Borubrattur Kim Jong-un Samúel Karl Ólason skrifar 1. nóvember 2019 11:00 EPA/KCNA Norður-Kóreumenn þykja tiltölulega borubrattir þessa dagana. Þeim hefur tekist að komast hjá viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum, hafa fengið líflínu frá Kína og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, á í miklum vandræðum heima fyrir. Það eru meðal ástæðna þess að Kim hefur tekið sífellt sterkari stöðu í viðræðum við önnur ríki, og þá aðallega Bandaríkin, vegna kjarnorkuvopnaáætlun einræðisríkisins. Síðustu daga og vikur hafa Norður-Kóreumenn ítrekað lýst yfir vanþóknun yfir hægagangi viðræðna og hafa þeir gefið Bandaríkjunum fresti til ársloka til að breyta stöðu sinni. Þá hefur einræðisríkið gert minnst tólf tilraunir með eldflaugar á árinu og hafa margar þeirra reynst vera nýjar eldflaugar. Forsvarsmenn Norður-Kóreu vilja losna undan viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum áður en þeir grípa til nokkurs konar aðgerða vegna framleiðslu þeirra á kjarnorkuvopnum og eldflaugum. Yfirvöld Bandaríkjanna vilja þó hins vegar að einræðisríkið grípi til aðgerða og hætti eldflaugatilraunum áður en viðskiptaþvinganir verða endurskoðaðar. Seinni fundur Trump og Kim skilaði engum árangri fyrr á árinu og viðræður í kjölfar þeirra hafa ekki heldur gert það. Fundað var í Svíþjóð í síðasta mánuði og nú virðist sem engar viðræður eigi sér stað á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu.Telur stöðu sína góða Sendiherra Suður-Kóreu í Bandaríkjunum sagði blaðamönnum Yonhap fréttaveitunnar það í gær. Hann sagðist þó viss um að viðræðurnar myndu hefjast að nýju, án þess þó að vilja giska á hvenær.Hvorug hliðin neitar að breyta samingastöðu sinni. Svo virðist sem að Kim sé sáttur við núverandi ástand og að samningsstaða hans sé góð. Fyrir því eru þó nokkrar ástæður. Þrátt fyrir viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir er útlit fyrir að ríkisstjórn Kim hafi komið höndum yfir umtalsverða fjármuni að undanförnu. Viðskipti á milli Norður-Kóreu og Kína hafi aukist og stjórnmálasamband ríkjanna hefur batnað til muna. Mikill fjöldi kínverskra ferðamanna til Norður-Kóreu hefur aukið flæði fjármagns í efnahag Norður-Kóreu. Þar að auki segja Sameinuðu þjóðirnar að Norður-Kóreumenn hafi komist hjá fjölda viðskiptaþvingana og hafi ofan á það stolið allt að tveimur milljörðum dala með tölvuárásum. Prófessor í málefnum Kóreuskagans sagði Reuters fréttaveitunni að Kim teldi sig mögulega geta lifað með viðskiptaþvingunum. Þess vegna væru ríkisstjórn hans svo borubrött. Blaðamenn Reuters ræddu við ýmsa sérfræðinga varðandi Norður-Kóreu og ástand viðræðna.Ólíklegt að Kim láti vopnin af hendi Embættismaður frá Suður-Kóreu, sem talaði við Reuters undir nafnleynd, sagði útlit fyrir að Kim teldi sig geta hjálpað eða hindrað endurkjör Trump í embætti forseta, þó það væri augljóst að hann gæti það ekki. „…en það er enginn í Pyongyang sem getur staðið gegn hinum óskeikula leiðtoga og sagt að hann hafi rangt fyrir sér. Þú vilt ekki verða dauður,“ sagði embættismaðurinn. Hann bætti við að Kim treysti á Trump og þyrfti að vera viss um að hann nái endurkjöri áður en skuldbindi sig að einhverju leyti. Aðrir sérfræðingar sögðu litlar líkur á því að Kim myndu nokkurn tímann láta kjarnorkuvopn sín af hendi. Þar að auki væru líkurnar á einhvers konar samkomulagi milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu sífellt að minnka. Norður-Kórea Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sjá meira
