Hljóp maraþon í öllum ríkjum heims og setur stefnuna á Ísland Samúel Karl Ólason skrifar 13. nóvember 2019 10:50 Nick Butter og vinur hans Kevin Webber við endalok síðasta maraþonsins af 196. Mynd/Instagram Bretinn Nick Butter skráði nafn sitt í sögubækurnar á sunnudaginn þegar hann lauk maraþoni í Grikklandi. Það þykir kannski ekki merkilegt út af fyrir sig en með maraþonhlaupinu í Grikklandi náði Butter þeim áfanga að hafa hlaupið maraþon í 196 ríkjum frá því í janúar í fyrra. Um er að ræða þau 193 ríki sem Sameinuðu þjóðirnar viðurkenna og Vatíkanið, Palestínu og Taívan. Með því vonast Butter til að safna 250 þúsund pundum til góðgerðarmála. Átak þetta tók 674 daga og tvö maraþon í tveimur ríkjum á hverri viku, að meðaltali. Alls hljóp hann meira en 8.200 kílómetra. Þá er óhætt að segja að hlaup Butter hafi ekki gengið áfallalaust fyrir sig. Það var skotið á hann í Nígeríu. Villihundar réðust á hann í Túnis, hann var rændur tvisvar sinnum, varð fyrir bíl og þurfti að hlaupa yfir vígvelli í Sýrlandi, svo eitthvað sé nefnt. Fann fór í 201 flugferð, 45 lestaferðir, tók rútu 15 sinnum og leigubíla 280 sinnum, samkvæmt frétt The Times (áskriftarvefur).Í samtali við Times segir Butter að hann sé ekki hættur að hlaupa og ætlar hann sér að hlaupa um Ísland á næsta ári. Hugmyndin kviknaði árið 2016 þegar Butter kynntist Kevin Webber þar sem þeir voru báðir að undirbúa sig fyrir Marathon des Sables í Marokkó. Webber sagðist hafa greinst með ólæknandi krabbamein í blöðruhálskirtli og hann væri að reyna að nota þann tíma sem hann ætti eftir til að safna til góðgerðamála. „Ég trúði því ekki að þessi maður, sem var svo fullur af hamingju og lífi, hafi verið að segja mér að hann væri með ólæknandi krabbamein,“ sagði Butter. Hann sagði Kevin hafa breytt lífi sínu og í framhaldinu hafi hann sagt upp í bankanum sem hann starfaði í og skipt jakkafötunum út fyrir hlaupabuxurnar að eilífu. „Meðal líf er 29,747 dagar að lengd og ef þú ert breskur verð um níu árum í að horfa á sjónvarpið. Það er áhugavert að fá fólk til að hugsa um hve miklum tíma það sóar í eitthvað sem það hefur í raun ekki áhuga á.“Thank you @SkyNews for this interview #runningtheworld196https://t.co/7lbCfHtjNppic.twitter.com/z5WcLGUyGp — Nick Butter (@nickbutterrun) November 12, 2019 Bretland Hlaup Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Sjá meira
Bretinn Nick Butter skráði nafn sitt í sögubækurnar á sunnudaginn þegar hann lauk maraþoni í Grikklandi. Það þykir kannski ekki merkilegt út af fyrir sig en með maraþonhlaupinu í Grikklandi náði Butter þeim áfanga að hafa hlaupið maraþon í 196 ríkjum frá því í janúar í fyrra. Um er að ræða þau 193 ríki sem Sameinuðu þjóðirnar viðurkenna og Vatíkanið, Palestínu og Taívan. Með því vonast Butter til að safna 250 þúsund pundum til góðgerðarmála. Átak þetta tók 674 daga og tvö maraþon í tveimur ríkjum á hverri viku, að meðaltali. Alls hljóp hann meira en 8.200 kílómetra. Þá er óhætt að segja að hlaup Butter hafi ekki gengið áfallalaust fyrir sig. Það var skotið á hann í Nígeríu. Villihundar réðust á hann í Túnis, hann var rændur tvisvar sinnum, varð fyrir bíl og þurfti að hlaupa yfir vígvelli í Sýrlandi, svo eitthvað sé nefnt. Fann fór í 201 flugferð, 45 lestaferðir, tók rútu 15 sinnum og leigubíla 280 sinnum, samkvæmt frétt The Times (áskriftarvefur).Í samtali við Times segir Butter að hann sé ekki hættur að hlaupa og ætlar hann sér að hlaupa um Ísland á næsta ári. Hugmyndin kviknaði árið 2016 þegar Butter kynntist Kevin Webber þar sem þeir voru báðir að undirbúa sig fyrir Marathon des Sables í Marokkó. Webber sagðist hafa greinst með ólæknandi krabbamein í blöðruhálskirtli og hann væri að reyna að nota þann tíma sem hann ætti eftir til að safna til góðgerðamála. „Ég trúði því ekki að þessi maður, sem var svo fullur af hamingju og lífi, hafi verið að segja mér að hann væri með ólæknandi krabbamein,“ sagði Butter. Hann sagði Kevin hafa breytt lífi sínu og í framhaldinu hafi hann sagt upp í bankanum sem hann starfaði í og skipt jakkafötunum út fyrir hlaupabuxurnar að eilífu. „Meðal líf er 29,747 dagar að lengd og ef þú ert breskur verð um níu árum í að horfa á sjónvarpið. Það er áhugavert að fá fólk til að hugsa um hve miklum tíma það sóar í eitthvað sem það hefur í raun ekki áhuga á.“Thank you @SkyNews for this interview #runningtheworld196https://t.co/7lbCfHtjNppic.twitter.com/z5WcLGUyGp — Nick Butter (@nickbutterrun) November 12, 2019
Bretland Hlaup Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Sjá meira