Banna Taylor Swift að syngja eigin lög á verðlaunahátíð Atli Ísleifsson skrifar 15. nóvember 2019 08:16 Taylor Swift er ein allra vinsælasta söngkona heims. Getty Bandaríska söngkonan Taylor Swift segir að atriði hennar á tónlistarhátíðinni American Music Awards (AMA) sé í óvissu þar sem henni hefur verið meinað að flytja sín eigin lög. Swift greindi frá þessu í færslu á samfélagsmiðlum þar sem hún segir tónlistarframleiðendurnir Scooter Braun og Scott Borchetta, sem eiga nú réttinn að lögum söngkonunnar á fyrri plötum hennar, hafi bannað henni að flytja lögin. Þá segir hún að heimildarmynd Netlix um líf hennar sé einnig í fullkominnni óvissu vegna málsins. Þeir Braun og Borchetta hafa enn ekki brugðist við yfirlýsingu Swift. Færsla Swift ber titilinn „Veit ekki hvað ég get annað gert“.Don’t know what else to do pic.twitter.com/1uBrXwviTS — Taylor Swift (@taylorswift13) November 14, 2019Deiluna má rekja til kaupa Scooter Braun og Scott Borchetta á útgáfufyrirtækinu Big Machine Label Group á síðasta ári. Útgáfufyrirtækið var stofnað árið 2005 af Scott Borchetta og var Taylor Swift einn af fyrstu tónlistarmönnunum sem gerði samning við fyrirtækið. Swift lýsti á sínum tíma yfir mikilli óánægju með kaupin og sagðist ekki hafa verið gert kunnugt um söluferlið. Samningur Swift við fyrirtækið rann út í nóvember á síðasta ári og samdi hún þá við Republic Records um næstu plötur hennar. Fyrstu plötur hennar eru þó enn eign Big Machine og fylgjr rétturinn á hennar tónlist með í kaupum Braun á fyrirtækinu.Sjá einnig: Af hverju er Taylor Swift ósátt við Scooter Braun?Braun er margreyndur í faginu og var meðal annars maðurinn sem uppgötvaði sjálfan Justin Bieber. Þá er hann einnig umboðsmaður Ariönu Grande og Demi Lovato og sá áður um öll mál fyrir Kanye West og Usher.Scooter Braun.GettySwift greindi frá því í lok sumars að hún hugðist taka upp fyrstu plötur sínar að nýju til að eignast þá réttinn sjálf að nýju útgáfunum. Swift mun á AMA taka við viðurkenningu sem „tónlistarmaður áratugarins“ og hugðist hún af því tilefni syngja brot úr fjölda fyrri laga sinna. Halda þeir Braun og Borchetta því fram að ef hún myndi flytja lögin myndi það fela í sér samningsbrot þar sem hún væri þá að taka upp lögin aftur, áður en henni er það heimilt á næsta ári. „Skilaboðin sem mér eru send eru mjög skýr. Í raun, vertu þæg, lítil stúlka og haltu kjafti. Eða þér verður refsað,“ segir Swift. Á samfélagsmiðlum hafa kassamerkin #IStandWithTaylor og #FreeTaylor notið talsverðra vinsælda eftir að málið kom upp. Bandaríkin Höfundaréttur Tónlist Tengdar fréttir Af hverju er Taylor Swift ósátt við Scooter Braun? Umboðsmaðurinn Scooter Braun keypti í gær útgáfufyrirtækið Big Machine Label Group. 1. júlí 2019 15:00 Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira
Bandaríska söngkonan Taylor Swift segir að atriði hennar á tónlistarhátíðinni American Music Awards (AMA) sé í óvissu þar sem henni hefur verið meinað að flytja sín eigin lög. Swift greindi frá þessu í færslu á samfélagsmiðlum þar sem hún segir tónlistarframleiðendurnir Scooter Braun og Scott Borchetta, sem eiga nú réttinn að lögum söngkonunnar á fyrri plötum hennar, hafi bannað henni að flytja lögin. Þá segir hún að heimildarmynd Netlix um líf hennar sé einnig í fullkominnni óvissu vegna málsins. Þeir Braun og Borchetta hafa enn ekki brugðist við yfirlýsingu Swift. Færsla Swift ber titilinn „Veit ekki hvað ég get annað gert“.Don’t know what else to do pic.twitter.com/1uBrXwviTS — Taylor Swift (@taylorswift13) November 14, 2019Deiluna má rekja til kaupa Scooter Braun og Scott Borchetta á útgáfufyrirtækinu Big Machine Label Group á síðasta ári. Útgáfufyrirtækið var stofnað árið 2005 af Scott Borchetta og var Taylor Swift einn af fyrstu tónlistarmönnunum sem gerði samning við fyrirtækið. Swift lýsti á sínum tíma yfir mikilli óánægju með kaupin og sagðist ekki hafa verið gert kunnugt um söluferlið. Samningur Swift við fyrirtækið rann út í nóvember á síðasta ári og samdi hún þá við Republic Records um næstu plötur hennar. Fyrstu plötur hennar eru þó enn eign Big Machine og fylgjr rétturinn á hennar tónlist með í kaupum Braun á fyrirtækinu.Sjá einnig: Af hverju er Taylor Swift ósátt við Scooter Braun?Braun er margreyndur í faginu og var meðal annars maðurinn sem uppgötvaði sjálfan Justin Bieber. Þá er hann einnig umboðsmaður Ariönu Grande og Demi Lovato og sá áður um öll mál fyrir Kanye West og Usher.Scooter Braun.GettySwift greindi frá því í lok sumars að hún hugðist taka upp fyrstu plötur sínar að nýju til að eignast þá réttinn sjálf að nýju útgáfunum. Swift mun á AMA taka við viðurkenningu sem „tónlistarmaður áratugarins“ og hugðist hún af því tilefni syngja brot úr fjölda fyrri laga sinna. Halda þeir Braun og Borchetta því fram að ef hún myndi flytja lögin myndi það fela í sér samningsbrot þar sem hún væri þá að taka upp lögin aftur, áður en henni er það heimilt á næsta ári. „Skilaboðin sem mér eru send eru mjög skýr. Í raun, vertu þæg, lítil stúlka og haltu kjafti. Eða þér verður refsað,“ segir Swift. Á samfélagsmiðlum hafa kassamerkin #IStandWithTaylor og #FreeTaylor notið talsverðra vinsælda eftir að málið kom upp.
Bandaríkin Höfundaréttur Tónlist Tengdar fréttir Af hverju er Taylor Swift ósátt við Scooter Braun? Umboðsmaðurinn Scooter Braun keypti í gær útgáfufyrirtækið Big Machine Label Group. 1. júlí 2019 15:00 Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira
Af hverju er Taylor Swift ósátt við Scooter Braun? Umboðsmaðurinn Scooter Braun keypti í gær útgáfufyrirtækið Big Machine Label Group. 1. júlí 2019 15:00