Ekki bjartsýnn á að dreginn verði lærdómur Ari Brynjólfsson skrifar 14. nóvember 2019 07:00 Henry Alexander Henrysson, siðfræðingur. Fréttablaðið/Ernir Siðfræðingur segir framgöngu Samherja í Namibíu siðferðislega ámælisverða. Segir hann óhuganlegt hversu vel þeir hafi kunnað að kaupa velvild kjörinna fulltrúa. „Þar sem maður hefur fengist við viðskiptasiðfræði eru það ekki fáar spurningar sem leita á mann í ljósi þessa máls. Enn á væntanlega mikið eftir að koma í ljós þannig að ég er viss um að spurningunum mun ekki fækka,“ segir Henry Alexander Henrysson, siðfræðingur og aðjunkt við sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands, um mál Samherja. „Vonandi lærum við að þessu máli en ég er ekki bjartsýnn. Ég kannast ekki við að neinn lærdómur hafi verið dreginn af fjölmörgum hneykslismálum sem ég hef verið beðinn að kommenta á undanfarinn áratug.“ Fram kemur í gögnum Wikileaks sem fjallað var um í fréttaskýringaþættinum Kveik á þriðjudagskvöldið og í umfjöllun nýjasta tölublaðs Stundarinnar að Samherji hafi greitt mörg hundruð milljónir króna til ráðamanna í Namibíu til að komast yfir kvóta. Kvótinn hafi verið notaður til að veiða fisk fyrir utan strendur Namibíu sem er verkaður í öðru landi, þá hafi Samherji greitt litla sem enga skatta í Namibíu og flutt fjármagnið til skattaskjóla. „Sú spilling sem þarna er lýst er kannski fyrst og fremst siðferðilega ámælisverð í ljósi þess hvernig hún eitrar samband stjórnmála og viðskiptalífs. Slík spilling heggur í stoðir lýðræðisins og raunar viðskiptalífsins í heild einnig vegna þess trausts sem glatast þegar slík hegðun kemur upp á yfirborðið. Hvernig getum við boðað góða stjórnarhætti sem hluta þróunarsamvinnu þegar við högum okkur svona?“ Henry Alexander segir mútugreiðslur aldrei réttlætanlegar. Fjórar spurningar hafi leitað mest á hann í kjölfar umfjöllunarinnar. „Í fyrsta lagi hvað fólki gengur til að sýna af sér það virðingarleysi gagnvart fólki í viðkvæmri stöðu sem mútugreiðslurnar bera með sér. Skilningsleysið á arðráninu er svo víðtækt að mann setur hljóðan.“ Í þessu tilviki bætist við að unnið hafi verið gegn góðri vinnu Þróunarsamvinnustofnunar og hvernig gott orðspor Íslands hafi verið misnotað. „Vonandi skaðar þetta ekki vinnu Íslands annars staðar í Afríku.“ Í öðru lagi segir hann ótrúlegt að sjá mikla notkun aflandsfélaga í nútímaviðskiptum. „Erum við sátt við þessa þróun – er hún í einhverjum skilningi lýðræðisleg? Markmiðið virðist allt of oft vera að fela eitthvað sem þolir ekki dagsljósið. Ég held að við höfum ekkert lært af Panamaskjölunum.“ Þriðja spurningin snýr að Íslandi. „Hvað segir þessi atburðarás um íslenska þjóð og viðskiptalíf? Einn angi er orðspor landsins sem er ekki upp á marga fiska eftir þetta. En maður veltir einnig fyrir sér hvers vegna Samherjamenn voru ekki meira eins og fiskar á þurru landi þegar suður var komið. Mér finnst óhugnanlegt hversu vel þeir virðast heima í því að kaupa velvild kjörinna fulltrúa og þeirra sem nálægt standa. Getur verið að við séum meiri Namibía en við höldum þegar kemur að aðgengi að náttúruauðlindum?“ Samherji brást við umfjölluninni seint á þriðjudagskvöld með því að segja að þar á bæ hafi þeir verið hissa á hvernig Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri og stjórnarmaður Samherjafélaganna í Namibíu sem rætt er við í þættinum, hafi stundað viðskipti í Namibíu. Hafi hann mögulega flækt Samherja í viðskipti sem kunni að vera ólögleg. Stundin greinir frá því að félög Samherja hafi greitt 280 milljónir króna í mútur eftir að Jóhannes hætti störfum hjá Samherja árið 2016. Henry segir viðbrögð Samherja siðferðilega ámælisverð. „Hvers vegna ekki að viðurkenna það sem liggur fyrir? Væri ekki meiri myndugleiki að viðurkenna að þeir hafi haft rangt við en að svona gerist bara kaupin á eyrinni? Að skella allri skuldinni á uppljóstrara er þekkt bragð en lýsir um leið karakter þeirra sem þannig bregðast við.