ISIS-liði fastur í einskismannslandi í þrjá daga Samúel Karl Ólason skrifar 13. nóvember 2019 13:56 Maðurinn er sagður heita Muahammed Darwis B og ku hann vera bandarískur ríkisborgari sem rekur uppruna sinn til Jórdaníu. Vísir/AP Yfirvöld Tyrklands vísuðu á mánudaginn manni, sem sagður er vera bandarískur ISIS-liði frá Tyrklandi. Hann hefur setið fastur í einskismannslandi milli Tyrklands og Grikklands síðan þá. Grikkir neita að hleypa manninum inn í land þeirra og Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir hann ekki koma Tyrklandi lengur við.Samkvæmt fjölmiðlum ytra segja embættismenn í Tyrklandi að maðurinn hafi neitað að vera sendur til Bandaríkjanna og bað þess í stað um að vera sendur til Grikklands.Maðurinn er sagður heita Muahammed Darwis B og ku hann vera bandarískur ríkisborgari sem rekur uppruna sinn til Jórdaníu. Nánar tiltekið situr hann fastur á landamærum ríkjanna nærri bænum Kastanies.39-year-old Muhammad Darwis B., identified as suspected #ISIS militant of #Jordan and US dual national, has been waiting for the 3rd straight day in no man's land after #Turkey pushed him across the border gate and #Greece denied him the entry. pic.twitter.com/6zFyjG784X — Abdullah Bozkurt (@abdbozkurt) November 13, 2019 Þegar Erdogan var spurður út í manninn sagði hann það ekki skipta Tyrki máli. ISIS-liðar yrðu áfram sendir frá Tyrklandi, hvort sem tekið væri á móti þeim eða ekki, það komi Tyrkjum í raun ekki við.Sjá einnig: Tyrkir ætla að senda hundruð ISIS-liða til Evrópu Hann sagði sömuleiðis í gær að ef forsvarsmenn Evrópu breyttu ekki stöðu sinni gagnvart Tyrklandi gæti ríkisstjórn hans sleppt öllum ISIS-liðum sem eru í haldi í Tyrklandi og sent þá til Evrópu. Tyrkir halda hundruð erlendra vígamanna samtakanna í Tyrklandi og segjast hafa handsamað tæplega 300 í Sýrlandi. Til stendur að senda um 1.500 til heimalanda sinna á næstunni. Þó er búið að svipta einhverja þeirra ríkisborgararétti.Reuters hefur eftir innanríkisráðherra Tyrklands að að yfirvöld í Hollandi og Þýskalandi hafi samþykkt að taka á móti einhverjum ISIS-liðum og fjölskyldum þeirra. Hann hefur einnig sagt að til standi að vísa vígamönnum frá Írlandi, Frakklandi og Danmörku úr landi.Frakkar hafa sagst ætla að taka á móti ellefu vígamönnum og Írar ætla að taka á móti tveimur. Grikkland Sýrland Tyrkland Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fullir í flugi Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Sjá meira
Yfirvöld Tyrklands vísuðu á mánudaginn manni, sem sagður er vera bandarískur ISIS-liði frá Tyrklandi. Hann hefur setið fastur í einskismannslandi milli Tyrklands og Grikklands síðan þá. Grikkir neita að hleypa manninum inn í land þeirra og Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir hann ekki koma Tyrklandi lengur við.Samkvæmt fjölmiðlum ytra segja embættismenn í Tyrklandi að maðurinn hafi neitað að vera sendur til Bandaríkjanna og bað þess í stað um að vera sendur til Grikklands.Maðurinn er sagður heita Muahammed Darwis B og ku hann vera bandarískur ríkisborgari sem rekur uppruna sinn til Jórdaníu. Nánar tiltekið situr hann fastur á landamærum ríkjanna nærri bænum Kastanies.39-year-old Muhammad Darwis B., identified as suspected #ISIS militant of #Jordan and US dual national, has been waiting for the 3rd straight day in no man's land after #Turkey pushed him across the border gate and #Greece denied him the entry. pic.twitter.com/6zFyjG784X — Abdullah Bozkurt (@abdbozkurt) November 13, 2019 Þegar Erdogan var spurður út í manninn sagði hann það ekki skipta Tyrki máli. ISIS-liðar yrðu áfram sendir frá Tyrklandi, hvort sem tekið væri á móti þeim eða ekki, það komi Tyrkjum í raun ekki við.Sjá einnig: Tyrkir ætla að senda hundruð ISIS-liða til Evrópu Hann sagði sömuleiðis í gær að ef forsvarsmenn Evrópu breyttu ekki stöðu sinni gagnvart Tyrklandi gæti ríkisstjórn hans sleppt öllum ISIS-liðum sem eru í haldi í Tyrklandi og sent þá til Evrópu. Tyrkir halda hundruð erlendra vígamanna samtakanna í Tyrklandi og segjast hafa handsamað tæplega 300 í Sýrlandi. Til stendur að senda um 1.500 til heimalanda sinna á næstunni. Þó er búið að svipta einhverja þeirra ríkisborgararétti.Reuters hefur eftir innanríkisráðherra Tyrklands að að yfirvöld í Hollandi og Þýskalandi hafi samþykkt að taka á móti einhverjum ISIS-liðum og fjölskyldum þeirra. Hann hefur einnig sagt að til standi að vísa vígamönnum frá Írlandi, Frakklandi og Danmörku úr landi.Frakkar hafa sagst ætla að taka á móti ellefu vígamönnum og Írar ætla að taka á móti tveimur.
Grikkland Sýrland Tyrkland Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fullir í flugi Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Sjá meira