Sólveig Anna telur framferði Þorsteins Más lágkúrulegt Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. nóvember 2019 14:45 Frá starfsmannafundi Samherja. Vísir/Sigurjón Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að sér hafi þótt merkilegt að sjá Þorstein Má Baldvinsson, fráfarandi forstjóra Samherja, ávarpa starfsmannafund fyrirtækisins á Dalvík, þar sem hann lýsti umfjöllun fjölmiðla um hið svokallaða Samherjamál, sem snýr meðal annars að meintum mútum fyrirtækisins til ráðamanna í Namibíu, sem „árás á starfsmenn Samherja.“ Þetta kom fram í Silfrinu á RÚV í dag. Þá var deild um það sjónarmið Helgu Völu Helgadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, um að kyrrsetja ætti eignir Samherja. Sólveig Anna lýsti því hvernig hún teldi það sjónarmið Þorsteins að umfjöllun fjölmiðla um Samherja væri raunar árás á fyrirtækið á starfsfólk þess undarlegt og sagðist hún ekki telja forstjórann vera á sama báti og starfsfólk Samherja á Dalvík. „Eins og það að hann hafi gerst uppvís að stórkostlegum glæpsamlegum málum hafi eitthvað með þetta fólk að gera. Ekki nema það hafi orðið einhver stórkostleg lýðræðisvæðing í þessu fyrirtæki og að starfsfólkið sjálft sé ásamt honum orðnir einhverjir eigendur að þessum atvinnutækjum, án þess að það hafi gerst og þau séu þá orðin samsek um þetta, þá er þetta náttúrulega bara absúrd og að mínu mati er þetta bara ótrúleg lágkúra að leyfa sér þetta framferði,“ sagði Sólveig Anna.Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur lagt það til að eignir Samherja verði frystar meðan mál fyrirtækisins verði tekið til rannsóknar. Skýrði hún þá afstöðu sína með vísan til þess að alvanalegt sé að eignir fyrirtækja séu frystar, þegar fyrirtækin eru rannsökuð, til að mynda fyrir efnahags- eða skattalagabrot.Sjá einnig: Sagði umfjöllun „árás á starfsmenn Samherja“ „Frysting eigna þýðir ekki vinnustöðvun eða að fyrirtækinu sé lokað. Það er bara verið að tryggja ákveðna hagsmuni þannig að ákveðnar eignir séu ekki seldar út. Við getum séð til dæmis togara, sem yrði þá ekki siglt í höfn, heldur einfaldlega er þinglýst á eignina kyrrsetningu, þannig að eigandi skipsins eða frystihússins eða farartækisins eða hvað sem er, getur þá ekki selt þennan einstaka hlut út úr fyrirtækinu, sem er þá verðmæti. Þetta er bara alvanalegt,“ sagði Helga Vala og benti á að rannsóknir á málum líkum og Samherjamálinu séu flóknar og geti tekið langan tíma. „Á þessum tíma er mjög einfalt fyrir þann sem að þarf að sæta rannsókn, bara að skjóta undan eignum.“ Helga Vala ítrekaði einnig að frysting á eignum Samherja beindist ekki gegn starfsfólki Samherja eða Dalvíkingum, sem væri fólk sem ekkert hefði unnið sér til sakar. Þá gerði hún, líkt og Sólveig Anna, athugasemd við starfsmannafund Þorsteins Más.Helga Vala, Sólveig Anna og Sigríður Andersen.Vísir/Vilhelm/Samsett„Mér finnst þetta ljótt. Mér finnst þetta ljótt af Þorsteini. Mér finnst þetta ljótt af honum, að gera þetta fólk, sem hefur ekkert til sakar unnið, samsekt með sér og segja „ég treysti því að þið standið með mér í þessu.“ Mér finnst þetta ekki fallega gert af yfirmanni,“ sagði hún. Sigríður Á. Andersen, alþingismaður og fyrrverandi dómsmálaráðherra, sagði málið allt hið ömurlegasta og eðlilegt að fólk hefði skoðanir á því og tjáði sig. „Mér finnst hins vegar skipta máli hvernig það er gert. Af því þú nefnir sértaklega þessi ummæli um kyrrsetningu þá finnst mér fara afskaplega illa á því að stjórnmálamenn, af því að við erum auðvitað í annarri stöðu en fólk kannski á kaffistofu að ræða þessi mál í daglegu tali, berum kannski aðeins meiri ábyrgð og orð okkar vega kannski aðeins þyngra en annarra í þessu,“ sagði Sigríður. Sigríður sagðist telja óeðlilegt að stjórnmálamenn kæmu fram með ábendingar til lögbærra yfirvalda sem nú færu með rannsókn málsins. Hún nefndi þá einnig dæmi um mál fyrirtækja og jafnvel einstaklinga sem ratað hafa inn í sali Alþingis. Nefndi hún þar Guðmundar- og Geirfinnsmálið og Hafskipsmálið. „Mér finnst þetta óheppilegt, að menn séu að taka þessi mál sem að vissulega þarf að skoða, enda eru þau til skoðunar, það er að segja möguleg þátttöku íslensks fyrirtækis með því að múta stjórnmálamönnum í öðru landi,“ sagði Sigríður.Hér má nálgast Silfrið í heild sinni. Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Forstjóri Samherja veit ekki hvort lög voru brotin Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, segir að sér hafi runnið blóðið til skyldunnar þegar honum bauðst að taka við stöðu forstjóra fyrirtækisins, seint á miðvikudagskvöld. Daginn eftir var tilkynnt að Þorsteinn Már Baldvinsson myndi draga sig í hlé meðan innri rannsókn fyrirtækisins á starfsemi Samherja í Namibíu stendur yfir, en hún er í höndum norskrar lögmannsstofu. 17. nóvember 2019 12:36 Sagði umfjöllun „árás á starfsmenn Samherja“ Þorsteinn Már Baldvinsson, fráfarandi forstjóri Samherja, stappaði stálinu í starfsfólk félagsins á fundi í fiskvinnslu félagsins á Dalvík á fimmtudaginn. 16. nóvember 2019 17:46 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Fleiri fréttir Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að sér hafi þótt merkilegt að sjá Þorstein Má Baldvinsson, fráfarandi forstjóra Samherja, ávarpa starfsmannafund fyrirtækisins á Dalvík, þar sem hann lýsti umfjöllun fjölmiðla um hið svokallaða Samherjamál, sem snýr meðal annars að meintum mútum fyrirtækisins til ráðamanna í Namibíu, sem „árás á starfsmenn Samherja.“ Þetta kom fram í Silfrinu á RÚV í dag. Þá var deild um það sjónarmið Helgu Völu Helgadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, um að kyrrsetja ætti eignir Samherja. Sólveig Anna lýsti því hvernig hún teldi það sjónarmið Þorsteins að umfjöllun fjölmiðla um Samherja væri raunar árás á fyrirtækið á starfsfólk þess undarlegt og sagðist hún ekki telja forstjórann vera á sama báti og starfsfólk Samherja á Dalvík. „Eins og það að hann hafi gerst uppvís að stórkostlegum glæpsamlegum málum hafi eitthvað með þetta fólk að gera. Ekki nema það hafi orðið einhver stórkostleg lýðræðisvæðing í þessu fyrirtæki og að starfsfólkið sjálft sé ásamt honum orðnir einhverjir eigendur að þessum atvinnutækjum, án þess að það hafi gerst og þau séu þá orðin samsek um þetta, þá er þetta náttúrulega bara absúrd og að mínu mati er þetta bara ótrúleg lágkúra að leyfa sér þetta framferði,“ sagði Sólveig Anna.Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur lagt það til að eignir Samherja verði frystar meðan mál fyrirtækisins verði tekið til rannsóknar. Skýrði hún þá afstöðu sína með vísan til þess að alvanalegt sé að eignir fyrirtækja séu frystar, þegar fyrirtækin eru rannsökuð, til að mynda fyrir efnahags- eða skattalagabrot.Sjá einnig: Sagði umfjöllun „árás á starfsmenn Samherja“ „Frysting eigna þýðir ekki vinnustöðvun eða að fyrirtækinu sé lokað. Það er bara verið að tryggja ákveðna hagsmuni þannig að ákveðnar eignir séu ekki seldar út. Við getum séð til dæmis togara, sem yrði þá ekki siglt í höfn, heldur einfaldlega er þinglýst á eignina kyrrsetningu, þannig að eigandi skipsins eða frystihússins eða farartækisins eða hvað sem er, getur þá ekki selt þennan einstaka hlut út úr fyrirtækinu, sem er þá verðmæti. Þetta er bara alvanalegt,“ sagði Helga Vala og benti á að rannsóknir á málum líkum og Samherjamálinu séu flóknar og geti tekið langan tíma. „Á þessum tíma er mjög einfalt fyrir þann sem að þarf að sæta rannsókn, bara að skjóta undan eignum.