“ Birtist í Fréttablaðinu Samherjaskjölin Tengdar fréttir Óttast um orðspor Íslands og kallar eftir vandaðri rannsókn á Samherjaskjölunum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að sér hafi verið brugðið að sjá umfjöllun Kveiks í gærkvöldi. Hún kallar eftir vandaðri rannsókn. Orðspor Íslands sé sérstakt áhyggjuefni, ekki aðeins fyrir stjórnvöld heldur íslenskt atvinnulíf. 13. nóvember 2019 12:20 Yfirlýsing Kveiks: Höfnuðu fundi með Samherja í London Kveikur hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fullyrðinga Þorsteins Más Baldvinssonar þess efnis að Kveikur hafi nálgast Samherja á fölskum forsendum, hafnað fundarbeiðni og ekki sinnt hlutleysisskyldu sinni við vinnslu þáttarins. 13. nóvember 2019 11:21 Tók langan tíma að byggja upp traust Fiskifræðingur sem starfaði fyrir Ísland í Namibíu segir orðspor Íslands stórskaðað. Hann tekur framferði Samherja nærri sér á persónulegan hátt en langan tíma hafi tekið að byggja upp traust til Íslands í Namibíu. Viðbrögð íslenskra stjórnvalda skipti öllu máli. 14. nóvember 2019 06:15 Samherji hrærði í Skaupinu Reynir Lyngdal, leikstjóri Áramótaskaupsins, segir hópinn hafa lært af reynslu síðustu ára og gert ráð fyrir óvæntum uppákomum í ár. 13. nóvember 2019 18:26 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira
Siðfræðingur segir framgöngu Samherja í Namibíu siðferðislega ámælisverða. Segir hann óhuganlegt hversu vel þeir hafi kunnað að kaupa velvild kjörinna fulltrúa. „Þar sem maður hefur fengist við viðskiptasiðfræði eru það ekki fáar spurningar sem leita á mann í ljósi þessa máls. Enn á væntanlega mikið eftir að koma í ljós þannig að ég er viss um að spurningunum mun ekki fækka,“ segir Henry Alexander Henrysson, siðfræðingur og aðjunkt við sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands, um mál Samherja. „Vonandi lærum við að þessu máli en ég er ekki bjartsýnn. Ég kannast ekki við að neinn lærdómur hafi verið dreginn af fjölmörgum hneykslismálum sem ég hef verið beðinn að kommenta á undanfarinn áratug.“ Fram kemur í gögnum Wikileaks sem fjallað var um í fréttaskýringaþættinum Kveik á þriðjudagskvöldið og í umfjöllun nýjasta tölublaðs Stundarinnar að Samherji hafi greitt mörg hundruð milljónir króna til ráðamanna í Namibíu til að komast yfir kvóta. Kvótinn hafi verið notaður til að veiða fisk fyrir utan strendur Namibíu sem er verkaður í öðru landi, þá hafi Samherji greitt litla sem enga skatta í Namibíu og flutt fjármagnið til skattaskjóla. „Sú spilling sem þarna er lýst er kannski fyrst og fremst siðferðilega ámælisverð í ljósi þess hvernig hún eitrar samband stjórnmála og viðskiptalífs. Slík spilling heggur í stoðir lýðræðisins og raunar viðskiptalífsins í heild einnig vegna þess trausts sem glatast þegar slík hegðun kemur upp á yfirborðið. Hvernig getum við boðað góða stjórnarhætti sem hluta þróunarsamvinnu þegar við högum okkur svona?“ Henry Alexander segir mútugreiðslur aldrei réttlætanlegar. Fjórar spurningar hafi leitað mest á hann í kjölfar umfjöllunarinnar. „Í fyrsta lagi hvað fólki gengur til að sýna af sér það virðingarleysi gagnvart fólki í viðkvæmri stöðu sem mútugreiðslurnar bera með sér. Skilningsleysið á arðráninu er svo víðtækt að mann setur hljóðan.“ Í þessu tilviki bætist við að unnið hafi verið gegn góðri vinnu Þróunarsamvinnustofnunar og hvernig gott orðspor Íslands hafi verið misnotað. „Vonandi skaðar þetta ekki vinnu Íslands annars staðar í Afríku.“ Í öðru lagi segir hann ótrúlegt að sjá mikla notkun aflandsfélaga í nútímaviðskiptum. „Erum við sátt við þessa þróun – er hún í einhverjum skilningi lýðræðisleg? Markmiðið virðist allt of oft vera að fela eitthvað sem þolir ekki dagsljósið. Ég held að við höfum ekkert lært af Panamaskjölunum.