Tímabært að ræða um siðferðileg gildi og forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu Sighvatur Arnmundsson skrifar 15. nóvember 2019 06:00 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Fréttablaðið/Anton Brink „Á heilbrigðisþingi verður fjallað um siðferðileg gildi og forgangsröðun í heilbrigðisþjónustunni. Það er tímabært að fram fari víðtæk umræða um þennan mikilvæga grundvöll flókinna ákvarðana sem heilbrigðisstarfsfólk þarf að glíma við á hverjum degi,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Heilbrigðisþing 2019 fer fram á Hilton Nordica í dag. Í fyrsta hluta þingsins verður fjallað um mannhelgi og virðingu fyrir mannlegri reisn. Einnig verður fjallað um þörf fyrir heilbrigðisþjónustu og rétt þeirra sem eru í viðkvæmri stöðu. Í síðasta hlutanum verður svo rætt um hagkvæmni og skilvirkni. Svandís segir að ákvörðunum um siðferðileg gildi og forgangsröðun muni fjölga með nýrri tækni, flóknari lyfjum og framförum í vísindum og nýsköpun. „Ég stefni að því að leggja fram þingsályktun um gildi og forgangsröðun á vorþingi til að treysta enn betur grundvöll okkar öfluga heilbrigðiskerfis.“ Umræðuefni þingsins tengist áherslum sem fram koma í heilbrigðisstefnu til 2030 sem samþykkt var á Alþingi í júní síðastliðnum. Í aðdraganda þingsins var haldinn fjölmennur vinnufundur til að leggja grunn að umfjöllun þingsins. Þar tóku þátt stjórnendur og fagfólk frá stofnunum heilbrigðisráðuneytisins og fulltrúar háskólasamfélagsins. Dagskrá heilbrigðisþings hefst klukkan 9 í dag og stendur til klukkan 16. Streymt verður frá þinginu á vefslóðinni heilbrigdisthing.is. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Sjá meira
„Á heilbrigðisþingi verður fjallað um siðferðileg gildi og forgangsröðun í heilbrigðisþjónustunni. Það er tímabært að fram fari víðtæk umræða um þennan mikilvæga grundvöll flókinna ákvarðana sem heilbrigðisstarfsfólk þarf að glíma við á hverjum degi,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Heilbrigðisþing 2019 fer fram á Hilton Nordica í dag. Í fyrsta hluta þingsins verður fjallað um mannhelgi og virðingu fyrir mannlegri reisn. Einnig verður fjallað um þörf fyrir heilbrigðisþjónustu og rétt þeirra sem eru í viðkvæmri stöðu. Í síðasta hlutanum verður svo rætt um hagkvæmni og skilvirkni. Svandís segir að ákvörðunum um siðferðileg gildi og forgangsröðun muni fjölga með nýrri tækni, flóknari lyfjum og framförum í vísindum og nýsköpun. „Ég stefni að því að leggja fram þingsályktun um gildi og forgangsröðun á vorþingi til að treysta enn betur grundvöll okkar öfluga heilbrigðiskerfis.“ Umræðuefni þingsins tengist áherslum sem fram koma í heilbrigðisstefnu til 2030 sem samþykkt var á Alþingi í júní síðastliðnum. Í aðdraganda þingsins var haldinn fjölmennur vinnufundur til að leggja grunn að umfjöllun þingsins. Þar tóku þátt stjórnendur og fagfólk frá stofnunum heilbrigðisráðuneytisins og fulltrúar háskólasamfélagsins. Dagskrá heilbrigðisþings hefst klukkan 9 í dag og stendur til klukkan 16. Streymt verður frá þinginu á vefslóðinni heilbrigdisthing.is.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Sjá meira