Enski boltinn

Van Dijk dregur sig úr hollenska landsliðshópnum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Virgil van Dijk
Virgil van Dijk vísir/getty
Virgil van Dijk mun ekki taka þátt í lokaleik hollenska landsliðsins í riðlinum í undankeppni EM 2020 þegar liðið mætir Eistlandi í C-riðli á morgun.

Að því er segir í tilkynningu hollenska knattspyrnusambandsins er ástæðan fyrir brotthvarfi fyrirliðans persónulegs eðlis. Þar segir jafnframt að van Dijk hafi þegar yfirgefið hollenska hópinn og haldið til síns heima.

Þess ber að geta að leikur Hollands gegn Eistlandi skiptir þá hollensku litlu máli þar sem liðið tryggði sér farseðil á EM 2020 með því að gera markalaust jafntefli við Norður-Írland á laugardag.

Van Dijk ætti því að vera vel ferskur þegar Liverpool heimsækir Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni næstkomandi laugardag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×