Ekki kemur til greina að opna umslagið dularfulla frá Davíð á undan áætlun Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. nóvember 2019 20:00 Umslagið góða. Vísir/Tryggvi Páll Það leynist margt í hillum Héraðsskjalasafn Norðurlands en líklega fátt dularfyllra en innsiglað umslag frá ljóðskáldinu Davíð Stefánssyni, sem ekki má opna fyrr en eftir rúmlega 200 ár. „Má opnast ef atómsprengjur falla á landið. Annars ekki fyrr en 2250,“ stendur á umslaginu dularfulla sem héraðsskjalavörður gætir vandlega. Davíð skildi einnig eftir sig tvo pakka sem opna má heldur fyrr en umslagið, árið 2100. Ekki kemur til greina að ganga gegn fyrirmælum Davíðs, sem lést árið 1964. „Af og til koma hérna einhverjir sem spyrja út í þetta og svo hafa komið fræðimenn sem hafa farið fram á það að fá að kíkja í pakkana en maður virðir óskir eins og þessa að það megi ekki opna þetta fyrr en tiltekið ár,“ segir Lára Ágústa Ólafsdóttir héraðsskjalavörður.Þekkt er að pökkum og umslögum fylgi ákveðin fyrirmæli um hvenær megi opna þau, en tímalengdin í þessu tilviki þykir óvenjuleg. „Þarna í öðru tilvikinu 2100 og svo 2250 sem að mér finnst í raun og veru alveg galið,“ segir Lára Ágústa. Gengið var frá pökkunum og umslaginu á tímum kalda stríðsins sem útskýrir ef til vill tilvísunina í kjarnorkusprengjuna, þegar ótti um kjarnorkustyrjöld var áþreifanlegur.Umslagið er haganlega innsiglað.Vísir/Tryggvi Páll„En maður hugsar oft hvað í ósköpunum er þarna inn í sem er svona mikilvægt leyndarmál að það má ekki nokkur maður sjá þetta fyrr en eftir 250 ár eða nærri því,“ segir Lára Ágústa. Getgátur eru uppi um að einhvers konar bréf leynist í pökkunum. Enginn veit það þó fyrir víst. „Þetta gætu líka verið dagbækur, þetta gæti verið hvað sem er,“ segir Lára Ágústa.Blundar ekkert í þér að kíkja þarna ofan í?„Nei.“ Akureyri Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fleiri fréttir Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjá meira
Það leynist margt í hillum Héraðsskjalasafn Norðurlands en líklega fátt dularfyllra en innsiglað umslag frá ljóðskáldinu Davíð Stefánssyni, sem ekki má opna fyrr en eftir rúmlega 200 ár. „Má opnast ef atómsprengjur falla á landið. Annars ekki fyrr en 2250,“ stendur á umslaginu dularfulla sem héraðsskjalavörður gætir vandlega. Davíð skildi einnig eftir sig tvo pakka sem opna má heldur fyrr en umslagið, árið 2100. Ekki kemur til greina að ganga gegn fyrirmælum Davíðs, sem lést árið 1964. „Af og til koma hérna einhverjir sem spyrja út í þetta og svo hafa komið fræðimenn sem hafa farið fram á það að fá að kíkja í pakkana en maður virðir óskir eins og þessa að það megi ekki opna þetta fyrr en tiltekið ár,“ segir Lára Ágústa Ólafsdóttir héraðsskjalavörður.Þekkt er að pökkum og umslögum fylgi ákveðin fyrirmæli um hvenær megi opna þau, en tímalengdin í þessu tilviki þykir óvenjuleg. „Þarna í öðru tilvikinu 2100 og svo 2250 sem að mér finnst í raun og veru alveg galið,“ segir Lára Ágústa. Gengið var frá pökkunum og umslaginu á tímum kalda stríðsins sem útskýrir ef til vill tilvísunina í kjarnorkusprengjuna, þegar ótti um kjarnorkustyrjöld var áþreifanlegur.Umslagið er haganlega innsiglað.Vísir/Tryggvi Páll„En maður hugsar oft hvað í ósköpunum er þarna inn í sem er svona mikilvægt leyndarmál að það má ekki nokkur maður sjá þetta fyrr en eftir 250 ár eða nærri því,“ segir Lára Ágústa. Getgátur eru uppi um að einhvers konar bréf leynist í pökkunum. Enginn veit það þó fyrir víst. „Þetta gætu líka verið dagbækur, þetta gæti verið hvað sem er,“ segir Lára Ágústa.Blundar ekkert í þér að kíkja þarna ofan í?„Nei.“
Akureyri Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fleiri fréttir Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjá meira