“ Helga Vala ítrekaði einnig að frysting á eignum Samherja beindist ekki gegn starfsfólki Samherja eða Dalvíkingum, sem væri fólk sem ekkert hefði unnið sér til sakar. Þá gerði hún, líkt og Sólveig Anna, athugasemd við starfsmannafund Þorsteins Más.Helga Vala, Sólveig Anna og Sigríður Andersen.Vísir/Vilhelm/Samsett„Mér finnst þetta ljótt. Mér finnst þetta ljótt af Þorsteini. Mér finnst þetta ljótt af honum, að gera þetta fólk, sem hefur ekkert til sakar unnið, samsekt með sér og segja „ég treysti því að þið standið með mér í þessu.“ Mér finnst þetta ekki fallega gert af yfirmanni,“ sagði hún. Sigríður Á. Andersen, alþingismaður og fyrrverandi dómsmálaráðherra, sagði málið allt hið ömurlegasta og eðlilegt að fólk hefði skoðanir á því og tjáði sig. „Mér finnst hins vegar skipta máli hvernig það er gert. Af því þú nefnir sértaklega þessi ummæli um kyrrsetningu þá finnst mér fara afskaplega illa á því að stjórnmálamenn, af því að við erum auðvitað í annarri stöðu en fólk kannski á kaffistofu að ræða þessi mál í daglegu tali, berum kannski aðeins meiri ábyrgð og orð okkar vega kannski aðeins þyngra en annarra í þessu,“ sagði Sigríður. Sigríður sagðist telja óeðlilegt að stjórnmálamenn kæmu fram með ábendingar til lögbærra yfirvalda sem nú færu með rannsókn málsins. Hún nefndi þá einnig dæmi um mál fyrirtækja og jafnvel einstaklinga sem ratað hafa inn í sali Alþingis. Nefndi hún þar Guðmundar- og Geirfinnsmálið og Hafskipsmálið. „Mér finnst þetta óheppilegt, að menn séu að taka þessi mál sem að vissulega þarf að skoða, enda eru þau til skoðunar, það er að segja möguleg þátttöku íslensks fyrirtækis með því að múta stjórnmálamönnum í öðru landi,“ sagði Sigríður.Hér má nálgast Silfrið í heild sinni.
Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Forstjóri Samherja veit ekki hvort lög voru brotin Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, segir að sér hafi runnið blóðið til skyldunnar þegar honum bauðst að taka við stöðu forstjóra fyrirtækisins, seint á miðvikudagskvöld. Daginn eftir var tilkynnt að Þorsteinn Már Baldvinsson myndi draga sig í hlé meðan innri rannsókn fyrirtækisins á starfsemi Samherja í Namibíu stendur yfir, en hún er í höndum norskrar lögmannsstofu. 17. nóvember 2019 12:36 Sagði umfjöllun „árás á starfsmenn Samherja“ Þorsteinn Már Baldvinsson, fráfarandi forstjóri Samherja, stappaði stálinu í starfsfólk félagsins á fundi í fiskvinnslu félagsins á Dalvík á fimmtudaginn. 16. nóvember 2019 17:46 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Fleiri fréttir Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Forstjóri Samherja veit ekki hvort lög voru brotin Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, segir að sér hafi runnið blóðið til skyldunnar þegar honum bauðst að taka við stöðu forstjóra fyrirtækisins, seint á miðvikudagskvöld. Daginn eftir var tilkynnt að Þorsteinn Már Baldvinsson myndi draga sig í hlé meðan innri rannsókn fyrirtækisins á starfsemi Samherja í Namibíu stendur yfir, en hún er í höndum norskrar lögmannsstofu. 17. nóvember 2019 12:36
Sagði umfjöllun „árás á starfsmenn Samherja“ Þorsteinn Már Baldvinsson, fráfarandi forstjóri Samherja, stappaði stálinu í starfsfólk félagsins á fundi í fiskvinnslu félagsins á Dalvík á fimmtudaginn. 16. nóvember 2019 17:46