Norður-Kóreumenn þykja tiltölulega borubrattir þessa dagana. Þeim hefur tekist að komast hjá viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum, hafa fengið líflínu frá Kína og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, á í miklum vandræðum heima fyrir. Það eru meðal ástæðna þess að Kim hefur tekið sífellt sterkari stöðu í viðræðum við önnur ríki, og þá aðallega Bandaríkin, vegna kjarnorkuvopnaáætlun einræðisríkisins. Síðustu daga og vikur hafa Norður-Kóreumenn ítrekað lýst yfir vanþóknun yfir hægagangi viðræðna og hafa þeir gefið Bandaríkjunum fresti til ársloka til að breyta stöðu sinni. Þá hefur einræðisríkið gert minnst tólf tilraunir með eldflaugar á árinu og hafa margar þeirra reynst vera nýjar eldflaugar. Forsvarsmenn Norður-Kóreu vilja losna undan viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum áður en þeir grípa til nokkurs konar aðgerða vegna framleiðslu þeirra á kjarnorkuvopnum og eldflaugum. Yfirvöld Bandaríkjanna vilja þó hins vegar að einræðisríkið grípi til aðgerða og hætti eldflaugatilraunum áður en viðskiptaþvinganir verða endurskoðaðar. Seinni fundur Trump og Kim skilaði engum árangri fyrr á árinu og viðræður í kjölfar þeirra hafa ekki heldur gert það. Fundað var í Svíþjóð í síðasta mánuði og nú virðist sem engar viðræður eigi sér stað á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu.Telur stöðu sína góða Sendiherra Suður-Kóreu í Bandaríkjunum sagði blaðamönnum Yonhap fréttaveitunnar það í gær. Hann sagðist þó viss um að viðræðurnar myndu hefjast að nýju, án þess þó að vilja giska á hvenær.Hvorug hliðin neitar að breyta samingastöðu sinni. Svo virðist sem að Kim sé sáttur við núverandi ástand og að samningsstaða hans sé góð. Fyrir því eru þó nokkrar ástæður. Þrátt fyrir viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir er útlit fyrir að ríkisstjórn Kim hafi komið höndum yfir umtalsverða fjármuni að undanförnu. Viðskipti á milli Norður-Kóreu og Kína hafi aukist og stjórnmálasamband ríkjanna hefur batnað til muna. Mikill fjöldi kínverskra ferðamanna til Norður-Kóreu hefur aukið flæði fjármagns í efnahag Norður-Kóreu. Þar að auki segja Sameinuðu þjóðirnar að Norður-Kóreumenn hafi komist hjá fjölda viðskiptaþvingana og hafi ofan á það stolið allt að tveimur milljörðum dala með tölvuárásum. Prófessor í málefnum Kóreuskagans sagði Reuters fréttaveitunni að Kim teldi sig mögulega geta lifað með viðskiptaþvingunum. Þess vegna væru ríkisstjórn hans svo borubrött. Blaðamenn Reuters ræddu við ýmsa sérfræðinga varðandi Norður-Kóreu og ástand viðræðna.Ólíklegt að Kim láti vopnin af hendi Embættismaður frá Suður-Kóreu, sem talaði við Reuters undir nafnleynd, sagði útlit fyrir að Kim teldi sig geta hjálpað eða hindrað endurkjör Trump í embætti forseta, þó það væri augljóst að hann gæti það ekki. „…en það er enginn í Pyongyang sem getur staðið gegn hinum óskeikula leiðtoga og sagt að hann hafi rangt fyrir sér. Þú vilt ekki verða dauður,“ sagði embættismaðurinn. Hann bætti við að Kim treysti á Trump og þyrfti að vera viss um að hann nái endurkjöri áður en skuldbindi sig að einhverju leyti. Aðrir sérfræðingar sögðu litlar líkur á því að Kim myndu nokkurn tímann láta kjarnorkuvopn sín af hendi. Þar að auki væru líkurnar á einhvers konar samkomulagi milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu sífellt að minnka.
Norður-Kórea Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sjá meira