Björn Bjarnason segir um atlögu RÚV að Samherja að ræða Jakob Bjarnar skrifar 13. nóvember 2019 15:29 Helgi Seljan, einn umsjónarmanna Kveiks, milli þeirra Björns og Þorsteins Más Baldvinssonar forstjóra Samherja. „Þeir telja sig hafa afhjúpað stórfellt hneyksli og spillingu í Namibíu vegna viðskipta Samherja. Umræðurnar eru á frumstigi,“ segir Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra á bloggsíðu sinni. Er þetta í stíl við það sem Bjarni Theódór Bjarnason, fyrrverandi bæjarstjóri Dalvíkurbyggðar, sagði á Facebook að Ríkisútvarpið sé á nornaveiðum og ætli ekki að láta sér segjast í árásum á eitt nafntogaðasta fyrirtæki landsins. Bjarni Theódór hefur reyndar tekið þá færslu niður enda var hún sett upp áður en þáttur Kveiks var sýndur sem rekja tengsl Samherjamanna við meðal annars þremenninga sem kallast hárkarlarnir. Björn gerir að umfjöllunarefni, í pistli sem hann birti í morgun, mál málanna sem eru fréttir af mútugreiðslum og skattaundanskotum Samherja í Namibíu. „Enn einu sinni er skollinn á fjölmiðlastormur vegna atlögu fréttastofu ríkisútvarpsins að stórfyrirtækinu Samherja. Nú vegna viðskipta í Namibíu og fiskveiða í lögsögu landsins,“ skrifar Björn og gefur heldur lítið fyrir fréttaflutninginn. Hann segir að á sínum tíma hafi þróunaraðstoð Íslendinga beinst í ríkum mæli að Namibíu og að hún hafi meðal annars snúið að fiskveiðum, stjórn þeirra og útgerð. Þetta þýddi eins og tíðkast viðskiptatækifæri fyrir fyrirtæki í landinu sem aðstoðina veitti. „Nýtti Samherji sér þau með þeim afleiðingum sem þrír aðilar keppast nú við að lýsa á dramatískan hátt, Kveikur, fréttaskýringaþáttur ríkisútvarpsins, vefsíðan Stundin og WikiLeaks. Þeir telja sig hafa afhjúpað stórfellt hneyksli og spillingu í Namibíu vegna viðskipta Samherja. Umræðurnar eru á frumstigi,“ segir Björn. Hann telur fráleitt að frásögn ríkisútvarpsins sem ætlað er að sýna fram á spillingu í Namibíu snerti stjórnarskrá Íslands og auðlindaákvæði í henni. „Að tengja ástandið í Namibíu fiskveiðistjórnunarkerfinu á Íslandi er of langsótt.“ Fjölmiðlar Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir „Fjarstæðukennd tilhugsun“ að Samherji múti íslenskum stjórnmálamönnum Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu og sveitarstjórnarráðherra, leggur ríka áherslu á að sú mynd sem dregin var upp í Kveiksþætti gærkvöldsins af starfsemi Samherja í Namibíu verði rannsökuð til hlítar. 13. nóvember 2019 14:45 Ætlar að segja sig frá málefnum Samherja komi þau á hans borð Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segist hafa verið staddur á skrifstofu Samherja fyrir tilviljun árið 2014 þegar hann var kynntur fyrir háttsettum mönnum sem sagðir eru hafa þegið greiðslur frá Samherja. 13. nóvember 2019 13:31 Veiðiheimildirnar miklu dýrari í Namibíu en á Íslandi Gunnar Smári Egilsson telur nánast útilokað annað en að mútugreiðslur tíðkist á Íslandi. 13. nóvember 2019 12:37 Skattrannsóknarstjóri með gögn frá Namibíu til skoðunar Embætti héraðssaksóknara hefur tekið skýrslu yfir þeim sem hefur ljóstrað upp um meint brot Samherjamanna í Namibíu. 13. nóvember 2019 13:21 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Sjá meira
„Þeir telja sig hafa afhjúpað stórfellt hneyksli og spillingu í Namibíu vegna viðskipta Samherja. Umræðurnar eru á frumstigi,“ segir Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra á bloggsíðu sinni. Er þetta í stíl við það sem Bjarni Theódór Bjarnason, fyrrverandi bæjarstjóri Dalvíkurbyggðar, sagði á Facebook að Ríkisútvarpið sé á nornaveiðum og ætli ekki að láta sér segjast í árásum á eitt nafntogaðasta fyrirtæki landsins. Bjarni Theódór hefur reyndar tekið þá færslu niður enda var hún sett upp áður en þáttur Kveiks var sýndur sem rekja tengsl Samherjamanna við meðal annars þremenninga sem kallast hárkarlarnir. Björn gerir að umfjöllunarefni, í pistli sem hann birti í morgun, mál málanna sem eru fréttir af mútugreiðslum og skattaundanskotum Samherja í Namibíu. „Enn einu sinni er skollinn á fjölmiðlastormur vegna atlögu fréttastofu ríkisútvarpsins að stórfyrirtækinu Samherja. Nú vegna viðskipta í Namibíu og fiskveiða í lögsögu landsins,“ skrifar Björn og gefur heldur lítið fyrir fréttaflutninginn. Hann segir að á sínum tíma hafi þróunaraðstoð Íslendinga beinst í ríkum mæli að Namibíu og að hún hafi meðal annars snúið að fiskveiðum, stjórn þeirra og útgerð. Þetta þýddi eins og tíðkast viðskiptatækifæri fyrir fyrirtæki í landinu sem aðstoðina veitti. „Nýtti Samherji sér þau með þeim afleiðingum sem þrír aðilar keppast nú við að lýsa á dramatískan hátt, Kveikur, fréttaskýringaþáttur ríkisútvarpsins, vefsíðan Stundin og WikiLeaks. Þeir telja sig hafa afhjúpað stórfellt hneyksli og spillingu í Namibíu vegna viðskipta Samherja. Umræðurnar eru á frumstigi,“ segir Björn. Hann telur fráleitt að frásögn ríkisútvarpsins sem ætlað er að sýna fram á spillingu í Namibíu snerti stjórnarskrá Íslands og auðlindaákvæði í henni. „Að tengja ástandið í Namibíu fiskveiðistjórnunarkerfinu á Íslandi er of langsótt.“
Fjölmiðlar Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir „Fjarstæðukennd tilhugsun“ að Samherji múti íslenskum stjórnmálamönnum Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu og sveitarstjórnarráðherra, leggur ríka áherslu á að sú mynd sem dregin var upp í Kveiksþætti gærkvöldsins af starfsemi Samherja í Namibíu verði rannsökuð til hlítar. 13. nóvember 2019 14:45 Ætlar að segja sig frá málefnum Samherja komi þau á hans borð Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segist hafa verið staddur á skrifstofu Samherja fyrir tilviljun árið 2014 þegar hann var kynntur fyrir háttsettum mönnum sem sagðir eru hafa þegið greiðslur frá Samherja. 13. nóvember 2019 13:31 Veiðiheimildirnar miklu dýrari í Namibíu en á Íslandi Gunnar Smári Egilsson telur nánast útilokað annað en að mútugreiðslur tíðkist á Íslandi. 13. nóvember 2019 12:37 Skattrannsóknarstjóri með gögn frá Namibíu til skoðunar Embætti héraðssaksóknara hefur tekið skýrslu yfir þeim sem hefur ljóstrað upp um meint brot Samherjamanna í Namibíu. 13. nóvember 2019 13:21 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Sjá meira
„Fjarstæðukennd tilhugsun“ að Samherji múti íslenskum stjórnmálamönnum Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu og sveitarstjórnarráðherra, leggur ríka áherslu á að sú mynd sem dregin var upp í Kveiksþætti gærkvöldsins af starfsemi Samherja í Namibíu verði rannsökuð til hlítar. 13. nóvember 2019 14:45
Ætlar að segja sig frá málefnum Samherja komi þau á hans borð Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segist hafa verið staddur á skrifstofu Samherja fyrir tilviljun árið 2014 þegar hann var kynntur fyrir háttsettum mönnum sem sagðir eru hafa þegið greiðslur frá Samherja. 13. nóvember 2019 13:31
Veiðiheimildirnar miklu dýrari í Namibíu en á Íslandi Gunnar Smári Egilsson telur nánast útilokað annað en að mútugreiðslur tíðkist á Íslandi. 13. nóvember 2019 12:37
Skattrannsóknarstjóri með gögn frá Namibíu til skoðunar Embætti héraðssaksóknara hefur tekið skýrslu yfir þeim sem hefur ljóstrað upp um meint brot Samherjamanna í Namibíu. 13. nóvember 2019 13:21