Þakklæti efst í huga í dag Nadine Guðrún Yaghi skrifar 17. nóvember 2019 19:00 Þakklæti til viðbragðsaðila er efst í huga konu sem missti tveggja ára bróður sinn í umferðarslysi og á systur sem slasaðist alvarlega í umferðinni. Árleg alþjóðleg minningarathögn um fórnarlömb umferðarslysa var haldin við þyrlupall bráðamóttöku Landspítalans í dag. Fimm hafa látist í umferðarslysum hér á landi í ár. Þetta er áttunda árið þar sem athöfnin fer fram hér á landi og fórnarlamba umferðarslysa er minnst. Sambærilegar athafnir voru haldnar víða um land í dag og einnig víða um heim á vegum Sameinuðu þjóðanna sem hafa tileinkað þriðja sunnudegi í nóvember þessari minningu. Athöfnin í Fossvogi byrjaði á því að þyrla Landhelgisgæslunnar lenti við spítalann. Sú hefð hefur skapast hér á landi að heiðra þær starfsstéttir sem sinna björgun og aðhlynningu þegar umferðarslys verða. Dagurinn hér á landi er þannig bæði tileinkaður viðbragðsaðilum, fórnarlömbum og aðstandendum þeirra.Fimm látist í ár Frá fyrsta skráða umferðarslysinu árið 1915 hafa 1573 látist í umferðinni á Íslandi. Þegar athöfnin var haldin á sama tíma í fyrra höfðu þrettán manns látið lífið það ár. Fimm hafa látist í ár. „Það eru fimm of margir þrátt fyrir að umferðarslysin séu færri í ár. Við eigum aldrei að þurfa að sætta okkur við slys,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra sem hélt erindi á athöfninni. Að meðaltali slasist árlega 178 manns alvarlega í umferðinni hér á landi. Slysin séu eitt af þurftarfrekustu heilbrigðisvandamálum þjóðarinnar og kosti samfélagið mikla fjármuni og vinnu. „Þá eru ótaldar allar sálarkvalirnar, sorgin og vonbrigðin sem eru óhjákvæmilegur fylgifiskur þess að fólki í blóma lífsins er skyndilega kippt í burtu eða það svipt færninni til þess að lifa og starfa með eðlilegum hætti,“ sagði Sigurður Ingi. Þakklæti efst í huga Ásu Ása Ottesen missti tveggja ára gamlan bróður sinn í umferðarslysi árið 1997 og í sumar slasaðist systir hennar alvarlega í umferðarslysi. Þakklæti er henni efst í huga í dag. „Til allra sem komu að slysstað og allra sem koma að aðhlynningu sjúklinga og öllu þessu frábæra teymi sem tekur utan um fólk. Sjúklinga og aðstandendur,“ segir Ása. Hún segir aðskilað akstursstefna líkalega hafa geta komið í veg fyrir slysin sem systir hennar og bróðir lentu í. Litli bróðir hennar lenti í árekstri þegar tvær bifreiðar sem ekið var í gagnstæða átt rákust saman og systir hennar þegar hún ætlaði sér að taka fram úr á sama tíma og önnur bifreið. „Ferðamönnum hefur fjölgað og mér finnst bara að það eigi að tvöfalda vegina þannig það sé ekki svona hættulegt að mæta bíl og að allir þurfi ekki að vera taka fram úr og annað. Allavega á þessum hættulegustu köfum,“ segir Ása. Samgöngur Samgönguslys Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Þakklæti til viðbragðsaðila er efst í huga konu sem missti tveggja ára bróður sinn í umferðarslysi og á systur sem slasaðist alvarlega í umferðinni. Árleg alþjóðleg minningarathögn um fórnarlömb umferðarslysa var haldin við þyrlupall bráðamóttöku Landspítalans í dag. Fimm hafa látist í umferðarslysum hér á landi í ár. Þetta er áttunda árið þar sem athöfnin fer fram hér á landi og fórnarlamba umferðarslysa er minnst. Sambærilegar athafnir voru haldnar víða um land í dag og einnig víða um heim á vegum Sameinuðu þjóðanna sem hafa tileinkað þriðja sunnudegi í nóvember þessari minningu. Athöfnin í Fossvogi byrjaði á því að þyrla Landhelgisgæslunnar lenti við spítalann. Sú hefð hefur skapast hér á landi að heiðra þær starfsstéttir sem sinna björgun og aðhlynningu þegar umferðarslys verða. Dagurinn hér á landi er þannig bæði tileinkaður viðbragðsaðilum, fórnarlömbum og aðstandendum þeirra.Fimm látist í ár Frá fyrsta skráða umferðarslysinu árið 1915 hafa 1573 látist í umferðinni á Íslandi. Þegar athöfnin var haldin á sama tíma í fyrra höfðu þrettán manns látið lífið það ár. Fimm hafa látist í ár. „Það eru fimm of margir þrátt fyrir að umferðarslysin séu færri í ár. Við eigum aldrei að þurfa að sætta okkur við slys,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra sem hélt erindi á athöfninni. Að meðaltali slasist árlega 178 manns alvarlega í umferðinni hér á landi. Slysin séu eitt af þurftarfrekustu heilbrigðisvandamálum þjóðarinnar og kosti samfélagið mikla fjármuni og vinnu. „Þá eru ótaldar allar sálarkvalirnar, sorgin og vonbrigðin sem eru óhjákvæmilegur fylgifiskur þess að fólki í blóma lífsins er skyndilega kippt í burtu eða það svipt færninni til þess að lifa og starfa með eðlilegum hætti,“ sagði Sigurður Ingi. Þakklæti efst í huga Ásu Ása Ottesen missti tveggja ára gamlan bróður sinn í umferðarslysi árið 1997 og í sumar slasaðist systir hennar alvarlega í umferðarslysi. Þakklæti er henni efst í huga í dag. „Til allra sem komu að slysstað og allra sem koma að aðhlynningu sjúklinga og öllu þessu frábæra teymi sem tekur utan um fólk. Sjúklinga og aðstandendur,“ segir Ása. Hún segir aðskilað akstursstefna líkalega hafa geta komið í veg fyrir slysin sem systir hennar og bróðir lentu í. Litli bróðir hennar lenti í árekstri þegar tvær bifreiðar sem ekið var í gagnstæða átt rákust saman og systir hennar þegar hún ætlaði sér að taka fram úr á sama tíma og önnur bifreið. „Ferðamönnum hefur fjölgað og mér finnst bara að það eigi að tvöfalda vegina þannig það sé ekki svona hættulegt að mæta bíl og að allir þurfi ekki að vera taka fram úr og annað. Allavega á þessum hættulegustu köfum,“ segir Ása.
Samgöngur Samgönguslys Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira