Lærdómar af nýlokinni undankeppni Hjörvar Ólafsson skrifar 19. nóvember 2019 16:30 Ísland fékk 19 stig af 30 mögulegum í undankeppninni. vísir/getty Ísland lauk leik í undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu karla síðastliðið sunnudagskvöld. Eftir sigur gegn Moldóvu í lokaumferð undankeppninnar er ljóst að 19 stig eru uppskeran sem er þriðji mesti stigafjöldi Íslands í sögunni. Hannes Þór Halldórsson lætur engan bilbug á sér finna. Einhverjir ræddu það fyrir undankeppnina hvort tími væri kominn til þess að veðja á Rúnar Alex Rúnarsson í markinu hjá íslenska liðinu. Hannes Þór hefur hins vegar sýnt það með frammistöðu sinni í undankeppninni að hann ætlar ekki að láta markmannsstöðuna af hendi á næstunni. Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson eru ennþá okkar besta miðvarðarpar. Sverrir Ingi Ingason og Jón Guðni Fjóluson fengu tækifæri í undankeppninni en þegar mest lá við voru Kári og Ragnar í miðri vörninni og samvinna þeirra reyndist best. Þrátt fyrir að vera nýorðinn 37 ára stendur Kári vaktina gríðarlega vel í hjarta varnarinnar og samvinna hans og Ragnars er margrómuð og enga bresti að finna í því samstarfi. Meiðsli halda áfram að herja á leikmannahópinn en lykilleikmenn liðsins eru um þrítugt og meiðast oftar og í lengri tíma í senn. Þannig lék Aron Einar Gunnarsson ekki í síðustu fjórum leikjum liðsins í undankeppninni, Jóhann Berg Guðmundsson spilaði einungis í fjórum leikjum og Alfreð Finnbogason tók þátt í fimm leikjum. Þá meiddist Kolbeinn Sigþórsson á ökkla í leiknum gegn Moldóvu. Ungir leikmenn sem vilja eiga áratuga langan feril hjá landsliðinu ættu að taka sér Grétar Rafn Steinsson til fyrirmyndar og einbeita sér að því að leika í stöðu hægri bakvarðar. Tími Birkis Más Sævarssonar sem lykilleikmanns hjá liðinu virðist vera liðinn. Hjörtur Hermannsson fékk sénsinn í kjölfar þess að Birkir Már datt út úr liðinu og Guðlaugur Victor Pálsson tók svo stöðu Hjartar í síðustu fjórum leikjum undankeppninnar. Þessi staða virðist vera stysta leiðin í langan og gifturíkan landsliðsferil. Birkir Bjarnason er svo sannarlega ekki dauður úr öllum æðum. Þrátt fyrir að hafa verið leystur undan samningi hjá Aston Villa í sumar og vera félagslaus fram á haustið hefur þessi fjölhæfi leikmaður átt góða leiki í undankeppninni. Birkir getur bæði leyst stöðu vinstri kantmanns, sitjandi miðjumanns og miðvallarleikmanns sem á að hlaupa vítateiga á milli með stakri prýði. Hann er taktískt sterkur og reynist liðinu alltaf vel. Birkir skoraði þrjú mörk í undankeppninni en hann hefur alls skorað 13 mörk fyrir liðið. Birkir er í áttunda sæti yfir markahæstu leikmenn liðsins frá upphafi en þar er hann jafn Þórði Guðjónssyni. Erik Hamrén og Freyr Alexandersson eru og þurfa að vera sveigjanlegri með leikkerfi en forverar þeirra í starfi. Þeir hafa bæði farið í þriggja manna varnarlínu og skipst á að vera með einn eða tvo framherja þegar þeir leika með fjögurra manna vörn. Meiðsli lykilleikmanna og andstæðingur sem leikið er við hverju sinni ræður því hvaða leikkerfi er notast við í hvert skipti. Skoða þarf hvort skipta eigi um vítaskyttu hjá liðinu en Gylfi Þór Sigurðsson hefur brennt af fjórum af síðustu sex vítum fyrir landsliðið eftir að hafa skorað úr fyrstu spyrnum sínum fyrir liðið þar á undan. Gylfi Þór er sparkviss með eindæmum en þarf að taka sér tak ef þetta hlutverk verður ekki tekið af honum. Birtist í Fréttablaðinu EM 2020 í fótbolta Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Sjá meira
Ísland lauk leik í undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu karla síðastliðið sunnudagskvöld. Eftir sigur gegn Moldóvu í lokaumferð undankeppninnar er ljóst að 19 stig eru uppskeran sem er þriðji mesti stigafjöldi Íslands í sögunni. Hannes Þór Halldórsson lætur engan bilbug á sér finna. Einhverjir ræddu það fyrir undankeppnina hvort tími væri kominn til þess að veðja á Rúnar Alex Rúnarsson í markinu hjá íslenska liðinu. Hannes Þór hefur hins vegar sýnt það með frammistöðu sinni í undankeppninni að hann ætlar ekki að láta markmannsstöðuna af hendi á næstunni. Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson eru ennþá okkar besta miðvarðarpar. Sverrir Ingi Ingason og Jón Guðni Fjóluson fengu tækifæri í undankeppninni en þegar mest lá við voru Kári og Ragnar í miðri vörninni og samvinna þeirra reyndist best. Þrátt fyrir að vera nýorðinn 37 ára stendur Kári vaktina gríðarlega vel í hjarta varnarinnar og samvinna hans og Ragnars er margrómuð og enga bresti að finna í því samstarfi. Meiðsli halda áfram að herja á leikmannahópinn en lykilleikmenn liðsins eru um þrítugt og meiðast oftar og í lengri tíma í senn. Þannig lék Aron Einar Gunnarsson ekki í síðustu fjórum leikjum liðsins í undankeppninni, Jóhann Berg Guðmundsson spilaði einungis í fjórum leikjum og Alfreð Finnbogason tók þátt í fimm leikjum. Þá meiddist Kolbeinn Sigþórsson á ökkla í leiknum gegn Moldóvu. Ungir leikmenn sem vilja eiga áratuga langan feril hjá landsliðinu ættu að taka sér Grétar Rafn Steinsson til fyrirmyndar og einbeita sér að því að leika í stöðu hægri bakvarðar. Tími Birkis Más Sævarssonar sem lykilleikmanns hjá liðinu virðist vera liðinn. Hjörtur Hermannsson fékk sénsinn í kjölfar þess að Birkir Már datt út úr liðinu og Guðlaugur Victor Pálsson tók svo stöðu Hjartar í síðustu fjórum leikjum undankeppninnar. Þessi staða virðist vera stysta leiðin í langan og gifturíkan landsliðsferil. Birkir Bjarnason er svo sannarlega ekki dauður úr öllum æðum. Þrátt fyrir að hafa verið leystur undan samningi hjá Aston Villa í sumar og vera félagslaus fram á haustið hefur þessi fjölhæfi leikmaður átt góða leiki í undankeppninni. Birkir getur bæði leyst stöðu vinstri kantmanns, sitjandi miðjumanns og miðvallarleikmanns sem á að hlaupa vítateiga á milli með stakri prýði. Hann er taktískt sterkur og reynist liðinu alltaf vel. Birkir skoraði þrjú mörk í undankeppninni en hann hefur alls skorað 13 mörk fyrir liðið. Birkir er í áttunda sæti yfir markahæstu leikmenn liðsins frá upphafi en þar er hann jafn Þórði Guðjónssyni. Erik Hamrén og Freyr Alexandersson eru og þurfa að vera sveigjanlegri með leikkerfi en forverar þeirra í starfi. Þeir hafa bæði farið í þriggja manna varnarlínu og skipst á að vera með einn eða tvo framherja þegar þeir leika með fjögurra manna vörn. Meiðsli lykilleikmanna og andstæðingur sem leikið er við hverju sinni ræður því hvaða leikkerfi er notast við í hvert skipti. Skoða þarf hvort skipta eigi um vítaskyttu hjá liðinu en Gylfi Þór Sigurðsson hefur brennt af fjórum af síðustu sex vítum fyrir landsliðið eftir að hafa skorað úr fyrstu spyrnum sínum fyrir liðið þar á undan. Gylfi Þór er sparkviss með eindæmum en þarf að taka sér tak ef þetta hlutverk verður ekki tekið af honum.
Birtist í Fréttablaðinu EM 2020 í fótbolta Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Sjá meira