Samherjamálið skref fyrir skref Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. nóvember 2019 15:30 Bernhardt Esau, sem þangað til í dag var sjávarútvegsráðherra Namibíu, og Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja á fundi árið 2015. Wikileaks Samherjaskjölin sem birt voru á vef WikiLeaks í gær, og voru til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi og í dagblaðinu Stundinni, hafa vakið mikla athygli – og gríðarleg viðbrögð í íslensku samfélagi. Málið teygir anga sína út á fiskimið úti fyrir ströndum Afríku, í aflandsfélög „hákarla“ og inn í ríkisstjórn Namibíu, sem hefur þegar tekið stakkaskiptum síðan í gær. Hér verður stiklað á stóru í þessu umfangsmikla máli og sögunni fylgt frá því fyrir aldamót og fram til dagsins í dag. Stuðst er við umfjöllun Kveiks, umfjöllun Stundarinnar og gögn WikiLeaks.1990: Namibía öðlast sjálfstæði frá Suður-Afríku. Þá strax leitar þjóðin til sjómennskuþjóða, þar á meðal Íslendinga, til að nýta sér auðug fiskimið sín. Þróunarsamvinnustofnun veitir þeim hjálp, byggður er sjómannaskóli og uppgangur í greininni er hraður. Sighvatur Björgvinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Þróunarsamvinnustofnunar Íslands, minntist þess í samtali við Vísi í gær að í heimsókn Þróunarsamvinnustofnunar til Namibíu árið 2008 hafi staðan þótt ásættanleg.2007: Samherji hefur starfsemi í Afríku. Fyrirtækið byrjar að veiða við strendur Marokkó og Máritaníu.Nóvember 2011: Tamson „Fitty“ Hatuikulipi, tengdasonur Bernhardt Esau, sjávarútvegsráðherra Namibíu, hittir Jóhannes Stefánsson, uppljóstrarann sem lét WikiLeaks Samherjaskjölin í té, og Aðalstein Helgason, þáverandi framkvæmdastjóra Afríkustarfsemi Samherja, á þaki Hilton-hótelsins í Windhoek, höfuðborg Namibíu. Jóhannes lýsir því í viðtali við Kveik að Fitty hafi þannig komið með dýrmæt sambönd að samningaborðinu og það hafi nægt til þess að samið var við hann. Í samningi sem Aðalsteinn gerði við Fitty, verandi vel tengdur, segir fyrst og fremst að hann ætli að tryggja Samherja hrossamakrílkvóta.Úr glærusýningu Aðalsteins á stjórnarfundinum í Frankfurt árið 2011.Wikileaks28. febrúar 2012: Samherji hefur veiðar í Namibíu.22. mars 2012: Stjórnarfundur Samherja er haldinn á Hilton-hótelinu í Frankfurt. Þar heldur Aðalsteinn kynningu um starfsemi Samherja í Namibíu. Í kynningunni segir m.a. að „veruleg spilling“ sé ríkjandi í landinu og sérstaklega bent á að sjávarútvegsráðherrann geti „breytt tonnum á hvern aðila eftir geðþótta“. „Við vinnum með mönnum sem við köllum Strategy Group. Í henni eru menn nátengdir ráðherranum og öðrum mönnum í æðstu stöðum,“ stendur einnig í kynningunni. Þessir menn voru hinir svokölluðu „hákarlar“: Áðurnefndur Fitty, Sacky Shangala, dómsmálaráðherra Namibíu, og James Hatuikulipi, stjórnarformaður ríkisfyrirtækisins Fishcor, sem útdeilir kvóta í Namibíu. Sá síðastnefndi er auk þess frændi Fitty.Sacky er biskupssonur og lögfræðingur. Hann er einn af helstu áhrifamönnum innan SWAPO-flokksins í Namibíu og komst fyrst á þing árið 2012. Árin 2015-2018 var hann ríkissaksóknari og hefur gegnt embætti dómsmálaráðherra síðan í byrjun árs í fyrra.James er náfrændi Fittys og var skipaður stjórnarformaður Fischor, sjávarútvegsfyrirtækis í ríkiseigu sem Íslendingar hjálpuðu til við að stofna, árið 2014. Namibískir fjölmiðlar fjölluðu um skipanina á sínum tíma, sem sögð var á svig við reglur. „Ég er mjög fagmannlegur maður. Ég er einnig mjög hæfur. Ég þekki fullt af fólki sem ég á í viðskiptum við. Þetta fólk er ekki endilega fjölskylda mín,“ sagði James í samtali við namibíska miðilinn The Namibian þegar hann var spurður út í skipan sína og tengsl sín við ráðherrann á sínum tíma. Tamson, eða Fitty, er giftur Ndapandula, dóttur sjávarútvegsráðherrans. Í umfjöllun Kveiks kemur fram að hann aki um á hvítum Benz-bíl með einkanúmerinu „Fitty“ og það var hann sem kom Samherja í samband við hina hákarlana, eins og áður sagði.Bernhardt Esau sjávarútvegsráðherra og Sacky Shangala dómsmálaráðherra sögðu báðir af sér í dag.Maí 2012: Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja og Aðalsteinn funda með sjávarútvegsráðherranum Esau á búgarði hans, Dakota House. Haft er eftir Jóhannesi í umfjöllun Kveiks að fundurinn hafi verið afar mikilvægur. Jóhannes segir að skömmu síðar hafi fyrsta mútugreiðslan verið innt af hendi, eftir að fundinn var „frontur“ fyrir eignarhald á Kötlu, útgerð Samherja í Namibíu. Það var sjávarútvegsráðherrann sem fékk þessa fyrstu greiðslu, að sögn Jóhannesar, sextíu þúsund Bandaríkjadali sem Jóhannes segist hafa afhent í íþróttatösku á Hilton-hótelinu í Windhoek.Nóvember 2013: Shacky kynnir hugmynd um „hjáleið að kvóta við Afríkustrendur“, líkt og það er orðað í umfjöllun Kveiks. Þannig var gert ráð fyrir að namibískt og angólskt félag yrði sett upp til málamynda. Kvótinn færi þannig í hendur „heimamanna“ í gegnum félagið, en þaðan beint til Samherja. Í sama mánuði býður Samherji Shacky og James, auk tveggja fulltrúa angólska sjávarútvegsráðherrans, til Íslands.Ágúst 2014: Þorsteinn Már og hákarlarnir funda í höfuðstöðvum Samherja í Katrínartúni til að „skapa milliríkjasamkomulag undir fölskum forsendum“ á milli Namibíu og Angóla og skipta ávinningi samningsins, sem Sacky kynnti árið áður. Jóhannes segir að til þess að samkomulagið hafi getað náð fram að ganga hefðu 50 milljónir verið lagðar inn á félag í eigu Fittys. Hann gaf í staðinn út reikning fyrir ráðgjöf. Stundin greinir frá því Kristján Þór Júlíusson, þáverandi heilbrigðisráðherra og núverandi sjávarútvegsráðherra, hafi komið inn á þennan fund Þorsteins með hákörlunum. Kristján Þór segir í samtali við fréttastofu í dag að hann hafi verið staddur á skrifstofu Samherja fyrir tilviljun árið 2014 þegar hann var kynntur fyrir mönnunum. Fari svo að sjávarútvegsráðherra þurfi að taka ákvarðanir er lúta að því sem fram kom í umfjölluninni segist hann ætla að segja sig frá þeim.Jóhannes Stefánsson í þættinum Kveiki í gærkvöldi.RÚVSeptember 2014: Esau sjávarútvegsráðherra skipar James stjórnarformann Fishcor, eins og áður sagði. Að því búnu úthlutar hann hrossamakrílskvóta í fyrsta sinn til Fishcor. Eftir að kvótaúthlutunin var úrskurðuð ólögleg breytti ráðherrann lögunum. Þar með fékk Fishcor kvóta upp á allt að 80 þúsund tonn árlega, sem fór til Samherja á miklum afslætti. Í umfjöllun Kveiks og Stundarinnar eru tíndar til fjölmargar greiðslur frá Samherja sem rötuðu að endingu í vasa hákarlanna. Samkvæmt tölum Kveiks nema heildargreiðslur Samherja til skúffufélaga hákarlanna 1,4 milljarði króna síðastliðinn fimm ár. Í sumum tilfellum hafi verið gerðir ráðgjafasamningar og í a.m.k. einu tilfelli húsaleigusamningur. Þá hefur sérstaklega verið rýnt í slóð Samherjapeninganna um heiminn. Tugmilljarða eignir Samherja eru til að mynda geymdar í tíu félögum á Kýpur, samkvæmt umfjöllun Kveiks. Þá er Samherji sagður hafa stofnað sérstaklega félag á Máritíus til að geta fært fé til Kýpur án þess að borga skatt – eða í það minnsta töluvert minni skatt en ella. Auk þess fer bróðurpartur bankaviðskipta Samherja fram í gegnum DNB, stærsta banka Noregs sem er í ríkiseigu. Peningurinn fari þannig aldrei í gegnum Kýpur heldur sitja þeir inn á reikningum í Noregi. Þaðan hefur peningur farið frá Samherja til aflandsfélaga í Dúbaí.Samherjapeningarnir hafa komið víða við, líkt og sést á þessari skýringarmynd.Vísir/Hjalti2016: Jóhannes Stefánsson er rekinn frá Samherja. Stundin greinir frá því í gær að Jóhannes hafi haft milligöngu um að greiða peninga til sjávarútvegsráðherra Namibíu og annarra aðila fyrir hönd Samherja frá árinu 2012 fram að starfslokum hans. Greiðslurnar sem Jóhannes á að hafa borið ábyrgð á eru sagðar hafa numið tæpum 220 milljónum. 2016-2019: Greiðslurnar halda áfram. Tvö eignarhaldsfélög Samherja á Kýpur greiða rúmlega 280 milljónir króna til eignarhaldsfélags James í Dubai. Þetta hefur Stundin upp úr gögnum Wikileaks og segir peningana mútugreiðslur. Í frétt Stundarinnar er þess sérstaklega getið að greiðslurnar á þessum tíma hafi verið hærri en þegar Jóhannes starfaði hjá Samherja í Namibíu árin þrjú á undan. Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja skellir þó skuldinni á Jóhannes í yfirlýsingu vegna umfjöllunar Kveiks í gær.„Það voru okkur mikil vonbrigði að komast að því að Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri og stjórnarmaður Samherjafélaganna í Namibíu, virðist hafa tekið þátt í gagnrýniverðum viðskiptaháttum og hugsanlega flækt Samherja í viðskipti sem kunna að vera ólögmæt,“ er haft eftir Þorsteini Má í yfirlýsingunni. Frá því að umfjöllun Kveiks og Stundarinnar leit dagsins ljós hafa orðið töluverðar vendingar í málinu. Héraðssaksóknari staðfesti í gær að hann hefði mál Samherja til rannsóknar og í dag hafa íslenskir embættismenn, bæði í stjórn og stjórnarandstöðu, lýst yfir áhyggjum af stöðunni. Þannig sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að orðspor Íslands væri nú sérstakt áhyggjuefni.Í dag hafa namibískir miðlar svo greint frá því að Bernhardt Esau sjávarútvegsráðherra og Sacky Shangala dómsmálaráðherra hafi sagt af sér. Það gerðu þeir eftir að forseti landsins, Hage Geingob, lýsti því yfir að hann hefði í hyggju að reka þá. Ráðherrarnir eru einmitt tveir af þeim sem sagðir eru hafa þegið mútur frá Samherja, eins og rakið hefur verið. Samherjaskjölin hafa því nú þegar dregið töluverðan dilk á eftir sér. Áfram verður fylgst náið með framvindu málsins hér á Vísi. Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Óttast um orðspor Íslands og kallar eftir vandaðri rannsókn á Samherjaskjölunum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að sér hafi verið brugðið að sjá umfjöllun Kveiks í gærkvöldi. Hún kallar eftir vandaðri rannsókn. Orðspor Íslands sé sérstakt áhyggjuefni, ekki aðeins fyrir stjórnvöld heldur íslenskt atvinnulíf. 13. nóvember 2019 12:20 Ætlar að segja sig frá málefnum Samherja komi þau á hans borð Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segist hafa verið staddur á skrifstofu Samherja fyrir tilviljun árið 2014 þegar hann var kynntur fyrir háttsettum mönnum sem sagðir eru hafa þegið greiðslur frá Samherja. 13. nóvember 2019 13:31 Yfirlýsing Kveiks: Höfnuðu fundi með Samherja í London Kveikur hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fullyrðinga Þorsteins Más Baldvinssonar þess efnis að Kveikur hafi nálgast Samherja á fölskum forsendum, hafnað fundarbeiðni og ekki sinnt hlutleysisskyldu sinni við vinnslu þáttarins. 13. nóvember 2019 11:21 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Flugferðum aflýst Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Sjá meira
Samherjaskjölin sem birt voru á vef WikiLeaks í gær, og voru til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi og í dagblaðinu Stundinni, hafa vakið mikla athygli – og gríðarleg viðbrögð í íslensku samfélagi. Málið teygir anga sína út á fiskimið úti fyrir ströndum Afríku, í aflandsfélög „hákarla“ og inn í ríkisstjórn Namibíu, sem hefur þegar tekið stakkaskiptum síðan í gær. Hér verður stiklað á stóru í þessu umfangsmikla máli og sögunni fylgt frá því fyrir aldamót og fram til dagsins í dag. Stuðst er við umfjöllun Kveiks, umfjöllun Stundarinnar og gögn WikiLeaks.1990: Namibía öðlast sjálfstæði frá Suður-Afríku. Þá strax leitar þjóðin til sjómennskuþjóða, þar á meðal Íslendinga, til að nýta sér auðug fiskimið sín. Þróunarsamvinnustofnun veitir þeim hjálp, byggður er sjómannaskóli og uppgangur í greininni er hraður. Sighvatur Björgvinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Þróunarsamvinnustofnunar Íslands, minntist þess í samtali við Vísi í gær að í heimsókn Þróunarsamvinnustofnunar til Namibíu árið 2008 hafi staðan þótt ásættanleg.2007: Samherji hefur starfsemi í Afríku. Fyrirtækið byrjar að veiða við strendur Marokkó og Máritaníu.Nóvember 2011: Tamson „Fitty“ Hatuikulipi, tengdasonur Bernhardt Esau, sjávarútvegsráðherra Namibíu, hittir Jóhannes Stefánsson, uppljóstrarann sem lét WikiLeaks Samherjaskjölin í té, og Aðalstein Helgason, þáverandi framkvæmdastjóra Afríkustarfsemi Samherja, á þaki Hilton-hótelsins í Windhoek, höfuðborg Namibíu. Jóhannes lýsir því í viðtali við Kveik að Fitty hafi þannig komið með dýrmæt sambönd að samningaborðinu og það hafi nægt til þess að samið var við hann. Í samningi sem Aðalsteinn gerði við Fitty, verandi vel tengdur, segir fyrst og fremst að hann ætli að tryggja Samherja hrossamakrílkvóta.Úr glærusýningu Aðalsteins á stjórnarfundinum í Frankfurt árið 2011.Wikileaks28. febrúar 2012: Samherji hefur veiðar í Namibíu.22. mars 2012: Stjórnarfundur Samherja er haldinn á Hilton-hótelinu í Frankfurt. Þar heldur Aðalsteinn kynningu um starfsemi Samherja í Namibíu. Í kynningunni segir m.a. að „veruleg spilling“ sé ríkjandi í landinu og sérstaklega bent á að sjávarútvegsráðherrann geti „breytt tonnum á hvern aðila eftir geðþótta“. „Við vinnum með mönnum sem við köllum Strategy Group. Í henni eru menn nátengdir ráðherranum og öðrum mönnum í æðstu stöðum,“ stendur einnig í kynningunni. Þessir menn voru hinir svokölluðu „hákarlar“: Áðurnefndur Fitty, Sacky Shangala, dómsmálaráðherra Namibíu, og James Hatuikulipi, stjórnarformaður ríkisfyrirtækisins Fishcor, sem útdeilir kvóta í Namibíu. Sá síðastnefndi er auk þess frændi Fitty.Sacky er biskupssonur og lögfræðingur. Hann er einn af helstu áhrifamönnum innan SWAPO-flokksins í Namibíu og komst fyrst á þing árið 2012. Árin 2015-2018 var hann ríkissaksóknari og hefur gegnt embætti dómsmálaráðherra síðan í byrjun árs í fyrra.James er náfrændi Fittys og var skipaður stjórnarformaður Fischor, sjávarútvegsfyrirtækis í ríkiseigu sem Íslendingar hjálpuðu til við að stofna, árið 2014. Namibískir fjölmiðlar fjölluðu um skipanina á sínum tíma, sem sögð var á svig við reglur. „Ég er mjög fagmannlegur maður. Ég er einnig mjög hæfur. Ég þekki fullt af fólki sem ég á í viðskiptum við. Þetta fólk er ekki endilega fjölskylda mín,“ sagði James í samtali við namibíska miðilinn The Namibian þegar hann var spurður út í skipan sína og tengsl sín við ráðherrann á sínum tíma. Tamson, eða Fitty, er giftur Ndapandula, dóttur sjávarútvegsráðherrans. Í umfjöllun Kveiks kemur fram að hann aki um á hvítum Benz-bíl með einkanúmerinu „Fitty“ og það var hann sem kom Samherja í samband við hina hákarlana, eins og áður sagði.Bernhardt Esau sjávarútvegsráðherra og Sacky Shangala dómsmálaráðherra sögðu báðir af sér í dag.Maí 2012: Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja og Aðalsteinn funda með sjávarútvegsráðherranum Esau á búgarði hans, Dakota House. Haft er eftir Jóhannesi í umfjöllun Kveiks að fundurinn hafi verið afar mikilvægur. Jóhannes segir að skömmu síðar hafi fyrsta mútugreiðslan verið innt af hendi, eftir að fundinn var „frontur“ fyrir eignarhald á Kötlu, útgerð Samherja í Namibíu. Það var sjávarútvegsráðherrann sem fékk þessa fyrstu greiðslu, að sögn Jóhannesar, sextíu þúsund Bandaríkjadali sem Jóhannes segist hafa afhent í íþróttatösku á Hilton-hótelinu í Windhoek.Nóvember 2013: Shacky kynnir hugmynd um „hjáleið að kvóta við Afríkustrendur“, líkt og það er orðað í umfjöllun Kveiks. Þannig var gert ráð fyrir að namibískt og angólskt félag yrði sett upp til málamynda. Kvótinn færi þannig í hendur „heimamanna“ í gegnum félagið, en þaðan beint til Samherja. Í sama mánuði býður Samherji Shacky og James, auk tveggja fulltrúa angólska sjávarútvegsráðherrans, til Íslands.Ágúst 2014: Þorsteinn Már og hákarlarnir funda í höfuðstöðvum Samherja í Katrínartúni til að „skapa milliríkjasamkomulag undir fölskum forsendum“ á milli Namibíu og Angóla og skipta ávinningi samningsins, sem Sacky kynnti árið áður. Jóhannes segir að til þess að samkomulagið hafi getað náð fram að ganga hefðu 50 milljónir verið lagðar inn á félag í eigu Fittys. Hann gaf í staðinn út reikning fyrir ráðgjöf. Stundin greinir frá því Kristján Þór Júlíusson, þáverandi heilbrigðisráðherra og núverandi sjávarútvegsráðherra, hafi komið inn á þennan fund Þorsteins með hákörlunum. Kristján Þór segir í samtali við fréttastofu í dag að hann hafi verið staddur á skrifstofu Samherja fyrir tilviljun árið 2014 þegar hann var kynntur fyrir mönnunum. Fari svo að sjávarútvegsráðherra þurfi að taka ákvarðanir er lúta að því sem fram kom í umfjölluninni segist hann ætla að segja sig frá þeim.Jóhannes Stefánsson í þættinum Kveiki í gærkvöldi.RÚVSeptember 2014: Esau sjávarútvegsráðherra skipar James stjórnarformann Fishcor, eins og áður sagði. Að því búnu úthlutar hann hrossamakrílskvóta í fyrsta sinn til Fishcor. Eftir að kvótaúthlutunin var úrskurðuð ólögleg breytti ráðherrann lögunum. Þar með fékk Fishcor kvóta upp á allt að 80 þúsund tonn árlega, sem fór til Samherja á miklum afslætti. Í umfjöllun Kveiks og Stundarinnar eru tíndar til fjölmargar greiðslur frá Samherja sem rötuðu að endingu í vasa hákarlanna. Samkvæmt tölum Kveiks nema heildargreiðslur Samherja til skúffufélaga hákarlanna 1,4 milljarði króna síðastliðinn fimm ár. Í sumum tilfellum hafi verið gerðir ráðgjafasamningar og í a.m.k. einu tilfelli húsaleigusamningur. Þá hefur sérstaklega verið rýnt í slóð Samherjapeninganna um heiminn. Tugmilljarða eignir Samherja eru til að mynda geymdar í tíu félögum á Kýpur, samkvæmt umfjöllun Kveiks. Þá er Samherji sagður hafa stofnað sérstaklega félag á Máritíus til að geta fært fé til Kýpur án þess að borga skatt – eða í það minnsta töluvert minni skatt en ella. Auk þess fer bróðurpartur bankaviðskipta Samherja fram í gegnum DNB, stærsta banka Noregs sem er í ríkiseigu. Peningurinn fari þannig aldrei í gegnum Kýpur heldur sitja þeir inn á reikningum í Noregi. Þaðan hefur peningur farið frá Samherja til aflandsfélaga í Dúbaí.Samherjapeningarnir hafa komið víða við, líkt og sést á þessari skýringarmynd.Vísir/Hjalti2016: Jóhannes Stefánsson er rekinn frá Samherja. Stundin greinir frá því í gær að Jóhannes hafi haft milligöngu um að greiða peninga til sjávarútvegsráðherra Namibíu og annarra aðila fyrir hönd Samherja frá árinu 2012 fram að starfslokum hans. Greiðslurnar sem Jóhannes á að hafa borið ábyrgð á eru sagðar hafa numið tæpum 220 milljónum. 2016-2019: Greiðslurnar halda áfram. Tvö eignarhaldsfélög Samherja á Kýpur greiða rúmlega 280 milljónir króna til eignarhaldsfélags James í Dubai. Þetta hefur Stundin upp úr gögnum Wikileaks og segir peningana mútugreiðslur. Í frétt Stundarinnar er þess sérstaklega getið að greiðslurnar á þessum tíma hafi verið hærri en þegar Jóhannes starfaði hjá Samherja í Namibíu árin þrjú á undan. Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja skellir þó skuldinni á Jóhannes í yfirlýsingu vegna umfjöllunar Kveiks í gær.„Það voru okkur mikil vonbrigði að komast að því að Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri og stjórnarmaður Samherjafélaganna í Namibíu, virðist hafa tekið þátt í gagnrýniverðum viðskiptaháttum og hugsanlega flækt Samherja í viðskipti sem kunna að vera ólögmæt,“ er haft eftir Þorsteini Má í yfirlýsingunni. Frá því að umfjöllun Kveiks og Stundarinnar leit dagsins ljós hafa orðið töluverðar vendingar í málinu. Héraðssaksóknari staðfesti í gær að hann hefði mál Samherja til rannsóknar og í dag hafa íslenskir embættismenn, bæði í stjórn og stjórnarandstöðu, lýst yfir áhyggjum af stöðunni. Þannig sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að orðspor Íslands væri nú sérstakt áhyggjuefni.Í dag hafa namibískir miðlar svo greint frá því að Bernhardt Esau sjávarútvegsráðherra og Sacky Shangala dómsmálaráðherra hafi sagt af sér. Það gerðu þeir eftir að forseti landsins, Hage Geingob, lýsti því yfir að hann hefði í hyggju að reka þá. Ráðherrarnir eru einmitt tveir af þeim sem sagðir eru hafa þegið mútur frá Samherja, eins og rakið hefur verið. Samherjaskjölin hafa því nú þegar dregið töluverðan dilk á eftir sér. Áfram verður fylgst náið með framvindu málsins hér á Vísi.
Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Óttast um orðspor Íslands og kallar eftir vandaðri rannsókn á Samherjaskjölunum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að sér hafi verið brugðið að sjá umfjöllun Kveiks í gærkvöldi. Hún kallar eftir vandaðri rannsókn. Orðspor Íslands sé sérstakt áhyggjuefni, ekki aðeins fyrir stjórnvöld heldur íslenskt atvinnulíf. 13. nóvember 2019 12:20 Ætlar að segja sig frá málefnum Samherja komi þau á hans borð Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segist hafa verið staddur á skrifstofu Samherja fyrir tilviljun árið 2014 þegar hann var kynntur fyrir háttsettum mönnum sem sagðir eru hafa þegið greiðslur frá Samherja. 13. nóvember 2019 13:31 Yfirlýsing Kveiks: Höfnuðu fundi með Samherja í London Kveikur hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fullyrðinga Þorsteins Más Baldvinssonar þess efnis að Kveikur hafi nálgast Samherja á fölskum forsendum, hafnað fundarbeiðni og ekki sinnt hlutleysisskyldu sinni við vinnslu þáttarins. 13. nóvember 2019 11:21 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Flugferðum aflýst Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Sjá meira
Óttast um orðspor Íslands og kallar eftir vandaðri rannsókn á Samherjaskjölunum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að sér hafi verið brugðið að sjá umfjöllun Kveiks í gærkvöldi. Hún kallar eftir vandaðri rannsókn. Orðspor Íslands sé sérstakt áhyggjuefni, ekki aðeins fyrir stjórnvöld heldur íslenskt atvinnulíf. 13. nóvember 2019 12:20
Ætlar að segja sig frá málefnum Samherja komi þau á hans borð Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segist hafa verið staddur á skrifstofu Samherja fyrir tilviljun árið 2014 þegar hann var kynntur fyrir háttsettum mönnum sem sagðir eru hafa þegið greiðslur frá Samherja. 13. nóvember 2019 13:31
Yfirlýsing Kveiks: Höfnuðu fundi með Samherja í London Kveikur hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fullyrðinga Þorsteins Más Baldvinssonar þess efnis að Kveikur hafi nálgast Samherja á fölskum forsendum, hafnað fundarbeiðni og ekki sinnt hlutleysisskyldu sinni við vinnslu þáttarins. 13. nóvember 2019 11:21