Fulltrúar IFAD kynntu sér fjölbreytileika bláa hagkerfisins á Íslandi Heimsljós kynnir 15. nóvember 2019 09:00 Hópurinn í heimsókn á Dalvík. Síðustu daga hafa verið hér á landi fulltrúar Alþjóðasjóðs um þróun landbúnaðar (IFAD) ásamt fulltrúum nokkurra strandríkja til að kynna sér bláa hagkerfið, rannsóknastarf, þróun og tækni sem tengjast endurnýjanlegum auðlindum hafsins. Heimsóknin er liður í samkomulagi milli ríkisstjórnarinnar og IFAD um miðlun þekkingar Íslendinga á þessu sviði til að efla verkefni fjármögnuð af IFAD víðs vegar um heiminn. Að sögn Árna Helgasonar sendiráðunautar á þróunarsamvinnuskrifstofu ráðuneytisins sem skipulagði Íslandsferðina fjármagnar IFAD ýmiss konar verkefni í þágu fólks til sveita, meðal annars hvað varðar fæðuöryggi og næringu en nokkur slík verkefni tengjast hafi og fiski, eða bláa hagkerfinu. Fulltrúar IFAD höfðu að sögn Árna mikinn áhuga á fjölbreytileikanum í bláa hagkerfinu á Íslandi þar sem öflug og frjó atvinnu- og frumkvöðlastarfsemi hefur byggst upp í kringum íslenskan sjávarútveg, sem stuðlar að hagkvæmni í greininni. „Þeir sýndu til dæmis mikinn áhuga á innleiðingu vistvænna lausna og sókn í átt að 100 prósent nýtingu á afla úr sjó með nýstárlegri nýtingu á þeim hluta fiskafla sem áður taldist úrgangur en felur nú í sér verðmætar afurðir, nýttar í heilsuvörur og lyf. Einnig þótti þátttakendum athyglisvert að sjá hversu öfluga starfsemi á þessum sviðum mátti finna í litlum samfélögum á landsbyggðinni, og fullyrtu að margt af því sem Ísland hefur upp á að bjóða á þessu sviði getur orðið leiðarljós í þróunarverkefnum sem studd eru af IFAD í fátækum löndum heims,“ segir Árni. Auk fulltrúa frá höfuðstöðvum IFAD í Róm komu hingað til lands fulltrúar frá Indónesíu, Indlandi, Brasilíu, Mósambík og Saó Tóme. Dagskráin samanstóð af kynningarfundum með fulltrúum opinberra stofnana á vettvangi sjávarútvegs á Íslandi, heimsókn í fyrirtæki tengdum sjávarútvegi á Siglufirði, Dalvík og á Akureyri og fundum með nýsköpunar-og tæknifyrirtækjum í Reykjavík og á landsbyggðinni, sem tengjast eð þjóna sjávarútveginum. IFAD er ein af þremur alþjóðstofnunum í Róm sem Ísland á í samvinnu við á sviði þróunarsamvinnu en hinar tvær stofnanirnar eru Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) og Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP). Fastafulltrúi Íslands gagnvart þessum þremur stofnunum er Stefán Jón Hafstein.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent
Síðustu daga hafa verið hér á landi fulltrúar Alþjóðasjóðs um þróun landbúnaðar (IFAD) ásamt fulltrúum nokkurra strandríkja til að kynna sér bláa hagkerfið, rannsóknastarf, þróun og tækni sem tengjast endurnýjanlegum auðlindum hafsins. Heimsóknin er liður í samkomulagi milli ríkisstjórnarinnar og IFAD um miðlun þekkingar Íslendinga á þessu sviði til að efla verkefni fjármögnuð af IFAD víðs vegar um heiminn. Að sögn Árna Helgasonar sendiráðunautar á þróunarsamvinnuskrifstofu ráðuneytisins sem skipulagði Íslandsferðina fjármagnar IFAD ýmiss konar verkefni í þágu fólks til sveita, meðal annars hvað varðar fæðuöryggi og næringu en nokkur slík verkefni tengjast hafi og fiski, eða bláa hagkerfinu. Fulltrúar IFAD höfðu að sögn Árna mikinn áhuga á fjölbreytileikanum í bláa hagkerfinu á Íslandi þar sem öflug og frjó atvinnu- og frumkvöðlastarfsemi hefur byggst upp í kringum íslenskan sjávarútveg, sem stuðlar að hagkvæmni í greininni. „Þeir sýndu til dæmis mikinn áhuga á innleiðingu vistvænna lausna og sókn í átt að 100 prósent nýtingu á afla úr sjó með nýstárlegri nýtingu á þeim hluta fiskafla sem áður taldist úrgangur en felur nú í sér verðmætar afurðir, nýttar í heilsuvörur og lyf. Einnig þótti þátttakendum athyglisvert að sjá hversu öfluga starfsemi á þessum sviðum mátti finna í litlum samfélögum á landsbyggðinni, og fullyrtu að margt af því sem Ísland hefur upp á að bjóða á þessu sviði getur orðið leiðarljós í þróunarverkefnum sem studd eru af IFAD í fátækum löndum heims,“ segir Árni. Auk fulltrúa frá höfuðstöðvum IFAD í Róm komu hingað til lands fulltrúar frá Indónesíu, Indlandi, Brasilíu, Mósambík og Saó Tóme. Dagskráin samanstóð af kynningarfundum með fulltrúum opinberra stofnana á vettvangi sjávarútvegs á Íslandi, heimsókn í fyrirtæki tengdum sjávarútvegi á Siglufirði, Dalvík og á Akureyri og fundum með nýsköpunar-og tæknifyrirtækjum í Reykjavík og á landsbyggðinni, sem tengjast eð þjóna sjávarútveginum. IFAD er ein af þremur alþjóðstofnunum í Róm sem Ísland á í samvinnu við á sviði þróunarsamvinnu en hinar tvær stofnanirnar eru Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) og Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP). Fastafulltrúi Íslands gagnvart þessum þremur stofnunum er Stefán Jón Hafstein.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent