Karlmaður lést í vikunni vegna ofskammts af kókaíni í æð Nadine Guðrún Yaghi skrifar 17. nóvember 2019 19:00 Karlmaður á fertugsaldri lést í vikunni eftir að hafa verið sprautaður með kókaíni í æð. Lögregla og læknar á Vogi merkja fjölgun þeirra sem sprauta sig með efninu. Maðurinn fannst meðvitundarlaus á gangi Hótel sögu síðustu helgi. Maðurinn, sem var langt leiddur fíkill, var ekki gestur hótelsins. Annar maður sem hafði verið með honum tilkynnti starfsmönnum hótelsins um ástand hans. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús en hann lést í vikunni og er talið að rekja megi andlátið til þess að hann hafi fengið kókaíni í æð.Uppfært: Ingi Freyr Ágústsson, réttargæslumaður mannsins sem um ræðir, segir myndbandsupptöku af atvikinu sýna að hinn maðurinn hafi sprautað þann sem lést. Þar að auki hafi hann dregið að láta vita af manninum eftir að ljóst var að hann hafi fengið of stóran skammt. Fyrirsögn og frétt hefur verið breytt með tilliti til þessa.Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að fólk sprauti sig til með kókaíni í auknum mæliKarl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild, staðfestir að mál af þessum toga hafi komið upp á hóteli í miðborginni. Eins og fjallað hefur verið um hefur kókaínneysla á Íslandi aukist mikið að undanförnu. Þar að auki er efnið sterkara og hreinna. Karl Steinar segir að lögregla merki breytingu í neyslumynstrinu, fólk sprauti sig til að mynda með efninu í auknum mæli.Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, segir að hlutfall þeirra sem sprauti vímuefnum í æð hafi aukist síðustu árValgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi tekur í sama streng. „Í gegnum tíðina hefur þetta verið tekið í nefnið en fólk er líka að fikta við það að reykja kókaín og sprauta því í æð líka. Þannig það er breytt mynstur,“ segir Valgerður. Hlutfall þeirra sem spauti vímuefnum í æð hafi því miður aukist síðustu ár. 23 prósent sjúklinga á Vogi árið 2015 höfðu greinst með sprautufíkn eða 363 einstaklingar. Þeir voru orðnir 26 prósent í fyrra, eða 443 einstaklingar. Flestir sprauti örvandi vímuefnum í æð. „Það er amfetamín og síðan kókaín og það er orðin stærri hluti af þessum örvandi lyfjafíknarfaraldri hjá okkur síðustu árin,“ segir Valgerður. Það sé mikil lífshætta sem fylgi því að sprauta vímuefnum í æð. „Kókaínið getur valdið spasma í æðum og líkt eftir kransæðastíflu og valdið hjartsláttartruflunum. Það náttúrulega setur allt kerfið hratt af stað og er örvandi á líffærakerfið,“ segir Valgerður. Fíkn Lögreglumál Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Karlmaður á fertugsaldri lést í vikunni eftir að hafa verið sprautaður með kókaíni í æð. Lögregla og læknar á Vogi merkja fjölgun þeirra sem sprauta sig með efninu. Maðurinn fannst meðvitundarlaus á gangi Hótel sögu síðustu helgi. Maðurinn, sem var langt leiddur fíkill, var ekki gestur hótelsins. Annar maður sem hafði verið með honum tilkynnti starfsmönnum hótelsins um ástand hans. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús en hann lést í vikunni og er talið að rekja megi andlátið til þess að hann hafi fengið kókaíni í æð.Uppfært: Ingi Freyr Ágústsson, réttargæslumaður mannsins sem um ræðir, segir myndbandsupptöku af atvikinu sýna að hinn maðurinn hafi sprautað þann sem lést. Þar að auki hafi hann dregið að láta vita af manninum eftir að ljóst var að hann hafi fengið of stóran skammt. Fyrirsögn og frétt hefur verið breytt með tilliti til þessa.Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að fólk sprauti sig til með kókaíni í auknum mæliKarl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild, staðfestir að mál af þessum toga hafi komið upp á hóteli í miðborginni. Eins og fjallað hefur verið um hefur kókaínneysla á Íslandi aukist mikið að undanförnu. Þar að auki er efnið sterkara og hreinna. Karl Steinar segir að lögregla merki breytingu í neyslumynstrinu, fólk sprauti sig til að mynda með efninu í auknum mæli.Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, segir að hlutfall þeirra sem sprauti vímuefnum í æð hafi aukist síðustu árValgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi tekur í sama streng. „Í gegnum tíðina hefur þetta verið tekið í nefnið en fólk er líka að fikta við það að reykja kókaín og sprauta því í æð líka. Þannig það er breytt mynstur,“ segir Valgerður. Hlutfall þeirra sem spauti vímuefnum í æð hafi því miður aukist síðustu ár. 23 prósent sjúklinga á Vogi árið 2015 höfðu greinst með sprautufíkn eða 363 einstaklingar. Þeir voru orðnir 26 prósent í fyrra, eða 443 einstaklingar. Flestir sprauti örvandi vímuefnum í æð. „Það er amfetamín og síðan kókaín og það er orðin stærri hluti af þessum örvandi lyfjafíknarfaraldri hjá okkur síðustu árin,“ segir Valgerður. Það sé mikil lífshætta sem fylgi því að sprauta vímuefnum í æð. „Kókaínið getur valdið spasma í æðum og líkt eftir kransæðastíflu og valdið hjartsláttartruflunum. Það náttúrulega setur allt kerfið hratt af stað og er örvandi á líffærakerfið,“ segir Valgerður.
Fíkn Lögreglumál Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira