Tíu voru skotnir og þar af eru fjórir látnir eftir að óþekktir aðilar hófu skothríð í garðveislu í Fresno í Kaliforníu í gærkvöldi.
Árásin átti sér stað um klukkan sex síðdegis að þarlendum tíma og var fólkið samankomið til að horfa á leik í ameríska fótboltanum.
Árásarmennirnir komust undan og enginn hefur verið handtekinn vegna málsins allt er á huldu um ástæður árásarinnar.

