Einn besti boxari heims, Tyson Fury, kunni ekki að meta orð forseta UFC, Dana White, um sig.
Fury hefur gefið því undir fótinn að færa sig yfir í MMA og æfði til að mynda með UFC-kappanum Darren Till á dögunum. Hann hefur einnig rætt við Conor McGregor um þjálfa sig.
Áður en hann getur skoðað það af alvöru þarf hann að berjast aftur við Deontay Wilder í febrúar að öllum líkindum.
„Ef Tyson Fury vill koma í MMA þá er ég með haug af gaurum sem myndu elska að berjast við hann. Ég næ því samt engan veginn af hverju hann er að spá í því,“ sagði White.
„Hann er mjög góð söluvara í hnefaleikaheiminum og einn af þeim bestu í heiminum. Hann er frábær boxari og ef rétt er haldið á málum gætu næstu 3-4 bardagar hans verið með þeim verðmætari í sögunni. Af hverju ætti hann þá að koma til okkar til þess eins að láta lemja sig?“
Þessi ummæli fóru illa í Fury sem svaraði White fullum hálsi.
„Ég myndi lemja hann frítt og læt þetta ekki trufla mig. Það hafa allir sína skoðun og ég hef ekki áhuga á skoðunum annarra,“ sagði Fury en hann tók þátt í viðburði hjá WWE á dögunum.
Fury er til í að lemja forseta UFC frítt

Mest lesið


„Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“
Enski boltinn

„Vorum bara heppnir að landa þessu“
Körfubolti




„Orkustigið var skrítið út af okkur“
Körfubolti



Fleiri fréttir
