Stjarnan missteig sig í toppbaráttunni í Olísdeild kvenna í handbolta, en Garðbæingar gerðu jafntefli við HK á heimavelli.
HK leiddi leikinn lengi vel en heimakonur komust yfir þegar liðið var á seinni hálfleikinn.
Lokamínúturnar voru mjög spennandi og skiptust liðin á að skora mörk. Þegar upp var staðið lauk leiknum með 22-22 jafntefli.
Þórey Anna Ásgeirsdóttir var markahæst hjá Stjörnunni með sex mörk. Í liði HK voru Margrét Sigurðardóttir, Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir og Díana Kristín Sigmarsdóttir allar með fimm mörk.
Stjarnan er í þriðja sæti deildarinnar með 10 stig líkt og Fram. HK fór upp að hlið KA/Þór í fjórða sætinu með sex stig.
Jafnt hjá Stjörnunni og HK
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
