Bjartsýnn fyrir hönd íslenskunnar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 16. nóvember 2019 19:32 Rappsveitin Reykjavíkurdætur og Jón G. Friðjónsson prófessor voru heiðruð í dag á degi íslenskrar tungu. Mennta- og menningarmálaráðherra ætlar að kynna áform í þágu íslensku- og lestrarkennslu um mánaðamótin. Á glerhjúpi Hörpu birtist glóandi orðalistaverk síðdegis í dag að lokinni fjölbreyttri dagskrá í Gamla bíói í tilefni af degi íslenskrar tungu. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, veitt prófessor Jóni G. Friðjónssyni verðlaun Jónasar Hallgrímssonar fyrir framlag hans til íslenskrar tungu. „Prófessor Jón hefur kennt málvísindi og íslenska málfræði í Háskóla Íslands og samið kennsluefni um áratuga skeið, svo segja má að allflestir íslenskufræðingar og aðrir sem láta sig íslenska tungu einhverju varða þekki verk hans og hafi notið leiðsagnar hans á einn eða annan hátt,“ segir meðal annars í rökstuðningi dómnefndar. Jón segir verðlaunin mikinn heiður og kveðst bjartsýnn fyrir hönd íslenskunnar. „Íslensk tunga hún verður að þola breytingar á hverjum tíma,“ segir Jón. Þá fengu Reykjavíkurdætur sérstaka viðurkenningu fyrir að hafa náð að koma reynsluheimi ungs fólks í orð svo eftir sé tekið. „Við erum fullar af stolti og auðmjúkar og glaðar,“ segir Reykjavíkurdóttirin Þuríður Blær Jóhannsdóttir. Mæður í hópnum segjast leggja mikið upp úr góðu íslenskuuppeldi. „Við lesum á hverjum degi og tölum bara íslensku og ekkert Youtube,“ segir Þórdís Björk Þorfinnsdóttir. Reykjavíkurdóttirin Þura Stína segir rappið vera góða leið til að miðla íslenskri tungu. „Það er bara mjög sterk leið til að koma tungumálinu okkar á framfæri, sérstaklega erlendis því við spilum í rauninni bara þar,“ segir Þura Stína. Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra segir fagnaðarefni að ný rannsókn bendi til þess að lestur sé að aukast. „Lesturinn mun tryggja það að tungumálið okkar lifi,“ segir Lilja. Spurð hvort einhver áform séu fyrirhuguð af hálfu stjórnvalda til að bregðast við lakri lestrarkunnáttu í hópi drengja og meðal þeirra sem ekki hafa íslensku að móðurmáli segir Lilja svo vera. „Það eru mjög spennandi áform í þeim efnum og þau verða kynnt í byrjun desember,“ segir Lilja. Íslenska á tækniöld Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Fleiri fréttir Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Sjá meira
Rappsveitin Reykjavíkurdætur og Jón G. Friðjónsson prófessor voru heiðruð í dag á degi íslenskrar tungu. Mennta- og menningarmálaráðherra ætlar að kynna áform í þágu íslensku- og lestrarkennslu um mánaðamótin. Á glerhjúpi Hörpu birtist glóandi orðalistaverk síðdegis í dag að lokinni fjölbreyttri dagskrá í Gamla bíói í tilefni af degi íslenskrar tungu. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, veitt prófessor Jóni G. Friðjónssyni verðlaun Jónasar Hallgrímssonar fyrir framlag hans til íslenskrar tungu. „Prófessor Jón hefur kennt málvísindi og íslenska málfræði í Háskóla Íslands og samið kennsluefni um áratuga skeið, svo segja má að allflestir íslenskufræðingar og aðrir sem láta sig íslenska tungu einhverju varða þekki verk hans og hafi notið leiðsagnar hans á einn eða annan hátt,“ segir meðal annars í rökstuðningi dómnefndar. Jón segir verðlaunin mikinn heiður og kveðst bjartsýnn fyrir hönd íslenskunnar. „Íslensk tunga hún verður að þola breytingar á hverjum tíma,“ segir Jón. Þá fengu Reykjavíkurdætur sérstaka viðurkenningu fyrir að hafa náð að koma reynsluheimi ungs fólks í orð svo eftir sé tekið. „Við erum fullar af stolti og auðmjúkar og glaðar,“ segir Reykjavíkurdóttirin Þuríður Blær Jóhannsdóttir. Mæður í hópnum segjast leggja mikið upp úr góðu íslenskuuppeldi. „Við lesum á hverjum degi og tölum bara íslensku og ekkert Youtube,“ segir Þórdís Björk Þorfinnsdóttir. Reykjavíkurdóttirin Þura Stína segir rappið vera góða leið til að miðla íslenskri tungu. „Það er bara mjög sterk leið til að koma tungumálinu okkar á framfæri, sérstaklega erlendis því við spilum í rauninni bara þar,“ segir Þura Stína. Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra segir fagnaðarefni að ný rannsókn bendi til þess að lestur sé að aukast. „Lesturinn mun tryggja það að tungumálið okkar lifi,“ segir Lilja. Spurð hvort einhver áform séu fyrirhuguð af hálfu stjórnvalda til að bregðast við lakri lestrarkunnáttu í hópi drengja og meðal þeirra sem ekki hafa íslensku að móðurmáli segir Lilja svo vera. „Það eru mjög spennandi áform í þeim efnum og þau verða kynnt í byrjun desember,“ segir Lilja.
Íslenska á tækniöld Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Fleiri fréttir Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent