KA/Þór vann sterkan sigur á Stjörnunni í Olísdeild kvenna í handbolta í æsispennandi leik á Akureyri.
Markvörðurinn Matea Lonac var hetja norðankvenna í þessum leik, hún varði 18 bolta ásamt því að hún skoraði sigurmarkið með skot yfir allan völlinn á lokasekúndum leiksins.
Leikurinn hafði verið í járnum allan tímann en staðan var 12-11 fyrir KA/Þór í hálfleik.
Leiknum lauk með 23-22 sigri heimakvenna þökk sé marki Matea, en bæði lið höfðu farið illa með sóknir sínar síðustu mínútuna í leiknum.
Martha Hermannsdóttir var markahæst KA/Þórs með 6 mörk, hjá Stjörnunni gerðu Sólveig Lára Kjærnested og Hanna Guðrún Stefánsdóttir fjögur hvor.
Dramatískt sigurmark á Akureyri
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið




Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo
Handbolti



„Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“
Enski boltinn



„Við eigum að skammast okkar“
Körfubolti