Meint brot Samherja í andstöðu við það sem atvinnulífið vill standa fyrir Stefán Ó. Jónsson og Eiður Þór Árnason skrifa 16. nóvember 2019 13:48 Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, segir ásakanirnar grafalvarlegt mál. Vísir/Vilhelm Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, segir að ef ásakanir á hendur Samherja reynist sannar sé það framferði í andstöðu við það sem íslenskt atvinnulíf vill standa fyrir. Hann leggur áherslu á að málið verði leitt til lykta og ekki anað að niðurstöðu. Samtök atvinnulífsins setji sig ekki upp á móti öflugu eftirliti, þó svo þau lýsi efasemdum sínum um umfang íslenskra eftirlitsstofnana.Segjast slegin yfir ásökununum Samtök atvinnulífsins sendu frá sér yfirlýsingu í gærkvöld, þar sem samtökin segjast vera slegin yfir þeim fréttum sem birst hafa síðustu daga og snúa að viðskiptum Samherja í Namibíu. Lögð er áhersla á að málið verði rannsakað gaumgæfilega og fagna samtökin því að stjórn Samherja hafi blásið til rannsóknar og „hafist handa með afdráttarlausum aðgerðum að endurvinna traust,“ eins og það er orðað. „Það sem er þarna verið að tala um er auðvitað grafalvarlegt mál og í andstöðu við það sem við viljum vinna eftir, íslenskt atvinnulíf,“ segir Eyjólfur í samtali við fréttastofu. Hann segir samtökin stöðugt beina því til sinna aðildarfélaga að fara að lögum og reglum. „En að því sögðu þá er auðvitað rétt að það komi fram að þetta tiltekna mál er á algjöru byrjunarstigi og eðlilegt að sjá hvernig því fram vindur og gefa aðilum máls færi á að koma sínum gögnum á framfæri.“SA beitt sér fyrir einföldun eftirlits með fyrirtækjumNú hafa Samtök atvinnulífsins lýst efasemdum um það sem þið kallið eftirlitssamfélagið, segið að þar ríki tortryggni í garð atvinnulífsins og hafið kallað eftir einföldun eftirlits. Sýnir Samherjamálið ekki einmitt að þörf sé á virku og öflugu eftirliti með íslenskum fyrirtækjum?„Jú, það er alveg hárrétt hjá þér. Það er nefnilega þörf á virku og öflugu eftirliti en magn eftirlits og mikið eftirlit er ekki endilega virkt eftirlit. Við erum ekki og munum aldrei verða á móti eftirliti,“ bætti Eyjólfur við. Eyjólfur segir mikilvægt að ekki verði anað að niðurstöðum, það séu heildarhagsmunir allra að niðurstaða fáist í málið og að og að orðspor þjóðarinnar og atvinnulífs á Íslandi skaðist sem minnst. „Það er þannig að traust í öllum samskiptum er gríðarlega mikilvægt. Það er ekki nema tíu ár síðan við fórum í gegnum skafl sem rýrði traust allverulega. Það tekur stuttan tíma að hreyta því frá sér en langan tíma að vinna það upp, þannig að það er mjög mikilvægt að viðhalda því,“ segir Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins. Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir „Samherji í Íslandi er komið í rasshaft“ Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort Þorsteinn Már Baldvinsson muni segja sig frá stjórnarformennsku í Framherja í Færeyjum á meðan rannsókn á starfsháttum Samherja í Namibíu stendur yfir. 16. nóvember 2019 11:55 Dalvíkingar segja tvær hliðar vera á Samherjamálinu Dalvíkingar komu saman við höfnina í bænum í gær þegar nýr hafnargarður var vígður og nýtt frystihús Samherja var opnað gestum. 16. nóvember 2019 10:03 Kyrrsetning eigna sé vel þekkt úrræði í sakamálum Sveinn Andri Sveinsson, hæstaréttarlögmaður, segir heimildir um kyrrsetningu eigna vel þekkt úrræði í sakamálum. 15. nóvember 2019 18:25 Norðmenn fjalla um þátt DNB í Samherjamálinu Samherjamálið hefur vakið mikla athygli í Noregi. Fjölmiðlar í landinu hafa undanfarna daga fjallað um ásakanir um að Samherji hafi greitt mútur í gegnum norska ríkisbankann DNB. 15. nóvember 2019 18:30 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Fleiri fréttir Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Sjá meira
Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, segir að ef ásakanir á hendur Samherja reynist sannar sé það framferði í andstöðu við það sem íslenskt atvinnulíf vill standa fyrir. Hann leggur áherslu á að málið verði leitt til lykta og ekki anað að niðurstöðu. Samtök atvinnulífsins setji sig ekki upp á móti öflugu eftirliti, þó svo þau lýsi efasemdum sínum um umfang íslenskra eftirlitsstofnana.Segjast slegin yfir ásökununum Samtök atvinnulífsins sendu frá sér yfirlýsingu í gærkvöld, þar sem samtökin segjast vera slegin yfir þeim fréttum sem birst hafa síðustu daga og snúa að viðskiptum Samherja í Namibíu. Lögð er áhersla á að málið verði rannsakað gaumgæfilega og fagna samtökin því að stjórn Samherja hafi blásið til rannsóknar og „hafist handa með afdráttarlausum aðgerðum að endurvinna traust,“ eins og það er orðað. „Það sem er þarna verið að tala um er auðvitað grafalvarlegt mál og í andstöðu við það sem við viljum vinna eftir, íslenskt atvinnulíf,“ segir Eyjólfur í samtali við fréttastofu. Hann segir samtökin stöðugt beina því til sinna aðildarfélaga að fara að lögum og reglum. „En að því sögðu þá er auðvitað rétt að það komi fram að þetta tiltekna mál er á algjöru byrjunarstigi og eðlilegt að sjá hvernig því fram vindur og gefa aðilum máls færi á að koma sínum gögnum á framfæri.“SA beitt sér fyrir einföldun eftirlits með fyrirtækjumNú hafa Samtök atvinnulífsins lýst efasemdum um það sem þið kallið eftirlitssamfélagið, segið að þar ríki tortryggni í garð atvinnulífsins og hafið kallað eftir einföldun eftirlits. Sýnir Samherjamálið ekki einmitt að þörf sé á virku og öflugu eftirliti með íslenskum fyrirtækjum?„Jú, það er alveg hárrétt hjá þér. Það er nefnilega þörf á virku og öflugu eftirliti en magn eftirlits og mikið eftirlit er ekki endilega virkt eftirlit. Við erum ekki og munum aldrei verða á móti eftirliti,“ bætti Eyjólfur við. Eyjólfur segir mikilvægt að ekki verði anað að niðurstöðum, það séu heildarhagsmunir allra að niðurstaða fáist í málið og að og að orðspor þjóðarinnar og atvinnulífs á Íslandi skaðist sem minnst. „Það er þannig að traust í öllum samskiptum er gríðarlega mikilvægt. Það er ekki nema tíu ár síðan við fórum í gegnum skafl sem rýrði traust allverulega. Það tekur stuttan tíma að hreyta því frá sér en langan tíma að vinna það upp, þannig að það er mjög mikilvægt að viðhalda því,“ segir Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins.
Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir „Samherji í Íslandi er komið í rasshaft“ Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort Þorsteinn Már Baldvinsson muni segja sig frá stjórnarformennsku í Framherja í Færeyjum á meðan rannsókn á starfsháttum Samherja í Namibíu stendur yfir. 16. nóvember 2019 11:55 Dalvíkingar segja tvær hliðar vera á Samherjamálinu Dalvíkingar komu saman við höfnina í bænum í gær þegar nýr hafnargarður var vígður og nýtt frystihús Samherja var opnað gestum. 16. nóvember 2019 10:03 Kyrrsetning eigna sé vel þekkt úrræði í sakamálum Sveinn Andri Sveinsson, hæstaréttarlögmaður, segir heimildir um kyrrsetningu eigna vel þekkt úrræði í sakamálum. 15. nóvember 2019 18:25 Norðmenn fjalla um þátt DNB í Samherjamálinu Samherjamálið hefur vakið mikla athygli í Noregi. Fjölmiðlar í landinu hafa undanfarna daga fjallað um ásakanir um að Samherji hafi greitt mútur í gegnum norska ríkisbankann DNB. 15. nóvember 2019 18:30 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Fleiri fréttir Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Sjá meira
„Samherji í Íslandi er komið í rasshaft“ Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort Þorsteinn Már Baldvinsson muni segja sig frá stjórnarformennsku í Framherja í Færeyjum á meðan rannsókn á starfsháttum Samherja í Namibíu stendur yfir. 16. nóvember 2019 11:55
Dalvíkingar segja tvær hliðar vera á Samherjamálinu Dalvíkingar komu saman við höfnina í bænum í gær þegar nýr hafnargarður var vígður og nýtt frystihús Samherja var opnað gestum. 16. nóvember 2019 10:03
Kyrrsetning eigna sé vel þekkt úrræði í sakamálum Sveinn Andri Sveinsson, hæstaréttarlögmaður, segir heimildir um kyrrsetningu eigna vel þekkt úrræði í sakamálum. 15. nóvember 2019 18:25
Norðmenn fjalla um þátt DNB í Samherjamálinu Samherjamálið hefur vakið mikla athygli í Noregi. Fjölmiðlar í landinu hafa undanfarna daga fjallað um ásakanir um að Samherji hafi greitt mútur í gegnum norska ríkisbankann DNB. 15. nóvember 2019 18:30