“ Þriðja spurningin snýr að Íslandi. „Hvað segir þessi atburðarás um íslenska þjóð og viðskiptalíf? Einn angi er orðspor landsins sem er ekki upp á marga fiska eftir þetta. En maður veltir einnig fyrir sér hvers vegna Samherjamenn voru ekki meira eins og fiskar á þurru landi þegar suður var komið. Mér finnst óhugnanlegt hversu vel þeir virðast heima í því að kaupa velvild kjörinna fulltrúa og þeirra sem nálægt standa. Getur verið að við séum meiri Namibía en við höldum þegar kemur að aðgengi að náttúruauðlindum?“ Samherji brást við umfjölluninni seint á þriðjudagskvöld með því að segja að þar á bæ hafi þeir verið hissa á hvernig Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri og stjórnarmaður Samherjafélaganna í Namibíu sem rætt er við í þættinum, hafi stundað viðskipti í Namibíu. Hafi hann mögulega flækt Samherja í viðskipti sem kunni að vera ólögleg. Stundin greinir frá því að félög Samherja hafi greitt 280 milljónir króna í mútur eftir að Jóhannes hætti störfum hjá Samherja árið 2016. Henry segir viðbrögð Samherja siðferðilega ámælisverð. „Hvers vegna ekki að viðurkenna það sem liggur fyrir? Væri ekki meiri myndugleiki að viðurkenna að þeir hafi haft rangt við en að svona gerist bara kaupin á eyrinni? Að skella allri skuldinni á uppljóstrara er þekkt bragð en lýsir um leið karakter þeirra sem þannig bregðast við.“
Birtist í Fréttablaðinu Samherjaskjölin Tengdar fréttir Óttast um orðspor Íslands og kallar eftir vandaðri rannsókn á Samherjaskjölunum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að sér hafi verið brugðið að sjá umfjöllun Kveiks í gærkvöldi. Hún kallar eftir vandaðri rannsókn. Orðspor Íslands sé sérstakt áhyggjuefni, ekki aðeins fyrir stjórnvöld heldur íslenskt atvinnulíf. 13. nóvember 2019 12:20 Yfirlýsing Kveiks: Höfnuðu fundi með Samherja í London Kveikur hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fullyrðinga Þorsteins Más Baldvinssonar þess efnis að Kveikur hafi nálgast Samherja á fölskum forsendum, hafnað fundarbeiðni og ekki sinnt hlutleysisskyldu sinni við vinnslu þáttarins. 13. nóvember 2019 11:21 Tók langan tíma að byggja upp traust Fiskifræðingur sem starfaði fyrir Ísland í Namibíu segir orðspor Íslands stórskaðað. Hann tekur framferði Samherja nærri sér á persónulegan hátt en langan tíma hafi tekið að byggja upp traust til Íslands í Namibíu. Viðbrögð íslenskra stjórnvalda skipti öllu máli. 14. nóvember 2019 06:15 Samherji hrærði í Skaupinu Reynir Lyngdal, leikstjóri Áramótaskaupsins, segir hópinn hafa lært af reynslu síðustu ára og gert ráð fyrir óvæntum uppákomum í ár. 13. nóvember 2019 18:26 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira
Óttast um orðspor Íslands og kallar eftir vandaðri rannsókn á Samherjaskjölunum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að sér hafi verið brugðið að sjá umfjöllun Kveiks í gærkvöldi. Hún kallar eftir vandaðri rannsókn. Orðspor Íslands sé sérstakt áhyggjuefni, ekki aðeins fyrir stjórnvöld heldur íslenskt atvinnulíf. 13. nóvember 2019 12:20
Yfirlýsing Kveiks: Höfnuðu fundi með Samherja í London Kveikur hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fullyrðinga Þorsteins Más Baldvinssonar þess efnis að Kveikur hafi nálgast Samherja á fölskum forsendum, hafnað fundarbeiðni og ekki sinnt hlutleysisskyldu sinni við vinnslu þáttarins. 13. nóvember 2019 11:21
Tók langan tíma að byggja upp traust Fiskifræðingur sem starfaði fyrir Ísland í Namibíu segir orðspor Íslands stórskaðað. Hann tekur framferði Samherja nærri sér á persónulegan hátt en langan tíma hafi tekið að byggja upp traust til Íslands í Namibíu. Viðbrögð íslenskra stjórnvalda skipti öllu máli. 14. nóvember 2019 06:15
Samherji hrærði í Skaupinu Reynir Lyngdal, leikstjóri Áramótaskaupsins, segir hópinn hafa lært af reynslu síðustu ára og gert ráð fyrir óvæntum uppákomum í ár. 13. nóvember 2019 18:26