körfuboltakvöld frá upphafi þáttarins. Til að byrja með stýrði hann allri grafík sem birtist í þáttunum en fljótlega var hann farinn að klippa efni í þættina.

Körfuboltakvöld: Hvaða lið komast í úrslitakeppnina?
Baráttan um að komast í úrslitakeppni Bónus deildar karla er hörð og á eftir að harðna enn frekar. Fimm umferðir eru eftir og sérfræðingar Körfuboltakvölds fóru yfir alla leiki liðanna sem eru í baráttunni.

„Meiri ró og betri ára yfir Grindavík“ með Jeremy Pargo
Jeremy Pargo spilaði sinn fyrsta leik fyrir Grindavík í Bónus deild karla síðasta fimmtudag. Sérfræðingarnir á Körfuboltakvöldi voru mjög hrifnir af hans frammistöðu.

Keflavík í vandræðum: „Vörnin hélt áfram að vera léleg og varð eiginlega verri“
Þrátt fyrir að búa yfir stjörnuprýddu liði er Keflavík í bölvuðum vandræðum í Bónus deild karla. Engar framfarir var að sjá eftir þjálfaraskiptin og liðið gæti tapað fimm leikjum í röð í fyrsta sinn í sögunni.

„Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“
Leifur Steinn Árnason var gestur vikunnar í Körfuboltakvöldi Extra og eitt af hans verkefnum fyrir þáttinn var að setja saman sitt draumalið af þeim leikmönnum sem hann lék með á sínum ferli.

Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar
Sextánda umferð Bónus-deildar karla í körfubolta fór fram um liðna helgi. Þar sýndu leikmenn listir sínar og að sjálfsögðu fór Körfuboltakvöld yfir bestu tilþrif umferðarinnar.

„Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“
Grískir bræður munu spila saman í Tindastólsbúningnum í Bónus deild karla í körfubolta í vetur og það var ekki að sjá annað á frammistöðu Giannis Agravanis í síðasta leik að hann væri kátur með að vera að fá stóra bróðir í liðið.

„Þetta eru allt Keflvíkingar“
Lið Keflavíkur í Bónus-deild kvenna var rætt í þættinum Bónus Körfuboltakvöld eftir sigur liðsins á Hamar/Þór. Systrabönd innan liðsins voru sérstaklega tekin fyrir.

„Þeirra langbesta sóknarframmistaða í vetur“
Álftanes vann langþráðan sigur í Bónus-deildinni þegar liðið lagði KR í síðustu umferð. Í Bónus Körfuboltakvöldi var rætt um breyttar áherslur í sóknarleik Álftnesinga.

„Hann sem klárar dæmið“
„Maður sá hann lítið til að byrja með í leiknum, þannig en það kemur með honum ákveðin ró. En undir lok leiksins er það hann sem klárar dæmið.“

Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild
„Þá kom Brittanny og tók yfir, hún skoraði eiginlega bara að vild,“ sagði Ólöf Helga Pálsdóttir, sérfræðingur Körfuboltakvölds, um ótrúlega frammistöðu Brittanny Dinkins í sigri Njarðvíkur á Stjörnunni í Bónus deild kvenna á dögunum.

Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“
Þórskonur virðast hreinlega óstöðvandi í Bónus-deildinni í körfubolta og þar hjálpar til mögnuð þriggja stiga hittni þeirra Amandine Toi og Esther Fokke, eins og fjallað var um í Körfuboltakvöldi kvenna á Stöð 2 Sport.

KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“
Nimrod Hilliard er Bandaríkjamaðurinn í liði KR í Bónus-deildinni í körfubolta. Hann hefur glímt talsvert við meiðsli en hefur KR efni á því að vera að pæla í hvort að Nimrod verði heill út tímabilið?

„Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“
Kristófer Acox er mættur aftur í slaginn eftir erfið meiðsli og hann hjálpaði Valsmönnum að vinna mikilvægan leik í síðustu umferð. Bónus Körfuboltakvöld fór yfir endurkomu fyrirliða Valsmanna inn á parketið.

Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum
Stefán Árni Pálsson bauð upp á skemmtilegan samkvæmisleik í síðasta Körfuboltakvöldi þar sem hann bauð sérfræðingum kvöldsins að búa til leikmannaskipti í Bónus-deild karla. Einu skilyrðin voru að bæði lið myndu hagnast á skiptunum.

Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“
Teitur Örlygsson nýtti tækifærið í Bónus Körfuboltakvöldi og spurði Pavel Ermolinskij hvaða íslenska félag, sem hann spilaði með eða þjálfaði, honum þætti vænst um.

Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum
Pavel Ermolinskij og Teitur Örlygsson, sérfræðingur Bónus Körfuboltakvölds, eru búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum

„Fann að það héldu allir með okkur“
Fyrir tæpum fjórum árum vann Þór Þorlákshöfn sinn fyrsta og jafnframt einn óvæntasta Íslandsmeistaratitil í sögu körfuboltans hér á landi. Heimir Snær Heimisson, stuðningsmaður liðsins, var að sjálfsögðu fenginn til að rifja upp sigurstundina þegar hann mætti í Körfuboltakvöld Extra í gærkvöld.

„Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“
Þjálfarinn Viðar Örn Hafsteinsson virðist hafa mun meiri ástríðu fyrir gengi Hattar en leikmennirnir sem hann stýrir, að mati sérfræðinga Bónus Körfuboltakvölds.