Sagði borgarbúa notaða sem „fallbyssufóður fyrir oddvita í vasa Samherja“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. nóvember 2019 23:10 Borgarfulltrúarnir Eyþór Arnalds og Dóra Björt Guðjónsdóttir. Vísir/vilhelm Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokks og Flokks fólksins um íbúakosningu um deiliskipulag við Stekkjarbakka Þ73 var felld á fundi borgarstjórnar í kvöld. Nokkur hiti færðist í umræðu um málið, til að mynda í ræðu Dóru Bjartar Guðjónsdóttur oddvita Pírata, sem beindi spjótum sínum að Eyþóri Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokks. Málið snýr að fyrirhugaðri uppbyggingu atvinnustarfsemi á Stekkjarbakka við Elliðaárdal, og þá einkum gróðurhvelfingum sem á að reisa þar og hefur verið fjallað töluvert um. Minnihlutinn í Borgarstjórn hefur sett sig mjög upp á móti verkefninu og lagði fram tillögu, sem gerði ráð fyrir að kosið yrði um deiliskipulagið. Sú kosning átti að fara fram með rafrænum hætti. Tillagan var felld með tólf atkvæðum meirihlutans á móti ellefu atkvæðum minnihlutans.Unnið hefur verið að undirbúningi þess að reisa gróðurhvelfingar við Stekkjarbakka.Fréttablaðið/ValliÍ bókun Sjálfstæðisflokksins um málið kemur m.a. fram að Landvernd, Hollvinasamtök Elliðaárdalsins og Stangaveiðifélagið Reykjavíkur hafi öll gert athugasemdir við skipulagið. Þá hafi Umhverfisstofnun og Skipulagsstofnun jafnframt gert athugasemdir. „Það yrði óafturkræft fyrir ósnortna náttúruna ef gengið verður á dalinn með umfangsmikilli gróðurhvelfingu fyrir verslunarrekstur og atvinnustarfsemi,“ segir í bókun flokksins. Þá kemur jafnframt fram í bókuninni að hér sé verið að „útdeila gæðum – lóð á besta stað – án auglýsingar í eigu Reykvíkinga og án þess að greitt sé fyrir þau að fullu.“ Umræður um málið drógust nokkuð á langinn og lauk ekki fyrr en um klukkan níu í kvöld. Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokkinn lagði áherslu á athugasemdir félagasamtaka við skipulagið í ræðu sinni. „Ég get ekki dregið þann einstakling á land sem styður þetta skipulag, nema fulltrúa meirihlutans hér í dag. Hvaða hagsmuna er meirihlutinn að gæta? Hvers vegna erþessi uppbygging svo mikilvæg að rétt þyki að traðka á skoðunum og áhyggjum fólksins í borginni? Hvers vegna er meirihlutinn svo hræddur að kalla fram afstöðu borgarbúa? Það er mér fullkomlega á huldu,“ sagði Hildur.Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.vísir/vilhelmDóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, beindi spjótum sínum einkum að Eyþóri Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins, í ræðu sinni um málið í kvöld. Dóra er alin upp í Elliðaárdalnum og benti á að svæðið sem nú um ræddi væri á landi sem þegar er mikið raskað. Þá sagði hún tillögu minnihlutans slappa og illa undirbúna. Í kjölfarið vísaði Dóra í Samherjamálið en Stundin sagði frá því í síðustu viku að Eyþór hafi verið fjármagnaður af Kýpurfélagi Samherja þegar hann keypti hlut útgerðarfélagsins í Morgunblaðinu. „Það er sorglegt að horfa á minnihlutann sameinast um að skapa usla svo stjórnmálamenn í leynilegum fjárhagstengslum þurfi aldrei að svara fyrir neitt. Af hverju núna? Af hverju ekki þegar þetta var ákveðið í aðalskipulagi? Af hverju ekki þegar vilyrðið var samþykkt? Af hverju ekki áður en stjórnvaldsákvörðunin var tekin um að staðfesta deiliskipulagið? Af hverju núna þegar það eru bara formlegheit eftir? Hvers vegna að bíða og eiga þetta inni þangað til núna þegar það hentar?“ spurði Dóra. „Kannski vegna þess að hér er verið að nota borgarbúa sem fallbyssufóður fyrir oddvita í vasa Samherja. Allt til þess að aldrei skapist sú menning að ræða spillingu og hagsmuni af neinni alvöru.“ Eyþór sagði í viðtali við Stöð 2 á föstudag að það væri villandi að segja að félag Samherja hafi fjármagnað kaup á hlut hans í Morgunblaðinu. Hann hafi ekki haft hugmynd um að fjármagnið kæmi óbeint frá félaginu sem hefur verið miðdepill Samherjamálsins. Þá kvaðst hann ekki háður Samherja sem stjórnmálamaður. Ræðu Dóru má sjá í heild hér að neðan. Borgarstjórn Samherjaskjölin Skipulag Tengdar fréttir Verulega hugsi yfir seinagangi kerfisins Frumkvöðull að baki fyrirhugaðri byggingu ALDIN Biodome við Stekkjarbakka segist hugsi yfir þeim tíma sem ferlið hefur tekið hjá borginni. Hvorki hafi verið gerðar alvarlegar athugasemdir við ferlið né samræmi við skipulag. 11. nóvember 2019 07:15 Finnst villandi að vera orðaður við Kýpurfélag Samherja Hann hafi ekki haft hugmynd um að fjármagnið kæmi frá félaginu sem hefur verið miðdepill Samherjamálsins. 15. nóvember 2019 18:30 Minnihlutinn vill kosningu um gróðurhvelfingarnar Minnihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur leggur til að farið verði í íbúakosningu um gróðurhvelfingar sem reisa á við Elliðaárdalinn. Oddviti Pírata segir tillöguna ódýrt áróðurstrikk af hálfu minnihlutans og misnotkun á hugmyndum um íbúalýðræði. Að auki standist tillagan ekki formkröfur slíkra mála. 18. nóvember 2019 07:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokks og Flokks fólksins um íbúakosningu um deiliskipulag við Stekkjarbakka Þ73 var felld á fundi borgarstjórnar í kvöld. Nokkur hiti færðist í umræðu um málið, til að mynda í ræðu Dóru Bjartar Guðjónsdóttur oddvita Pírata, sem beindi spjótum sínum að Eyþóri Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokks. Málið snýr að fyrirhugaðri uppbyggingu atvinnustarfsemi á Stekkjarbakka við Elliðaárdal, og þá einkum gróðurhvelfingum sem á að reisa þar og hefur verið fjallað töluvert um. Minnihlutinn í Borgarstjórn hefur sett sig mjög upp á móti verkefninu og lagði fram tillögu, sem gerði ráð fyrir að kosið yrði um deiliskipulagið. Sú kosning átti að fara fram með rafrænum hætti. Tillagan var felld með tólf atkvæðum meirihlutans á móti ellefu atkvæðum minnihlutans.Unnið hefur verið að undirbúningi þess að reisa gróðurhvelfingar við Stekkjarbakka.Fréttablaðið/ValliÍ bókun Sjálfstæðisflokksins um málið kemur m.a. fram að Landvernd, Hollvinasamtök Elliðaárdalsins og Stangaveiðifélagið Reykjavíkur hafi öll gert athugasemdir við skipulagið. Þá hafi Umhverfisstofnun og Skipulagsstofnun jafnframt gert athugasemdir. „Það yrði óafturkræft fyrir ósnortna náttúruna ef gengið verður á dalinn með umfangsmikilli gróðurhvelfingu fyrir verslunarrekstur og atvinnustarfsemi,“ segir í bókun flokksins. Þá kemur jafnframt fram í bókuninni að hér sé verið að „útdeila gæðum – lóð á besta stað – án auglýsingar í eigu Reykvíkinga og án þess að greitt sé fyrir þau að fullu.“ Umræður um málið drógust nokkuð á langinn og lauk ekki fyrr en um klukkan níu í kvöld. Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokkinn lagði áherslu á athugasemdir félagasamtaka við skipulagið í ræðu sinni. „Ég get ekki dregið þann einstakling á land sem styður þetta skipulag, nema fulltrúa meirihlutans hér í dag. Hvaða hagsmuna er meirihlutinn að gæta? Hvers vegna erþessi uppbygging svo mikilvæg að rétt þyki að traðka á skoðunum og áhyggjum fólksins í borginni? Hvers vegna er meirihlutinn svo hræddur að kalla fram afstöðu borgarbúa? Það er mér fullkomlega á huldu,“ sagði Hildur.Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.vísir/vilhelmDóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, beindi spjótum sínum einkum að Eyþóri Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins, í ræðu sinni um málið í kvöld. Dóra er alin upp í Elliðaárdalnum og benti á að svæðið sem nú um ræddi væri á landi sem þegar er mikið raskað. Þá sagði hún tillögu minnihlutans slappa og illa undirbúna. Í kjölfarið vísaði Dóra í Samherjamálið en Stundin sagði frá því í síðustu viku að Eyþór hafi verið fjármagnaður af Kýpurfélagi Samherja þegar hann keypti hlut útgerðarfélagsins í Morgunblaðinu. „Það er sorglegt að horfa á minnihlutann sameinast um að skapa usla svo stjórnmálamenn í leynilegum fjárhagstengslum þurfi aldrei að svara fyrir neitt. Af hverju núna? Af hverju ekki þegar þetta var ákveðið í aðalskipulagi? Af hverju ekki þegar vilyrðið var samþykkt? Af hverju ekki áður en stjórnvaldsákvörðunin var tekin um að staðfesta deiliskipulagið? Af hverju núna þegar það eru bara formlegheit eftir? Hvers vegna að bíða og eiga þetta inni þangað til núna þegar það hentar?“ spurði Dóra. „Kannski vegna þess að hér er verið að nota borgarbúa sem fallbyssufóður fyrir oddvita í vasa Samherja. Allt til þess að aldrei skapist sú menning að ræða spillingu og hagsmuni af neinni alvöru.“ Eyþór sagði í viðtali við Stöð 2 á föstudag að það væri villandi að segja að félag Samherja hafi fjármagnað kaup á hlut hans í Morgunblaðinu. Hann hafi ekki haft hugmynd um að fjármagnið kæmi óbeint frá félaginu sem hefur verið miðdepill Samherjamálsins. Þá kvaðst hann ekki háður Samherja sem stjórnmálamaður. Ræðu Dóru má sjá í heild hér að neðan.
Borgarstjórn Samherjaskjölin Skipulag Tengdar fréttir Verulega hugsi yfir seinagangi kerfisins Frumkvöðull að baki fyrirhugaðri byggingu ALDIN Biodome við Stekkjarbakka segist hugsi yfir þeim tíma sem ferlið hefur tekið hjá borginni. Hvorki hafi verið gerðar alvarlegar athugasemdir við ferlið né samræmi við skipulag. 11. nóvember 2019 07:15 Finnst villandi að vera orðaður við Kýpurfélag Samherja Hann hafi ekki haft hugmynd um að fjármagnið kæmi frá félaginu sem hefur verið miðdepill Samherjamálsins. 15. nóvember 2019 18:30 Minnihlutinn vill kosningu um gróðurhvelfingarnar Minnihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur leggur til að farið verði í íbúakosningu um gróðurhvelfingar sem reisa á við Elliðaárdalinn. Oddviti Pírata segir tillöguna ódýrt áróðurstrikk af hálfu minnihlutans og misnotkun á hugmyndum um íbúalýðræði. Að auki standist tillagan ekki formkröfur slíkra mála. 18. nóvember 2019 07:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Verulega hugsi yfir seinagangi kerfisins Frumkvöðull að baki fyrirhugaðri byggingu ALDIN Biodome við Stekkjarbakka segist hugsi yfir þeim tíma sem ferlið hefur tekið hjá borginni. Hvorki hafi verið gerðar alvarlegar athugasemdir við ferlið né samræmi við skipulag. 11. nóvember 2019 07:15
Finnst villandi að vera orðaður við Kýpurfélag Samherja Hann hafi ekki haft hugmynd um að fjármagnið kæmi frá félaginu sem hefur verið miðdepill Samherjamálsins. 15. nóvember 2019 18:30
Minnihlutinn vill kosningu um gróðurhvelfingarnar Minnihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur leggur til að farið verði í íbúakosningu um gróðurhvelfingar sem reisa á við Elliðaárdalinn. Oddviti Pírata segir tillöguna ódýrt áróðurstrikk af hálfu minnihlutans og misnotkun á hugmyndum um íbúalýðræði. Að auki standist tillagan ekki formkröfur slíkra mála. 18. nóvember 2019 07:30