Finnst villandi að vera orðaður við Kýpurfélag Samherja Birgir Olgeirsson skrifar 15. nóvember 2019 18:30 Eyþór Arnalds telur villandi að segja að félag Samherja, sem sakað er um mútur í Namibíu, hafi fjármagnað kaup hans á hlut í Morgunblaðinu. Hann hafi ekki haft hugmynd um að fjármagnið kæmi óbeint frá félaginu sem hefur verið miðdepill Samherjamálsins.Stundin hefur sagt frá því að Eyþór Arnalds, oddviti borgarstjórnarflokks Sjálfstæðismanna, hafi verið fjármagnaður af Kýpurfélagi Samherja þegar Eyþór keypti hlut útgerðarfélagsins í Morgunblaðinu. Gjörningurinn er rakinn á þá leið að Kýpurfélag Samherja, Esja Sefood, sem á að hafa verið notað til að mútugreiðslna í Namibíu, lánaði Kaldbaki, fjárfestingafélagi Samherja, tvo milljarða króna í gegnum fjárfestingaleið Seðlabankans árið 2012. Kaldbakur lánaði svo Kattarnefi ehf., líka í eigu Samherja, rúmlega 300 milljónir króna til til að fjárfesta í Morgunblaðinu.Árið 2017 seldi Kattarnef hlut sinn í Morgunblaðinu til félags í eigu Eyþórs sem nefnist Ramses II ehf. fyrir 325 milljónir króna. Kattarnef veitti félagi Eyþórs 225 milljóna króna seljendalán fyrir þessum hlut og því hafi Esja Seafood fjármagnað kaupin óbeint.Viðskiptin hafi verið við íslensk félög Í samtali við fréttastofu segir Eyþór fregnirnar af máli Samherja í Namibíu dapurlegar fyrir alla, hvort sem þeir eru í viðskiptum stjórnmálum eða út í bæ. Eyþóri finnst hins vegar villandi að halda því fram að kaup hans á Morgunblaðshlutnum hafi verið fjármögnuð af Kýpurfélagi Samherja. „Mín viðskipti voru við Samherja og Vísi, íslensk félög, og gerð grein fyrir því. Það hvernig síðan Samherji fjármagnaði sig er ekki eitthvað sem ég skoðaði eða viss um fyrr en nú. Það er annað mál. Þetta er svipað og þegar einhver tekur lán bílalán, til dæmis frá Kaupþingi, þá er hann ekki meðvitaður um hvernig Kaupþing fjármagnar sig,“ segir Eyþór.Eyþór Arnalds á fundi borgarstjórnar.Vísir/VilhelmVeit sannleikann og með hreint hjarta Hann segir seljendalán Samherja gera að verkum að hann sjálfur sé ekki í persónulegri ábyrgð gagnvart útgerðinni sem taki áhættuna. Því sé hann ekki háður Samherja sem stjórnmálamaður. Spurður hvort málið setji hann engu að síður ekki í erfiða stöðu sem stjórnmálamann svarar Eyþór: „Auðvitað er alltaf erfitt þegar koma fréttir sem eru svona misvísandi, næstum því rangar. En ef maður veit sannleikann, er með hreint hjarta, þá er allt í lagi,“ segir Eyþór. Hann segist hafa sagt sig frá rekstri og stjórn Morgunblaðsins og hafi einsett sér að selja hlut sinn í Morgunblaðinu. Borgarstjórn Fjölmiðlar Samherjaskjölin Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Eyþór segist hafa greitt Samherja fyrir hlut í Morgunblaðinu Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borginni, segist hafa greitt Samherja fyrir hlut sem hann keypti af félaginu í Morgunblaðinu. Stór hluti láns vegna kaupa á bréfunum hefur verið afskrifaður. 20. október 2019 13:14 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Eyþór Arnalds telur villandi að segja að félag Samherja, sem sakað er um mútur í Namibíu, hafi fjármagnað kaup hans á hlut í Morgunblaðinu. Hann hafi ekki haft hugmynd um að fjármagnið kæmi óbeint frá félaginu sem hefur verið miðdepill Samherjamálsins.Stundin hefur sagt frá því að Eyþór Arnalds, oddviti borgarstjórnarflokks Sjálfstæðismanna, hafi verið fjármagnaður af Kýpurfélagi Samherja þegar Eyþór keypti hlut útgerðarfélagsins í Morgunblaðinu. Gjörningurinn er rakinn á þá leið að Kýpurfélag Samherja, Esja Sefood, sem á að hafa verið notað til að mútugreiðslna í Namibíu, lánaði Kaldbaki, fjárfestingafélagi Samherja, tvo milljarða króna í gegnum fjárfestingaleið Seðlabankans árið 2012. Kaldbakur lánaði svo Kattarnefi ehf., líka í eigu Samherja, rúmlega 300 milljónir króna til til að fjárfesta í Morgunblaðinu.Árið 2017 seldi Kattarnef hlut sinn í Morgunblaðinu til félags í eigu Eyþórs sem nefnist Ramses II ehf. fyrir 325 milljónir króna. Kattarnef veitti félagi Eyþórs 225 milljóna króna seljendalán fyrir þessum hlut og því hafi Esja Seafood fjármagnað kaupin óbeint.Viðskiptin hafi verið við íslensk félög Í samtali við fréttastofu segir Eyþór fregnirnar af máli Samherja í Namibíu dapurlegar fyrir alla, hvort sem þeir eru í viðskiptum stjórnmálum eða út í bæ. Eyþóri finnst hins vegar villandi að halda því fram að kaup hans á Morgunblaðshlutnum hafi verið fjármögnuð af Kýpurfélagi Samherja. „Mín viðskipti voru við Samherja og Vísi, íslensk félög, og gerð grein fyrir því. Það hvernig síðan Samherji fjármagnaði sig er ekki eitthvað sem ég skoðaði eða viss um fyrr en nú. Það er annað mál. Þetta er svipað og þegar einhver tekur lán bílalán, til dæmis frá Kaupþingi, þá er hann ekki meðvitaður um hvernig Kaupþing fjármagnar sig,“ segir Eyþór.Eyþór Arnalds á fundi borgarstjórnar.Vísir/VilhelmVeit sannleikann og með hreint hjarta Hann segir seljendalán Samherja gera að verkum að hann sjálfur sé ekki í persónulegri ábyrgð gagnvart útgerðinni sem taki áhættuna. Því sé hann ekki háður Samherja sem stjórnmálamaður. Spurður hvort málið setji hann engu að síður ekki í erfiða stöðu sem stjórnmálamann svarar Eyþór: „Auðvitað er alltaf erfitt þegar koma fréttir sem eru svona misvísandi, næstum því rangar. En ef maður veit sannleikann, er með hreint hjarta, þá er allt í lagi,“ segir Eyþór. Hann segist hafa sagt sig frá rekstri og stjórn Morgunblaðsins og hafi einsett sér að selja hlut sinn í Morgunblaðinu.
Borgarstjórn Fjölmiðlar Samherjaskjölin Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Eyþór segist hafa greitt Samherja fyrir hlut í Morgunblaðinu Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borginni, segist hafa greitt Samherja fyrir hlut sem hann keypti af félaginu í Morgunblaðinu. Stór hluti láns vegna kaupa á bréfunum hefur verið afskrifaður. 20. október 2019 13:14 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Eyþór segist hafa greitt Samherja fyrir hlut í Morgunblaðinu Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borginni, segist hafa greitt Samherja fyrir hlut sem hann keypti af félaginu í Morgunblaðinu. Stór hluti láns vegna kaupa á bréfunum hefur verið afskrifaður. 20. október 2019 13:14