Ragnar um Fanneyju: „Hún mun aldrei gleymast og mun alltaf verða heiðruð og virt“ Stefán Árni Pálsson skrifar 3. nóvember 2019 10:00 Ragnar Snær ætlar að sjá til þess að börnin hans og Fanneyjar Eiríksdóttur gleymi aldrei móður sinni. vísir/vilhelm Ragnar Snær Njálsson hefur gengið í gegnum erfiðari hluti en flestir jafnaldrar hans. Eiginkona hans Fanney Eiríksdóttir lést í sumar eftir tæplega árs baráttu við leghálskrabbamein. Í dag er Ragnar tveggja barna einstæður faðir sem þarf að koma undir sig fótunum og halda áfram með lífið. Ragnar segir sögu sína í Einkalífinu en Ragnar eignaðist þau Emilý Rós og Erik Fjalar með eiginkonu sinni. Hann lýsir síðustu dögum Fanneyjar á þessum nótum. „Við erum bara í fullri baráttu undir lokin. Við erum komin inn á líknadeild í svokallaða hvíld en eftir að meinið kemst í beinin þá er þetta bara svo ofboðslega ömurlega fljótt að gerast. Það sem er ekki í móðu varðandi þessa lokadaga er að ég er tekinn á fund um það bil viku áður en hún deyr og læknirinn er að segja við mig, þetta er búið. Og ég er ekkert að kaupa það,“ segir Ragnar og bætir við að þau hafi alltaf ætlað sér að hafa betur í baráttunni við þennan hræðilega sjúkdóm. „Það var ofboðslega mikil ást síðustu dagana. Þegar ég fann að hún var með mér, þá fann hún eitthvað. Og svo er hún bara dáin. Ég og Fanney vorum bara eitt. Hún var rosalega opin manneskja og átti fullt af vinum en ég var svona eini trúnaðarvinur hennar. Ég vissi allt um hana og hún allt um mig. Við vorum svo hamingjusöm alveg fram á síðasta dag, þrátt fyrir allt og ég er stoltur af því. Ég er hundrað prósent á því að hennar karakter og okkar sameiginlega helst áfram yfir í börnin.“Ragnar ætlar sér að halda minningu Fanneyjar á lofti um ókomna tíð og hefur gert ákveðnar ráðstafanir varðandi börnin. Sá yngri er um eins árs og mun ekki muna eftir síðustu mánuðum þegar fram líða stundir. Það á aftur á móti ekki við um þá eldri. „Við fórum í gegnum rosalega skipulagt og erfitt ferli með þá eldri, Emilý Rósu, og það í samvinnu við áfallateymi, prest og sálfræðing. Það var tekið föstum tökum og allt gert rétt. Hún mun örugglega eiga minningar af þessu og allavega út af því hvernig við stilltum þessu upp. Hún mun geta togað í þessar minningar og við getum talað saman um það. Ég fer nánast daglega yfir myndir. Og þegar maður er vel upp lagður kannski myndbönd en það er erfiðara og gerir þetta miklu raunverulegra. Ég sýni henni þetta allt en hún veit að mamma er dáin.“Góð við allt og alla Ragnar fer reglulega í kirkjugarðinn með börnunum og kyssir Emilý Rós alltaf kross móður sinnar. „Þau munu um alla tíð vita hver mamma þeirra er og hvað hún stendur fyrir og hvað við stóðum fyrir saman. Það er hundrað prósent og hún mun aldrei gleymast og mun alltaf verða heiðruð og virt. Hún var góð við allt og alla og gerði allt fyrir alla. Ef mér tekst það hlutverk að koma okkur börnum í hálfkvist við móður sína, þá verður það mjög vel gert hjá mér.“Í þættinum hér að ofan ræðir Ragnar einnig um síðastliðið ár og hvernig var að takast á við þennan erfiða sjúkdóm sem maki og aðstandandi, hvernig það hafi verið að reyna vera jákvæður og takast á við verkefnið af æðruleysi, hvernig stuðningur almennings og fjölskyldu þeirra snerti þau tvö, hvort hann sé í dag reiður maður, um síðustu daga Fanneyjar og að lokum um framtíðina hjá honum og börnunum tveim. Einkalífið Tengdar fréttir Ógeðslegt, ósanngjarnt og á ekki að vera normið Leikkonan Aníta Briem hefur verið búsett í Los Angeles í nokkru ár og verið að gera fína hluti í leiklistarsenunni í Hollywood. 28. mars 2019 12:30 Þurfti að bremsa sig af eftir að hann fór að missa gigg vegna skoðana sinna Ingólfur Þórarinsson hefur verið einn vinsælasti tónlistarmaður landsins síðastliðinn fimmtán ár. 14. apríl 2019 10:30 Upplifði mikið sjálfshatur í æsku „Þetta hefur mótað mig að þeirri manneskju sem ég er í dag og kenndi mér mikilvæga lexíu,“ segir Birta Abiba Þórhallsdóttir, Miss Universe Iceland, sem er gestur Einkalífsins í þessari viku. 22. október 2019 12:30 Sjálfsfróunin kom Völu Grand mest á óvart Vala Grand vakti fyrst athygli hér á landi fyrir þrettán árum en hún fór í gegnum kynleiðréttingarferli árið 2010. 24. mars 2019 10:00 Valdimar lýsir matarfíkninni: „Þetta deyfir mann algjörlega og maður er hvorki glaður né leiður“ Valdimar Guðmundsson hefur í nokkur ár verið einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar og þykir rödd hans hreinlega með ólíkindum. 10. mars 2019 11:00 Vala upplifði martröð allra leikara: „Bullaði í svona tvær mínútur“ Það lenda allir leikarar í því að gleyma textanum. 29. október 2019 11:30 Urðu fyrir aðkasti vegna myndar með Hafþóri Júlíusi Egill Ásbjarnarson er ungur maður á uppleið. Hann stofnaði jakkafatafyrirtækið Suitup Reykjavík sem hefur náð fótfestu á íslenskum markaði. 13. október 2019 10:00 Rétt skal vera rétt Ragnar Snær Njálsson hefur gengið í gegnum erfiðari hluti en flestir jafnaldrar hans. Eiginkona hans Fanney Eiríksdóttir lést í sumar eftir tæplega árs baráttu við leghálskrabbamein. 31. október 2019 09:45 Mest lesið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Komdu með á ströndina — Ný sumarlína frá Moomin Arabia Lífið samstarf Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Fleiri fréttir Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Sjá meira
Ragnar Snær Njálsson hefur gengið í gegnum erfiðari hluti en flestir jafnaldrar hans. Eiginkona hans Fanney Eiríksdóttir lést í sumar eftir tæplega árs baráttu við leghálskrabbamein. Í dag er Ragnar tveggja barna einstæður faðir sem þarf að koma undir sig fótunum og halda áfram með lífið. Ragnar segir sögu sína í Einkalífinu en Ragnar eignaðist þau Emilý Rós og Erik Fjalar með eiginkonu sinni. Hann lýsir síðustu dögum Fanneyjar á þessum nótum. „Við erum bara í fullri baráttu undir lokin. Við erum komin inn á líknadeild í svokallaða hvíld en eftir að meinið kemst í beinin þá er þetta bara svo ofboðslega ömurlega fljótt að gerast. Það sem er ekki í móðu varðandi þessa lokadaga er að ég er tekinn á fund um það bil viku áður en hún deyr og læknirinn er að segja við mig, þetta er búið. Og ég er ekkert að kaupa það,“ segir Ragnar og bætir við að þau hafi alltaf ætlað sér að hafa betur í baráttunni við þennan hræðilega sjúkdóm. „Það var ofboðslega mikil ást síðustu dagana. Þegar ég fann að hún var með mér, þá fann hún eitthvað. Og svo er hún bara dáin. Ég og Fanney vorum bara eitt. Hún var rosalega opin manneskja og átti fullt af vinum en ég var svona eini trúnaðarvinur hennar. Ég vissi allt um hana og hún allt um mig. Við vorum svo hamingjusöm alveg fram á síðasta dag, þrátt fyrir allt og ég er stoltur af því. Ég er hundrað prósent á því að hennar karakter og okkar sameiginlega helst áfram yfir í börnin.“Ragnar ætlar sér að halda minningu Fanneyjar á lofti um ókomna tíð og hefur gert ákveðnar ráðstafanir varðandi börnin. Sá yngri er um eins árs og mun ekki muna eftir síðustu mánuðum þegar fram líða stundir. Það á aftur á móti ekki við um þá eldri. „Við fórum í gegnum rosalega skipulagt og erfitt ferli með þá eldri, Emilý Rósu, og það í samvinnu við áfallateymi, prest og sálfræðing. Það var tekið föstum tökum og allt gert rétt. Hún mun örugglega eiga minningar af þessu og allavega út af því hvernig við stilltum þessu upp. Hún mun geta togað í þessar minningar og við getum talað saman um það. Ég fer nánast daglega yfir myndir. Og þegar maður er vel upp lagður kannski myndbönd en það er erfiðara og gerir þetta miklu raunverulegra. Ég sýni henni þetta allt en hún veit að mamma er dáin.“Góð við allt og alla Ragnar fer reglulega í kirkjugarðinn með börnunum og kyssir Emilý Rós alltaf kross móður sinnar. „Þau munu um alla tíð vita hver mamma þeirra er og hvað hún stendur fyrir og hvað við stóðum fyrir saman. Það er hundrað prósent og hún mun aldrei gleymast og mun alltaf verða heiðruð og virt. Hún var góð við allt og alla og gerði allt fyrir alla. Ef mér tekst það hlutverk að koma okkur börnum í hálfkvist við móður sína, þá verður það mjög vel gert hjá mér.“Í þættinum hér að ofan ræðir Ragnar einnig um síðastliðið ár og hvernig var að takast á við þennan erfiða sjúkdóm sem maki og aðstandandi, hvernig það hafi verið að reyna vera jákvæður og takast á við verkefnið af æðruleysi, hvernig stuðningur almennings og fjölskyldu þeirra snerti þau tvö, hvort hann sé í dag reiður maður, um síðustu daga Fanneyjar og að lokum um framtíðina hjá honum og börnunum tveim.
Einkalífið Tengdar fréttir Ógeðslegt, ósanngjarnt og á ekki að vera normið Leikkonan Aníta Briem hefur verið búsett í Los Angeles í nokkru ár og verið að gera fína hluti í leiklistarsenunni í Hollywood. 28. mars 2019 12:30 Þurfti að bremsa sig af eftir að hann fór að missa gigg vegna skoðana sinna Ingólfur Þórarinsson hefur verið einn vinsælasti tónlistarmaður landsins síðastliðinn fimmtán ár. 14. apríl 2019 10:30 Upplifði mikið sjálfshatur í æsku „Þetta hefur mótað mig að þeirri manneskju sem ég er í dag og kenndi mér mikilvæga lexíu,“ segir Birta Abiba Þórhallsdóttir, Miss Universe Iceland, sem er gestur Einkalífsins í þessari viku. 22. október 2019 12:30 Sjálfsfróunin kom Völu Grand mest á óvart Vala Grand vakti fyrst athygli hér á landi fyrir þrettán árum en hún fór í gegnum kynleiðréttingarferli árið 2010. 24. mars 2019 10:00 Valdimar lýsir matarfíkninni: „Þetta deyfir mann algjörlega og maður er hvorki glaður né leiður“ Valdimar Guðmundsson hefur í nokkur ár verið einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar og þykir rödd hans hreinlega með ólíkindum. 10. mars 2019 11:00 Vala upplifði martröð allra leikara: „Bullaði í svona tvær mínútur“ Það lenda allir leikarar í því að gleyma textanum. 29. október 2019 11:30 Urðu fyrir aðkasti vegna myndar með Hafþóri Júlíusi Egill Ásbjarnarson er ungur maður á uppleið. Hann stofnaði jakkafatafyrirtækið Suitup Reykjavík sem hefur náð fótfestu á íslenskum markaði. 13. október 2019 10:00 Rétt skal vera rétt Ragnar Snær Njálsson hefur gengið í gegnum erfiðari hluti en flestir jafnaldrar hans. Eiginkona hans Fanney Eiríksdóttir lést í sumar eftir tæplega árs baráttu við leghálskrabbamein. 31. október 2019 09:45 Mest lesið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Komdu með á ströndina — Ný sumarlína frá Moomin Arabia Lífið samstarf Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Fleiri fréttir Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Sjá meira
Ógeðslegt, ósanngjarnt og á ekki að vera normið Leikkonan Aníta Briem hefur verið búsett í Los Angeles í nokkru ár og verið að gera fína hluti í leiklistarsenunni í Hollywood. 28. mars 2019 12:30
Þurfti að bremsa sig af eftir að hann fór að missa gigg vegna skoðana sinna Ingólfur Þórarinsson hefur verið einn vinsælasti tónlistarmaður landsins síðastliðinn fimmtán ár. 14. apríl 2019 10:30
Upplifði mikið sjálfshatur í æsku „Þetta hefur mótað mig að þeirri manneskju sem ég er í dag og kenndi mér mikilvæga lexíu,“ segir Birta Abiba Þórhallsdóttir, Miss Universe Iceland, sem er gestur Einkalífsins í þessari viku. 22. október 2019 12:30
Sjálfsfróunin kom Völu Grand mest á óvart Vala Grand vakti fyrst athygli hér á landi fyrir þrettán árum en hún fór í gegnum kynleiðréttingarferli árið 2010. 24. mars 2019 10:00
Valdimar lýsir matarfíkninni: „Þetta deyfir mann algjörlega og maður er hvorki glaður né leiður“ Valdimar Guðmundsson hefur í nokkur ár verið einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar og þykir rödd hans hreinlega með ólíkindum. 10. mars 2019 11:00
Vala upplifði martröð allra leikara: „Bullaði í svona tvær mínútur“ Það lenda allir leikarar í því að gleyma textanum. 29. október 2019 11:30
Urðu fyrir aðkasti vegna myndar með Hafþóri Júlíusi Egill Ásbjarnarson er ungur maður á uppleið. Hann stofnaði jakkafatafyrirtækið Suitup Reykjavík sem hefur náð fótfestu á íslenskum markaði. 13. október 2019 10:00
Rétt skal vera rétt Ragnar Snær Njálsson hefur gengið í gegnum erfiðari hluti en flestir jafnaldrar hans. Eiginkona hans Fanney Eiríksdóttir lést í sumar eftir tæplega árs baráttu við leghálskrabbamein. 31. október 2019 09:45