Oliver Luckett selur hið sögufræga Kjarvalshús á Seltjarnarnesi Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. nóvember 2019 19:02 Stofan státar af fimm metra lofthæð. Hér er eflaust ágætt að mála listaverk. Mynd/Fasteignaljósmyndun Bandaríski samfélagsmiðlafrömuðurinn og milljónamæringurinn Oliver Luckett hefur sett hús sitt á Seltjarnarnesi á sölu. Húsið er sögufrægt, kennt við listmálarann Jóhannes Kjarval, og eitt það glæsilegasta á landinu.Sjá einnig: Lohan er komin Luckett, sem er stórtækur listaverkasafnari, festi kaup á húsinu árið 2016. Það stendur við Sæbraut 1 á Seltjarnarnesi og státar af „stórbrotnu útsýni“, líkt og það er orðað í fasteignaauglýsingunni sem finna má hér. Húsið er rúmir 440 fermetrar á tveimur hæðum og stendur á 880 fermetra lóð. Í því er að finna fimm svefnherbergi, þrjú baðherbergi, rúmgóðar suðursvalir og þvottahús. Óskað er eftir tilboði í húsið en fasteignamat þess er 178,5 milljónir króna. Myndir innan úr húsinu má sjá neðst í fréttinni.Oliver Luckett ásamt Heiðu Kristínu Helgadóttur.Vísir/ValliÞorvaldur S. Þorvaldsson arkítekt teiknaði húsið, sem byggt er árið 1969, með sérþarfir áðurnefnds Kjarvals í huga. Þannig var stofan til að mynda ætluð sem vinnustofa listmálarans, enda heppileg til listsköpunar með fimm metra lofthæð og stórum gluggum. Kjarval fékk húsið að gjöf frá íslensku þjóðinni fyrir ævistarf sitt og framlag til menningararfs Íslendinga. Þegar húsið var tilbúið hugnaðist honum þó ekki að flytja inn í það. Það gerðu hins vegar Oliver Luckett og eiginmaður hans, Scott Guinn, og settu svo sannarlega mark sitt á Kjarvalshús. Á myndum innan úr húsinu má sjá fjölda listaverka sem þeir hafa sankað að sér, mörg eftir íslenska listamenn.Húsið stendur við sjávarsíðuna á Seltjarnarnesi.Mynd/FasteignaljósmyndunLuckett og Guinn hafa verið tíðir gestir á Íslandi undanfarin ár og líta á landið sem sitt annað heimili. Þannig vakti brúðkaup þeirra sem haldið var hér á landi árið 2017 mikla athygli. Þá flykktist hingað málsmetandi fólk úr samkvæmislífinu vestanhafs, til dæmis bandaríska leikkonan Lindsay Lohan.Sjá einnig: Sjáðu myndirnar úr brúðkaupi Luckett og Guinn: Lohan og gestir skemmtu sér í sveitinniÞá mætti skemmti- og listaelítan nánast eins og hún lagði sig þegar Luckett hélt upp á fertugsafmæli sitt í Gamla bíói árið 2014. Luckett er vel fjáður en hann seldi fyrir ekki svo löngu fyrirtæki sitt theAudience fyrir stórfé til fjárfesta frá Dubai. Luckett er frumkvöðull og samfélagsmiðlasérfræðingur og hefur meðal annars annast málefni frægs fólks á internetinu. Í fyrra var svo greint frá því að Luckett hefði snúið sér að sölu á rekjanlegum fiski en hann kom að stofnun fyrirtækisins Niceland Seafood ásamt Heiðu Kristínu Helgadóttur.Fallegt eldhús. Bjart. Blátt.Mynd/FasteignaljósmyndunHugguleg setustofa.Mynd/FasteignaljósmyndunÞrjú svefnherbergi eru í húsinu. Hér er eitt þeirra.Mynd/FasteignaljósmyndunBorðstofan er heilir 110 fermetrar.Mynd/FasteignaljósmyndunOg útsýnið er ekki af verri endanum, líkt og sjá má á þessari mynd.Vísir/Fasteignaljósmyndun Hús og heimili Seltjarnarnes Tengdar fréttir Oliver Luckett snýr sér að sölu á rekjanlegum fiski frá Íslandi Luckett segir Íslendinga vera í forystu á heimsvísu þegar kemur að sjálfbærum fiskveiðum. 12. júní 2018 10:32 Brúðkaup ársins: Þau sögðu já! Ástin var innsigluð á árinu sem er að líða. 22. desember 2017 20:30 Sjáðu enn fleiri myndir úr brúðkaupi Luckett og Guinn: Lohan geislar á Íslandi Leikkonan Lindsay Lohan hefur verið stödd hér á landi til að vera viðstödd brúðkaup vina sinna en samfélagsmiðlasérfræðingurinn Oliver Luckett giftist Scott Guinn á laugardaginn á Hótel Borealis við Úlfljótsvatn á Suðurlandi. 20. júní 2017 12:30 Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Fleiri fréttir Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Sjá meira
Bandaríski samfélagsmiðlafrömuðurinn og milljónamæringurinn Oliver Luckett hefur sett hús sitt á Seltjarnarnesi á sölu. Húsið er sögufrægt, kennt við listmálarann Jóhannes Kjarval, og eitt það glæsilegasta á landinu.Sjá einnig: Lohan er komin Luckett, sem er stórtækur listaverkasafnari, festi kaup á húsinu árið 2016. Það stendur við Sæbraut 1 á Seltjarnarnesi og státar af „stórbrotnu útsýni“, líkt og það er orðað í fasteignaauglýsingunni sem finna má hér. Húsið er rúmir 440 fermetrar á tveimur hæðum og stendur á 880 fermetra lóð. Í því er að finna fimm svefnherbergi, þrjú baðherbergi, rúmgóðar suðursvalir og þvottahús. Óskað er eftir tilboði í húsið en fasteignamat þess er 178,5 milljónir króna. Myndir innan úr húsinu má sjá neðst í fréttinni.Oliver Luckett ásamt Heiðu Kristínu Helgadóttur.Vísir/ValliÞorvaldur S. Þorvaldsson arkítekt teiknaði húsið, sem byggt er árið 1969, með sérþarfir áðurnefnds Kjarvals í huga. Þannig var stofan til að mynda ætluð sem vinnustofa listmálarans, enda heppileg til listsköpunar með fimm metra lofthæð og stórum gluggum. Kjarval fékk húsið að gjöf frá íslensku þjóðinni fyrir ævistarf sitt og framlag til menningararfs Íslendinga. Þegar húsið var tilbúið hugnaðist honum þó ekki að flytja inn í það. Það gerðu hins vegar Oliver Luckett og eiginmaður hans, Scott Guinn, og settu svo sannarlega mark sitt á Kjarvalshús. Á myndum innan úr húsinu má sjá fjölda listaverka sem þeir hafa sankað að sér, mörg eftir íslenska listamenn.Húsið stendur við sjávarsíðuna á Seltjarnarnesi.Mynd/FasteignaljósmyndunLuckett og Guinn hafa verið tíðir gestir á Íslandi undanfarin ár og líta á landið sem sitt annað heimili. Þannig vakti brúðkaup þeirra sem haldið var hér á landi árið 2017 mikla athygli. Þá flykktist hingað málsmetandi fólk úr samkvæmislífinu vestanhafs, til dæmis bandaríska leikkonan Lindsay Lohan.Sjá einnig: Sjáðu myndirnar úr brúðkaupi Luckett og Guinn: Lohan og gestir skemmtu sér í sveitinniÞá mætti skemmti- og listaelítan nánast eins og hún lagði sig þegar Luckett hélt upp á fertugsafmæli sitt í Gamla bíói árið 2014. Luckett er vel fjáður en hann seldi fyrir ekki svo löngu fyrirtæki sitt theAudience fyrir stórfé til fjárfesta frá Dubai. Luckett er frumkvöðull og samfélagsmiðlasérfræðingur og hefur meðal annars annast málefni frægs fólks á internetinu. Í fyrra var svo greint frá því að Luckett hefði snúið sér að sölu á rekjanlegum fiski en hann kom að stofnun fyrirtækisins Niceland Seafood ásamt Heiðu Kristínu Helgadóttur.Fallegt eldhús. Bjart. Blátt.Mynd/FasteignaljósmyndunHugguleg setustofa.Mynd/FasteignaljósmyndunÞrjú svefnherbergi eru í húsinu. Hér er eitt þeirra.Mynd/FasteignaljósmyndunBorðstofan er heilir 110 fermetrar.Mynd/FasteignaljósmyndunOg útsýnið er ekki af verri endanum, líkt og sjá má á þessari mynd.Vísir/Fasteignaljósmyndun
Hús og heimili Seltjarnarnes Tengdar fréttir Oliver Luckett snýr sér að sölu á rekjanlegum fiski frá Íslandi Luckett segir Íslendinga vera í forystu á heimsvísu þegar kemur að sjálfbærum fiskveiðum. 12. júní 2018 10:32 Brúðkaup ársins: Þau sögðu já! Ástin var innsigluð á árinu sem er að líða. 22. desember 2017 20:30 Sjáðu enn fleiri myndir úr brúðkaupi Luckett og Guinn: Lohan geislar á Íslandi Leikkonan Lindsay Lohan hefur verið stödd hér á landi til að vera viðstödd brúðkaup vina sinna en samfélagsmiðlasérfræðingurinn Oliver Luckett giftist Scott Guinn á laugardaginn á Hótel Borealis við Úlfljótsvatn á Suðurlandi. 20. júní 2017 12:30 Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Fleiri fréttir Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Sjá meira
Oliver Luckett snýr sér að sölu á rekjanlegum fiski frá Íslandi Luckett segir Íslendinga vera í forystu á heimsvísu þegar kemur að sjálfbærum fiskveiðum. 12. júní 2018 10:32
Sjáðu enn fleiri myndir úr brúðkaupi Luckett og Guinn: Lohan geislar á Íslandi Leikkonan Lindsay Lohan hefur verið stödd hér á landi til að vera viðstödd brúðkaup vina sinna en samfélagsmiðlasérfræðingurinn Oliver Luckett giftist Scott Guinn á laugardaginn á Hótel Borealis við Úlfljótsvatn á Suðurlandi. 20. júní 2017 12:30