Harmar að vera dreginn inn í umfjöllun um Samherjaskjölin Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. nóvember 2019 20:00 Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar hafnar því alfarið að hafa ætlað að beita Grænlendinga blekkingum í tölvupósti sem hann sendi til stjórnenda Samherja í Namibíu. Hann harmar að vera dreginn inn í umræðu um Samherjaskjölin. Fréttablaðið birti í dag tölvupósta frá Gunnþóri Ingvasyni, framkvæmdastjóra Síldarvinnslunnar, þar sem hann óskar eftir punktum frá stjórnendum Samherja í Namibíu vegna uppbyggingaráforma Grænlendinga í sjávarútvegi. Meðal stjórnendanna sem sent er á er Siggi eða Sigurður Ólason sem var framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Samherja í Namibíu en er núverandi framkvæmdastjóra hjá Marel. Sigurður sagði í samtali við fréttastofu í dag að hann hefði ekki séð tilefni til að svara póstinum.Tölvupósturinn sem Gunnþór sendi 2014 til stjórnenda Samherja í Namibíu.Í tölvupóstinum er beðið um upplýsingar um hvað þurfi mikla fjárfestingu í uppbyggingu á austurströnd Grænlands. Gunnþór segist spyrja fyrir Henrik Leth sem er stjórnarformaður Polar Seafood á Grænlandi sem Samherji á þriðjung í. Fram kemur að Henrik ætli ekki að setja neitt upp heldur séu heimamenn að reyna að ná kvótum með því að þykjast ætla að byggja upp á Grænlandi. Gunnþór segist fyrst og fremst hafa verið að athuga fyrir samstarfsmann hver kostnaður gæti verið við slíka uppbyggingu. „Þetta snerist bara um hvort það væri raunhæft að byggja svona upp í Grænlandi og ég ætlaði bara að stytta mér leið í þessari upplýsingaöflun. Ég vissi að þeir félagar voru búnir að vera að skoða þetta eitthvað þarna niður frá. Henrik Leth var fyrst og fremst að forvitnast. Við sáum að þetta var aldrei raunhæf fjárfesting þannig að það stóð ekki til að blekkja einn eða neinn. Þú getur alveg komið í heimsókn og skoðað alla tölvupóstana mína. Ég hef ekkert að fela í þessu máli,“ segir Gunnþór. Hann er ósáttur við að vera bendlaður við umræðu um Samherjaskjölin. „Það er frekar sárt að vera dreginn inní þessa umræðu núna með þessum hætti,“ segir Gunnþór. Síldarvinnslan birti tilkynningu á vef sínum í dag þar sem fyrirtækið harmar þá umfjöllun sem hefur átt sér stað um málið. Samherjaskjölin Sjávarútvegur Viðskipti Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fleiri fréttir Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Sjá meira
Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar hafnar því alfarið að hafa ætlað að beita Grænlendinga blekkingum í tölvupósti sem hann sendi til stjórnenda Samherja í Namibíu. Hann harmar að vera dreginn inn í umræðu um Samherjaskjölin. Fréttablaðið birti í dag tölvupósta frá Gunnþóri Ingvasyni, framkvæmdastjóra Síldarvinnslunnar, þar sem hann óskar eftir punktum frá stjórnendum Samherja í Namibíu vegna uppbyggingaráforma Grænlendinga í sjávarútvegi. Meðal stjórnendanna sem sent er á er Siggi eða Sigurður Ólason sem var framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Samherja í Namibíu en er núverandi framkvæmdastjóra hjá Marel. Sigurður sagði í samtali við fréttastofu í dag að hann hefði ekki séð tilefni til að svara póstinum.Tölvupósturinn sem Gunnþór sendi 2014 til stjórnenda Samherja í Namibíu.Í tölvupóstinum er beðið um upplýsingar um hvað þurfi mikla fjárfestingu í uppbyggingu á austurströnd Grænlands. Gunnþór segist spyrja fyrir Henrik Leth sem er stjórnarformaður Polar Seafood á Grænlandi sem Samherji á þriðjung í. Fram kemur að Henrik ætli ekki að setja neitt upp heldur séu heimamenn að reyna að ná kvótum með því að þykjast ætla að byggja upp á Grænlandi. Gunnþór segist fyrst og fremst hafa verið að athuga fyrir samstarfsmann hver kostnaður gæti verið við slíka uppbyggingu. „Þetta snerist bara um hvort það væri raunhæft að byggja svona upp í Grænlandi og ég ætlaði bara að stytta mér leið í þessari upplýsingaöflun. Ég vissi að þeir félagar voru búnir að vera að skoða þetta eitthvað þarna niður frá. Henrik Leth var fyrst og fremst að forvitnast. Við sáum að þetta var aldrei raunhæf fjárfesting þannig að það stóð ekki til að blekkja einn eða neinn. Þú getur alveg komið í heimsókn og skoðað alla tölvupóstana mína. Ég hef ekkert að fela í þessu máli,“ segir Gunnþór. Hann er ósáttur við að vera bendlaður við umræðu um Samherjaskjölin. „Það er frekar sárt að vera dreginn inní þessa umræðu núna með þessum hætti,“ segir Gunnþór. Síldarvinnslan birti tilkynningu á vef sínum í dag þar sem fyrirtækið harmar þá umfjöllun sem hefur átt sér stað um málið.
Samherjaskjölin Sjávarútvegur Viðskipti Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fleiri fréttir Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Sjá meira
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent