Segja Orkuveituna skulda notendum milljarða króna Eiður Þór Árnason skrifar 14. nóvember 2019 19:50 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið komst áður að þeirri niðurstöðu að álagning OR á vatnsgjaldi ársins 2016 hafi verið ólögmæt. Vísir/vilhelm Stjórn Neytendasamtakanna sakar Orkuveitu Reykjavíkur (OR) um að hafa innheimt vatnsgjöld umfram það sem lög leyfi upp á milljarða króna undanfarin ár. Álykta samtökin þetta á grundvelli þess að OR hafi verið óheimilt að greiða eigendum sínum út arð. Dótturfélag Orkuveitunnar neitar ásökununum. Samtökin byggja þetta á svari samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins við fyrirspurn þeirra þar sem fram kemur að mat ráðuneytisins sé að sveitarfélögum sé óheimilt að greiða sér út arð úr rekstri vatnsveitna. Orkuveita Reykjavíkur greiddi eigendum sínum rúma 1,2 milljarða í arð árið 2018 og 750 milljónir króna árið þar áður. Reykjavíkurborg er langstærsti eigandi Orkuveitunnar en einnig á Akraneskaupstaður og Borgarbyggð hlut í fyrirtækinu.Hefur áður oftekið vatnsgjöld Fyrr á þessu ári komst samgöngu- og sveitstjórnarráðuneytið að þeirri niðurstöðu að að Orkuveitan hefði oftekið vatnsgjöld af neytendum sem nam að lágmarki 2% árið 2016. Orkuveitan tilkynnti þann 16. ágúst síðastliðinn að hún hygðist endurgreiða 2% af ofteknum gjöldum ársins 2016. Í þeim úrskurði kom jafnframt fram að „í greinargerð með frumvarpi því sem varð að lögum um vatnsveitur sveitarfélaga er tekið fram að ekki skuli ákveða í gjaldskrá hærra gjald en nemur meðalkostnaði af því að veita þjónustuna.”Saka samtökin um rangfærslur Veitur, dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur sem rekur meðal annars vatnsveitu á höfuðborgarsvæðinu og víða á Suður- og Vesturlandi, segir að nokkuð sé um missagnir í tilkynningu Neytendasamtakanna. Í tilkynningu frá Veitum kemur fram að hlutdeild vatnsveitu af veltu Orkuveitusamstæðunnar hafi verið 6,9 prósent. Í ljósi þessa sé ekki hægt að færa rök fyrir því að arðgreiðslur OR til sveitarfélaganna sé að mestu vegna vatnsveitu. Einnig er það mat Veitna að „sú leiðrétting sem fyrirtækið gerði á vatnsgjöldum ársins 2016 nú í haust sé í fullu samræmi við lög.“ Neytendur Orkumál Tengdar fréttir OR telur áhrif úrskurðar um ólögmæti vatnsgjalds óveruleg Samkvæmt úrskurði sveitarstjórnarráðuneytisins var vatnsgjald Orkuveitu Reykjavíkur árið 2016 ólögmætt. 24. apríl 2019 08:30 Telja afstöðu ráðuneytisins óljósa Veitur, dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur, er nú í greiningarvinnu á vatnsgjaldi síðustu ára í kjölfar úrskurðar sveitarstjórnarráðuneytisins um að álagning OR á vatn árið 2016 hafi verið ólögmæt. 1. maí 2019 09:30 Stefna á að engin mengun komi frá Hellisheiðarvirkjun innan fárra ára Orkuveita Reykjavíkur stefnir að því að gera Hellisheiðarvirkjun algjörlega sporlausa innan fárra ára og verður þá eina jarðhitavirkjun í heiminum sem er algjörlega hrein. Nú þegar hafa sparast þrettán milljarðar króna vegna aðferðar sem bindur koltvísýring í jörð að sögn forstjóra fyrirtækisins. 19. júní 2019 13:00 Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Z kynslóðin og konur áberandi í kulnun og 35 prósent starfsfólks úrvinda vegna vinnu Atvinnulíf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Stjórn Neytendasamtakanna sakar Orkuveitu Reykjavíkur (OR) um að hafa innheimt vatnsgjöld umfram það sem lög leyfi upp á milljarða króna undanfarin ár. Álykta samtökin þetta á grundvelli þess að OR hafi verið óheimilt að greiða eigendum sínum út arð. Dótturfélag Orkuveitunnar neitar ásökununum. Samtökin byggja þetta á svari samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins við fyrirspurn þeirra þar sem fram kemur að mat ráðuneytisins sé að sveitarfélögum sé óheimilt að greiða sér út arð úr rekstri vatnsveitna. Orkuveita Reykjavíkur greiddi eigendum sínum rúma 1,2 milljarða í arð árið 2018 og 750 milljónir króna árið þar áður. Reykjavíkurborg er langstærsti eigandi Orkuveitunnar en einnig á Akraneskaupstaður og Borgarbyggð hlut í fyrirtækinu.Hefur áður oftekið vatnsgjöld Fyrr á þessu ári komst samgöngu- og sveitstjórnarráðuneytið að þeirri niðurstöðu að að Orkuveitan hefði oftekið vatnsgjöld af neytendum sem nam að lágmarki 2% árið 2016. Orkuveitan tilkynnti þann 16. ágúst síðastliðinn að hún hygðist endurgreiða 2% af ofteknum gjöldum ársins 2016. Í þeim úrskurði kom jafnframt fram að „í greinargerð með frumvarpi því sem varð að lögum um vatnsveitur sveitarfélaga er tekið fram að ekki skuli ákveða í gjaldskrá hærra gjald en nemur meðalkostnaði af því að veita þjónustuna.”Saka samtökin um rangfærslur Veitur, dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur sem rekur meðal annars vatnsveitu á höfuðborgarsvæðinu og víða á Suður- og Vesturlandi, segir að nokkuð sé um missagnir í tilkynningu Neytendasamtakanna. Í tilkynningu frá Veitum kemur fram að hlutdeild vatnsveitu af veltu Orkuveitusamstæðunnar hafi verið 6,9 prósent. Í ljósi þessa sé ekki hægt að færa rök fyrir því að arðgreiðslur OR til sveitarfélaganna sé að mestu vegna vatnsveitu. Einnig er það mat Veitna að „sú leiðrétting sem fyrirtækið gerði á vatnsgjöldum ársins 2016 nú í haust sé í fullu samræmi við lög.“
Neytendur Orkumál Tengdar fréttir OR telur áhrif úrskurðar um ólögmæti vatnsgjalds óveruleg Samkvæmt úrskurði sveitarstjórnarráðuneytisins var vatnsgjald Orkuveitu Reykjavíkur árið 2016 ólögmætt. 24. apríl 2019 08:30 Telja afstöðu ráðuneytisins óljósa Veitur, dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur, er nú í greiningarvinnu á vatnsgjaldi síðustu ára í kjölfar úrskurðar sveitarstjórnarráðuneytisins um að álagning OR á vatn árið 2016 hafi verið ólögmæt. 1. maí 2019 09:30 Stefna á að engin mengun komi frá Hellisheiðarvirkjun innan fárra ára Orkuveita Reykjavíkur stefnir að því að gera Hellisheiðarvirkjun algjörlega sporlausa innan fárra ára og verður þá eina jarðhitavirkjun í heiminum sem er algjörlega hrein. Nú þegar hafa sparast þrettán milljarðar króna vegna aðferðar sem bindur koltvísýring í jörð að sögn forstjóra fyrirtækisins. 19. júní 2019 13:00 Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Z kynslóðin og konur áberandi í kulnun og 35 prósent starfsfólks úrvinda vegna vinnu Atvinnulíf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
OR telur áhrif úrskurðar um ólögmæti vatnsgjalds óveruleg Samkvæmt úrskurði sveitarstjórnarráðuneytisins var vatnsgjald Orkuveitu Reykjavíkur árið 2016 ólögmætt. 24. apríl 2019 08:30
Telja afstöðu ráðuneytisins óljósa Veitur, dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur, er nú í greiningarvinnu á vatnsgjaldi síðustu ára í kjölfar úrskurðar sveitarstjórnarráðuneytisins um að álagning OR á vatn árið 2016 hafi verið ólögmæt. 1. maí 2019 09:30
Stefna á að engin mengun komi frá Hellisheiðarvirkjun innan fárra ára Orkuveita Reykjavíkur stefnir að því að gera Hellisheiðarvirkjun algjörlega sporlausa innan fárra ára og verður þá eina jarðhitavirkjun í heiminum sem er algjörlega hrein. Nú þegar hafa sparast þrettán milljarðar króna vegna aðferðar sem bindur koltvísýring í jörð að sögn forstjóra fyrirtækisins. 19. júní 2019 13:00