Foreldrar hvattir til að mæta með börnunum Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 13. nóvember 2019 07:00 Victor Berg Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samfés. Félagsmiðstöðvadagurinn er í dag. Markmiðið að gefa foreldrum tækifæri til að kynnast starfinu sem fram fer í félagsmiðstöðvum landsins. Framkvæmdastjóri Samfés segir mikilvægt að foreldrar þekki umhverfi barna sinna. „Félagsmiðstöðvadagurinn var fyrst haldinn í félagsmiðstöðvum um allt land 2. nóvember 2011. Ungmennahúsin bættust svo við árið 2016 og á síðasta aðalfundi Samfés var ákveðið að hafa þetta viku. Með því er verið að auka sveigjanleika í dagskrá og veita fólki aukin tækifæri til að koma í heimsókn,“ segir Victor Berg Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samfés. Félagsmiðstöðvar og ungmennahús landsins halda daginn hátíðlegan dagana 11.-15. nóvember. Starfsfólk hefur skipulagt fjölbreytta dagskrá þar sem meðal annars er boðið upp á vöfflukaffi, brjóstsykursgerð, samlokukeppni og pílukast. Victor segir markmiðið með deginum vera að fá foreldra til að mæta í félagsmiðstöðvarnar og ungmennahúsin og kynna sér starfið sem þar fer fram. Félagsmiðstöðin Bústaðir tekur þátt í deginum og býður foreldrum, systkinum og öðrum fjölskyldumeðlimum á opið hús í dag. „Við ætlum að hafa opið hús fyrir foreldra, systkini og fjölskyldur og þar ætlum við aðeins að reyna að drepa á þá hluti sem við erum að gera,“ segir Ívar Orri Aronsson, forstöðumaður Bústaða. „Þetta er orðinn fastur liður hjá okkur og er einn af stóru liðunum í dagskránni. Aðalmarkmiðið er að fá foreldra til að koma og kynnast bæði starfi krakkanna og starfsfólkinu. Hvort tveggja held ég að sé mjög mikilvægt,“ segir Ívar. „Ég held að það skipti máli og sé skemmtilegt fyrir krakkana þegar þau koma heim úr Bústöðum og segjast hafa verið að spila við Ívar, Kára eða hvern sem er að foreldrarnir geti tengt andlit við fólkið sem verið er að tala um,“ segir hann. „Þessi dagur hefur haft mikið upp á sig,“ segir Ívar. „Í fyrra kom til dæmis móðir stráks sem hafði ekki tekið mikinn þátt í starfinu hjá okkur og vissi í rauninni ekki hvað var að gerast hér en mamma hans gat spottað alls konar hluti sem hún hélt að gætu verið eitthvað fyrir strákinn og síðan þá hefur hann verið mjög virkur í starfi hjá okkur.“ Victor Berg segir þátttöku í skipulögðu starfi félagsmiðstöðva hafa mikilvægt forvarnargildi. „Með slíkri þátttöku aukast líkurnar á því að ungt fólk kjósi heilbrigðan lífsstíl og forðist áhættuhegðun,“ segir hann. „Það er því mikilvægt að við stöndum saman og látum okkur varða hvar börnin okkar eru og hvað þau eru að gera,“ segir Victor. Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Félagsmál Krakkar Skóla - og menntamál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Sjá meira
Félagsmiðstöðvadagurinn er í dag. Markmiðið að gefa foreldrum tækifæri til að kynnast starfinu sem fram fer í félagsmiðstöðvum landsins. Framkvæmdastjóri Samfés segir mikilvægt að foreldrar þekki umhverfi barna sinna. „Félagsmiðstöðvadagurinn var fyrst haldinn í félagsmiðstöðvum um allt land 2. nóvember 2011. Ungmennahúsin bættust svo við árið 2016 og á síðasta aðalfundi Samfés var ákveðið að hafa þetta viku. Með því er verið að auka sveigjanleika í dagskrá og veita fólki aukin tækifæri til að koma í heimsókn,“ segir Victor Berg Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samfés. Félagsmiðstöðvar og ungmennahús landsins halda daginn hátíðlegan dagana 11.-15. nóvember. Starfsfólk hefur skipulagt fjölbreytta dagskrá þar sem meðal annars er boðið upp á vöfflukaffi, brjóstsykursgerð, samlokukeppni og pílukast. Victor segir markmiðið með deginum vera að fá foreldra til að mæta í félagsmiðstöðvarnar og ungmennahúsin og kynna sér starfið sem þar fer fram. Félagsmiðstöðin Bústaðir tekur þátt í deginum og býður foreldrum, systkinum og öðrum fjölskyldumeðlimum á opið hús í dag. „Við ætlum að hafa opið hús fyrir foreldra, systkini og fjölskyldur og þar ætlum við aðeins að reyna að drepa á þá hluti sem við erum að gera,“ segir Ívar Orri Aronsson, forstöðumaður Bústaða. „Þetta er orðinn fastur liður hjá okkur og er einn af stóru liðunum í dagskránni. Aðalmarkmiðið er að fá foreldra til að koma og kynnast bæði starfi krakkanna og starfsfólkinu. Hvort tveggja held ég að sé mjög mikilvægt,“ segir Ívar. „Ég held að það skipti máli og sé skemmtilegt fyrir krakkana þegar þau koma heim úr Bústöðum og segjast hafa verið að spila við Ívar, Kára eða hvern sem er að foreldrarnir geti tengt andlit við fólkið sem verið er að tala um,“ segir hann. „Þessi dagur hefur haft mikið upp á sig,“ segir Ívar. „Í fyrra kom til dæmis móðir stráks sem hafði ekki tekið mikinn þátt í starfinu hjá okkur og vissi í rauninni ekki hvað var að gerast hér en mamma hans gat spottað alls konar hluti sem hún hélt að gætu verið eitthvað fyrir strákinn og síðan þá hefur hann verið mjög virkur í starfi hjá okkur.“ Victor Berg segir þátttöku í skipulögðu starfi félagsmiðstöðva hafa mikilvægt forvarnargildi. „Með slíkri þátttöku aukast líkurnar á því að ungt fólk kjósi heilbrigðan lífsstíl og forðist áhættuhegðun,“ segir hann. „Það er því mikilvægt að við stöndum saman og látum okkur varða hvar börnin okkar eru og hvað þau eru að gera,“ segir Victor.
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Félagsmál Krakkar Skóla - og menntamál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Sjá meira