Genki Instruments hlýtur Hönnunarverðlaun Íslands Atli Ísleifsson skrifar 15. nóvember 2019 07:40 Teymið á bakvið Genki er skipað þeim Ólafi Bogasyni, Haraldi Þóri Hugosyni, Jóni Helga Hólmgeirssyni, Þorleifi Gunnar Gíslasyni og Daníel Grétarssyni. Hér með Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur. Hönnunarmiðstöð/Aldís Pálsdóttir Wave eftir Genki Instruments hlaut í gærkvöldi Hönnunarverðlaun Íslands árið 2019. Viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun hlaut Omnom og Manfreð Vilhjálmsson arkitekt hlaut heiðursverðlaun Hönnunarverðlauna Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hönnunarmiðstöð en verðlaunin voru afhent í Iðnó í gærkvöldi. Var það Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra sem veitti Genki Instruments aðalverðlaun kvöldsins. Var það fyrir Wave-hringinn sem hannaður er til að auka upplifun og túlkun í tónlist. Er hringurinn sagður framsækin tæknilausn sem auki möguleika tónlistamanna til sköpunar á þægilegan og notendavænan hátt. Í umsögn dómnefndar segir meðal annars. „Genki Instruments er framsækið og hönnunardrifið tónlistartæknifyrirtæki þar sem hönnun, tækni, verkfræði, og tónlist renna saman í eitt. Wave er einstakt dæmi um framsækna hugmynd frumkvöðlafyrirtækis þar sem rannsókn, þróun og prófanir í gegnum allt hönnunarferlið skilar algerlega nýrri upplifun til notenda sem hefur hlotið lof víða um heim.“ Teymið á bakvið Genki er skipað þeim Ólafi Bogasyni, Haraldi Þóri Hugosyni, Jóni Helga Hólmgeirssyni, Þorleifi Gunnar Gíslasyni og Daníel Grétarssyni.Viðurkenning fyrir bestu fjárfestingu Omnom súkkulaðigerð hlaut viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun 2019, en Omnom framleiðir handgert súkkulaði, stofnuð af Kjartani Gíslasyni og Óskari Þórðarsyni árið 2013. Í umsögn dómnefndar segir meðal annars:Veronica Filippin hönnuður og Óskar Þórðarson frá Omnom.Hönnunarmiðstöð/Aldís Pálsdóttir„Ferlið á bak við vöruþróun er spennandi en Omnom hefur frá byrjun unnið með hönnuðum í öllu framleiðsluferlinu að heildrænni vöruupplifun, hvort sem það er súkkulaðið sjálft eða með vandaðri hönnun á umbúðum og framsetningu í verslunum. Slík samvinna í öllu ferlinu er skýrt dæmi um hvernig hönnun getur haft afgerandi áhrif á vaxtarsögu og velgengni fyrirtækis.“Heiðursverðlaun veitt í fyrsta sinn Í fyrsta sinn voru veitt Heiðursverðlaun Hönnunarverðlauna Íslands sem Manfreð Vilhjálmsson, arkitekt hlaut. Í umsögn dómnefndar um Manfreð segir meðal annars: „Hönnun og byggingar Manfreðs Vilhjálmssonar eru meðal bestu dæma um góðan arkitektúr á Íslandi en verkin bera vitni um vandaða hönnun og arkitektúr þar sem efni, form og samhengi skapa eina órjúfanlega heild. Manfreð Vilhjálmsson arkitekt hefur markað djúp spor í sögu arkitektúrs á Íslandi. Einstakur starfsferill sem spannar yfir 60 ár endurspeglar áræðni í fjölbreyttum verkefnum og metnaðarfulla listræna og faglega sýn. Eftir Manfreð liggur fjöldi tímamótaverka sem bera vott um einstaka hæfni til að takast á við margvíslegar áskoranir staðhátta og uppbyggingar í ungu samfélagi.“Manfreð Vilhjálmsson arkitekt.Hönnunarmiðstöð/Aldís PálsdóttirÍ tilkynningunni segir að Manfreð numið arkitektúr við Chalmers Tekniska Högskola í Gautaborg og lokið þar námi 1954. „Eftir heimkomu 1956 var hann meðal brautryðjenda nýrra hugmynda í arkitektúr hér á landi. Í verkum Manfreðs birtast margvíslegar nýjungar í íslenskri húsagerðalist en jafnframt sýna verk hans frá fyrstu tíð næmi á umhverfi og viðleitni við að leysa verkefni í samræmi við tíðaranda og í skýru menningarlegu samhengi.“ Hönnunarverðlaun Íslands hafa verið veitt árlega frá 2014. Í dómnefnd verðlaunanna 2019 sátu þau Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir, formaður dómnefndar og hönnuður, Hörður Lárusson, grafískur hönnuður, Sigrún Birgisdóttir, arkitekt, Sigrún Halla Unnarsdóttir, fatahönnuður, Daniel Golling sýningarstjóri sænska arkitektúrsafnsins og Edda Björk Ragnarsdóttir frá Samtökum Iðnaðarins. Hönnunarmiðstöð Íslands stendur að verðlaununum, í samstarfi við Hönnunarsafn Íslands og Listaháskóla Ísland og með stuðningi frá Landsvirkjun og Samtökum Iðnaðarins. Menning Tíska og hönnun Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Wave eftir Genki Instruments hlaut í gærkvöldi Hönnunarverðlaun Íslands árið 2019. Viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun hlaut Omnom og Manfreð Vilhjálmsson arkitekt hlaut heiðursverðlaun Hönnunarverðlauna Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hönnunarmiðstöð en verðlaunin voru afhent í Iðnó í gærkvöldi. Var það Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra sem veitti Genki Instruments aðalverðlaun kvöldsins. Var það fyrir Wave-hringinn sem hannaður er til að auka upplifun og túlkun í tónlist. Er hringurinn sagður framsækin tæknilausn sem auki möguleika tónlistamanna til sköpunar á þægilegan og notendavænan hátt. Í umsögn dómnefndar segir meðal annars. „Genki Instruments er framsækið og hönnunardrifið tónlistartæknifyrirtæki þar sem hönnun, tækni, verkfræði, og tónlist renna saman í eitt. Wave er einstakt dæmi um framsækna hugmynd frumkvöðlafyrirtækis þar sem rannsókn, þróun og prófanir í gegnum allt hönnunarferlið skilar algerlega nýrri upplifun til notenda sem hefur hlotið lof víða um heim.“ Teymið á bakvið Genki er skipað þeim Ólafi Bogasyni, Haraldi Þóri Hugosyni, Jóni Helga Hólmgeirssyni, Þorleifi Gunnar Gíslasyni og Daníel Grétarssyni.Viðurkenning fyrir bestu fjárfestingu Omnom súkkulaðigerð hlaut viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun 2019, en Omnom framleiðir handgert súkkulaði, stofnuð af Kjartani Gíslasyni og Óskari Þórðarsyni árið 2013. Í umsögn dómnefndar segir meðal annars:Veronica Filippin hönnuður og Óskar Þórðarson frá Omnom.Hönnunarmiðstöð/Aldís Pálsdóttir„Ferlið á bak við vöruþróun er spennandi en Omnom hefur frá byrjun unnið með hönnuðum í öllu framleiðsluferlinu að heildrænni vöruupplifun, hvort sem það er súkkulaðið sjálft eða með vandaðri hönnun á umbúðum og framsetningu í verslunum. Slík samvinna í öllu ferlinu er skýrt dæmi um hvernig hönnun getur haft afgerandi áhrif á vaxtarsögu og velgengni fyrirtækis.“Heiðursverðlaun veitt í fyrsta sinn Í fyrsta sinn voru veitt Heiðursverðlaun Hönnunarverðlauna Íslands sem Manfreð Vilhjálmsson, arkitekt hlaut. Í umsögn dómnefndar um Manfreð segir meðal annars: „Hönnun og byggingar Manfreðs Vilhjálmssonar eru meðal bestu dæma um góðan arkitektúr á Íslandi en verkin bera vitni um vandaða hönnun og arkitektúr þar sem efni, form og samhengi skapa eina órjúfanlega heild. Manfreð Vilhjálmsson arkitekt hefur markað djúp spor í sögu arkitektúrs á Íslandi. Einstakur starfsferill sem spannar yfir 60 ár endurspeglar áræðni í fjölbreyttum verkefnum og metnaðarfulla listræna og faglega sýn. Eftir Manfreð liggur fjöldi tímamótaverka sem bera vott um einstaka hæfni til að takast á við margvíslegar áskoranir staðhátta og uppbyggingar í ungu samfélagi.“Manfreð Vilhjálmsson arkitekt.Hönnunarmiðstöð/Aldís PálsdóttirÍ tilkynningunni segir að Manfreð numið arkitektúr við Chalmers Tekniska Högskola í Gautaborg og lokið þar námi 1954. „Eftir heimkomu 1956 var hann meðal brautryðjenda nýrra hugmynda í arkitektúr hér á landi. Í verkum Manfreðs birtast margvíslegar nýjungar í íslenskri húsagerðalist en jafnframt sýna verk hans frá fyrstu tíð næmi á umhverfi og viðleitni við að leysa verkefni í samræmi við tíðaranda og í skýru menningarlegu samhengi.“ Hönnunarverðlaun Íslands hafa verið veitt árlega frá 2014. Í dómnefnd verðlaunanna 2019 sátu þau Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir, formaður dómnefndar og hönnuður, Hörður Lárusson, grafískur hönnuður, Sigrún Birgisdóttir, arkitekt, Sigrún Halla Unnarsdóttir, fatahönnuður, Daniel Golling sýningarstjóri sænska arkitektúrsafnsins og Edda Björk Ragnarsdóttir frá Samtökum Iðnaðarins. Hönnunarmiðstöð Íslands stendur að verðlaununum, í samstarfi við Hönnunarsafn Íslands og Listaháskóla Ísland og með stuðningi frá Landsvirkjun og Samtökum Iðnaðarins.
Menning Tíska og hönnun Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira