Sjáðu moldóvska stúlknakórinn flytja Lofsönginn
Moldóvar voru öllu gestrisnari í gær en moldóvskur stúlknakór flutti Lofsönginn fyrir leik.
Stúlkurnar í kórnum, sem voru um 30 talsins, voru klæddar í hvíta kufla og sungu Lofsönginn með glæsibrag.
Flutning þeirra á Lofsöngnum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Ísland vann leikinn í Kísínev í gær með tveimur mörkum gegn einu.
Birkir Bjarnason kom Íslandi yfir, Nicolae Milinceanu jafnaði en Gylfi Þór Sigurðsson skoraði svo sigurmark Íslendinga. Hann klúðraði einnig vítaspyrnu í leiknum.
Þetta var síðasti leikur Íslands í undankeppni EM 2020. Liðið fékk 19 stig og endaði í 3. sæti H-riðils.
Tengdar fréttir
Birkir nálgast markahæstu menn
Birkir Bjarnason er áttundi markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi.
Sjáðu mörkin úr leik Íslands og Moldóvu
Ísland lauk leik í undankeppni EM 2020 með sigri á Moldóvu í Kísínev.
Hamrén: Ánægður með hvernig mörk við skoruðum
Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands, var sáttur með að ná í þrjú stig til Moldóvu í kvöld.
Arnór Sig: Við sýndum gæði
Arnór Sigurðsson lék allan leikinn í sigri Íslands á Moldóvu í undankeppni EM í kvöld.
Birkir: Tyrkirnir og Frakkarnir voru bara of sterkir
Birkir Bjarnason skoraði í sigrinum á Moldóvu.
Sverrir Ingi: Hefðum getað skorað fleiri mörk
Sverrir Ingi Ingason, landsliðsmaður í knattspyrnu, segir breiddina í liðinu hafa aukist í undankeppninni.
Kolbeinn studdur af velli í Moldóvu
Kolbeinn Sigþórsson fór meiddur af velli eftir hálftíma leik í Moldóvu.
Hannes: Þetta dugar í flestum riðlunum
Hannesi var létt eftir lokaflautið í kvöld.
Umfjöllun: Moldóva - Ísland 1-2 | Gylfi skoraði sigurmarkið en klikkaði líka á enn einu vítinu
Ísland vann Moldóvu, 1-2, í síðasta leik sínum í undankeppni EM 2020. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sigurmark Íslendinga.
Twitter eftir leik: „Er ekki hægt að panta hann í gigg á 17. júní?“
Ísland vann 2-1 sigur á Moldóvu er liðin mættust í H-riðli undankeppni EM 2020 en leikið var í Chisinau í kvöld.
Einkunnir eftir sigurinn á Moldóvu: Birkir bestur
Birkir Bjarnason stóð upp úr í íslenska liðinu í sigrinum á Moldóvu.