Sigríður tók undir með þáttastjórnendum í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni að þetta hafi verið hinn argasti dónaskapur að hálfu Tyrkja.
Hún telur þó ekki vera tilefni til þess að utanríkismálanefnd eða utanríkisþjónustan aðhafist eitthvað í málinu og nefnir í því samhengi símtal tyrkneska utanríkisráðherrans í kjölfar uppþvottaburstamálsins víðfræga.
Málið eigi ekki heima á vettvangi utanríkismálanefndar
„Mér fannst það á þeim tíma fulldjúpt í árina tekið, já eða svona full alvarlega tekið af þessum utanríkisráðherra ágæta að blanda sér inn í það mál þannig ég er nú ekki viss kannski að þessi mál eigi heima á svona formlegum vettvangi eins og þeim,“ segir Sigríður.Hún segist frekar gera ráð fyrir því að málið verði tekið upp á vettvangi UEFA, Knattspyrnusambands Evrópu.
„Ég trúi nú ekki öðru en að KSÍ hafi að minnsta kosti frumkvæði að því, ef það er ekki þegar búið að taka eitthvað frumkvæði að því að hálfu sjálfs UEFA.“
Sigríður telur því að KSÍ eigi að beita sér fyrir því að málið verði tekið upp að hálfu UEFA.
„Mér finnst sjálfsagt að það sé gert og myndi styðja þá í því og hvet þá til þess að gera það.“