Aðskilja á Reykjalund og SIBS Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. nóvember 2019 18:30 Óháð starfsstjórn yfir Reykjalundi á að mæta kröfum starfsfólks um aðskilnað við SÍBS og ráða nýjan forstjóra samkvæmt heimildum fréttastofu. Búist er við að starfsstjórnin verði kynnt á næstu dögum. SÍBS ætlar eftir sem áður að styrkja Reykjalund en skiptir sér ekki af neinni stjórnun.Mikillar óánægju og uppsagna hefur gætt meðal starfsfólks Reykjalundar eftir skipritsbreytingar og að stjórnendum var sagt upp störfum. Í ályktunum undanfarið hefur starfsfólk óskað eftir að framkvæmdastjórn víki og skipuð verði óháð starfsstjórn yfir Reykjalund. SIBS er eigandi Reykjalundar og hefur stjórn þar verið stjórn yfir Reykjalundi þar til hún sagði sig frá því hlutverki þann 22. október. Þá er stofnunin rekin á grundvelli samnings við heilbrigðisyfirvöld. Fyrirtækið Intellecta hefur nú verið ráðið til að finna þrjár óháðar manneskjur í starfsstjórn yfir Reykjalund. Samkvæmt heimildum fréttastofu á hlutverk hennar að vera að ráða nýjan forstjóra yfir stofnunina en staðan var auglýst til umsóknar í Morgunblaðinu í dag. Þá á hún að kom með tillögur til að mæta kröfum starfsfólks um fullan aðskilnað Reykjalundar við SIBS þannig að rekstur stofnunarinnar verði sjálfstæður og stjórnin óháð SIBS.Bryndís Haraldsdóttir formaður Hollvinasamtaka Reykjalundar vonar að sátt skapist um starfsemi Reykjalundar með nýrri starfsstjórn.Búist er við að starfsstjórnin verði kynnt á næstu dögum og vinnan taki nokkrar vikur. Það komi í hlut hennar að meta hvort að framkvæmdastjórnin á Reykjalundi víki. Áfram verður gert ráð fyrir að SIBS styrki Reykjalund um þriðjung happdrættistekna sinna. Bryndís Haraldsdóttir formaður Hollvinasamtaka Reykjarlundar vonar að nýrri starfsstjórn takist að skapa frið um starfsemina á Reykjalundi. „Það er ekkert launungarmál að við í Hollvinasamtökunum ráðlögðum stjórn SIBS að setja á sérstaka starfsstjórn. Þau voru reyndar komin á stað með það þegar sú ályktun kom frá okkur. Ég held að það sé mikilvægt að það sé sérstök stjórn yfir Reykjalundi þ.e. ekki sú sama og er yfir SIBS. Þetta er stór heilbrigðisrekstur og tveir milljarðar á ári sem þangað fara frá ríkinu. Það er þvíæskilegt að yfir Reykjalundi sé fólk sem þekkir þann rekstur vel og þá þarf það að njóta trausts starfsmanna og stjórnenda á Reykjalundi ásamt SIBS,“ segir Bryndís. Hún hvetur fólk til að finna lausn á núverandi stöðu. „Fólk þarf að setjast niður og ná ró á staðinn svo hægt sé að byggja áfram upp þá frábæru starfsemi sem þarna er,“ segir Bryndís. Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Sjúkraþjálfunardeild Reykjalundar lýsir yfir þungum áhyggjum Nauðsynlegt sé að heilbrigðisyfirvöld bregðist við og að ráðningar nýrra stjórnenda verði endurskoðaðar. 1. nóvember 2019 12:51 Vilja að framkvæmdastjórn Reykjalundar víki og skipuð verði starfsstjórn Sjúkratryggingar Íslands og Landlæknir ætla á næstunni að meta hvort Reykjalundur geti uppfyllt núverandi þjónustusamning. Yfirlæknir taugasviðs Reykjalundar segir að það verði ómöglegt þegar allar uppsagnir lækna hafa tekið gildi. 1. nóvember 2019 19:00 Báðu nýjan framkvæmdastjóra lækninga á Reykjalundi að þiggja ekki stöðuna Heilbrigðisráðherra segist hafa áhyggjur af stöðunni á Reykjalundi. Læknar á stofnuninni bera ekki traust til nýs framkvæmdastjóra lækninga og báðu hann um að þiggja ekki stöðuna að sögn yfirlæknis taugasviðs. 2. nóvember 2019 13:28 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Óháð starfsstjórn yfir Reykjalundi á að mæta kröfum starfsfólks um aðskilnað við SÍBS og ráða nýjan forstjóra samkvæmt heimildum fréttastofu. Búist er við að starfsstjórnin verði kynnt á næstu dögum. SÍBS ætlar eftir sem áður að styrkja Reykjalund en skiptir sér ekki af neinni stjórnun.Mikillar óánægju og uppsagna hefur gætt meðal starfsfólks Reykjalundar eftir skipritsbreytingar og að stjórnendum var sagt upp störfum. Í ályktunum undanfarið hefur starfsfólk óskað eftir að framkvæmdastjórn víki og skipuð verði óháð starfsstjórn yfir Reykjalund. SIBS er eigandi Reykjalundar og hefur stjórn þar verið stjórn yfir Reykjalundi þar til hún sagði sig frá því hlutverki þann 22. október. Þá er stofnunin rekin á grundvelli samnings við heilbrigðisyfirvöld. Fyrirtækið Intellecta hefur nú verið ráðið til að finna þrjár óháðar manneskjur í starfsstjórn yfir Reykjalund. Samkvæmt heimildum fréttastofu á hlutverk hennar að vera að ráða nýjan forstjóra yfir stofnunina en staðan var auglýst til umsóknar í Morgunblaðinu í dag. Þá á hún að kom með tillögur til að mæta kröfum starfsfólks um fullan aðskilnað Reykjalundar við SIBS þannig að rekstur stofnunarinnar verði sjálfstæður og stjórnin óháð SIBS.Bryndís Haraldsdóttir formaður Hollvinasamtaka Reykjalundar vonar að sátt skapist um starfsemi Reykjalundar með nýrri starfsstjórn.Búist er við að starfsstjórnin verði kynnt á næstu dögum og vinnan taki nokkrar vikur. Það komi í hlut hennar að meta hvort að framkvæmdastjórnin á Reykjalundi víki. Áfram verður gert ráð fyrir að SIBS styrki Reykjalund um þriðjung happdrættistekna sinna. Bryndís Haraldsdóttir formaður Hollvinasamtaka Reykjarlundar vonar að nýrri starfsstjórn takist að skapa frið um starfsemina á Reykjalundi. „Það er ekkert launungarmál að við í Hollvinasamtökunum ráðlögðum stjórn SIBS að setja á sérstaka starfsstjórn. Þau voru reyndar komin á stað með það þegar sú ályktun kom frá okkur. Ég held að það sé mikilvægt að það sé sérstök stjórn yfir Reykjalundi þ.e. ekki sú sama og er yfir SIBS. Þetta er stór heilbrigðisrekstur og tveir milljarðar á ári sem þangað fara frá ríkinu. Það er þvíæskilegt að yfir Reykjalundi sé fólk sem þekkir þann rekstur vel og þá þarf það að njóta trausts starfsmanna og stjórnenda á Reykjalundi ásamt SIBS,“ segir Bryndís. Hún hvetur fólk til að finna lausn á núverandi stöðu. „Fólk þarf að setjast niður og ná ró á staðinn svo hægt sé að byggja áfram upp þá frábæru starfsemi sem þarna er,“ segir Bryndís.
Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Sjúkraþjálfunardeild Reykjalundar lýsir yfir þungum áhyggjum Nauðsynlegt sé að heilbrigðisyfirvöld bregðist við og að ráðningar nýrra stjórnenda verði endurskoðaðar. 1. nóvember 2019 12:51 Vilja að framkvæmdastjórn Reykjalundar víki og skipuð verði starfsstjórn Sjúkratryggingar Íslands og Landlæknir ætla á næstunni að meta hvort Reykjalundur geti uppfyllt núverandi þjónustusamning. Yfirlæknir taugasviðs Reykjalundar segir að það verði ómöglegt þegar allar uppsagnir lækna hafa tekið gildi. 1. nóvember 2019 19:00 Báðu nýjan framkvæmdastjóra lækninga á Reykjalundi að þiggja ekki stöðuna Heilbrigðisráðherra segist hafa áhyggjur af stöðunni á Reykjalundi. Læknar á stofnuninni bera ekki traust til nýs framkvæmdastjóra lækninga og báðu hann um að þiggja ekki stöðuna að sögn yfirlæknis taugasviðs. 2. nóvember 2019 13:28 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Sjúkraþjálfunardeild Reykjalundar lýsir yfir þungum áhyggjum Nauðsynlegt sé að heilbrigðisyfirvöld bregðist við og að ráðningar nýrra stjórnenda verði endurskoðaðar. 1. nóvember 2019 12:51
Vilja að framkvæmdastjórn Reykjalundar víki og skipuð verði starfsstjórn Sjúkratryggingar Íslands og Landlæknir ætla á næstunni að meta hvort Reykjalundur geti uppfyllt núverandi þjónustusamning. Yfirlæknir taugasviðs Reykjalundar segir að það verði ómöglegt þegar allar uppsagnir lækna hafa tekið gildi. 1. nóvember 2019 19:00
Báðu nýjan framkvæmdastjóra lækninga á Reykjalundi að þiggja ekki stöðuna Heilbrigðisráðherra segist hafa áhyggjur af stöðunni á Reykjalundi. Læknar á stofnuninni bera ekki traust til nýs framkvæmdastjóra lækninga og báðu hann um að þiggja ekki stöðuna að sögn yfirlæknis taugasviðs. 2. nóvember 2019 13:28