Þorsteinn Már skellir skuldinni á uppljóstrarann Birgir Olgeirsson skrifar 12. nóvember 2019 23:08 Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er hér fyrir miðri mynd. Vísir/vilhelm Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir það hafa verið honum mikil vonbrigði að komast að því að fyrrverandi stjórnandi fyrirtækisins í Namibíu virðist hafa hugsanlega flækt Samherja í viðskipti sem kunna að vera ólögmæt. Þetta segir Þorsteinn Már í yfirlýsingu sem barst á fjölmiðla eftir að hafa horft að þátt Kveiks á RÚV í kvöld þar sem því er haldið fram að vísbendingar séu um að Samherji hafi greitt embættismönnum í Namibíu rúman milljarð króna í mútur til að komast yfir kvóta þar í landi.Hefur fengið stöðu uppljóstrara Aðalviðmælandi Kveiks í þættinum var Jóhannes Stefánsson sem starfaði sem verkefnastjóri Samherja í Namibíu. Jóhannes hefur fengið stöðu uppljóstrara í Namibíu vegna spillingarannsóknar á málefnum tengdum Samherja þar í landi. Jóhannes fullyrt í þættinum að Samherji hefði gert hvað sem er til að komast yfir kvóta í Namibíu og mútugreiðslur hafi verið engin fyrirstaða.Jóhannes Stefánsson í þættinum Kveiki í kvöld.Ruv.isSem starfsmaður Samherja tók hann þátt í því en Jóhannes sagðist hafa verið að fylgja skipunum Þorsteins Má og annarra háttsettra stjórnenda innan Samherja. Í yfirlýsingu sem Samherji birti í gær vegna fyrirhugaðrar umfjöllunar Kveiks kom fram að Samherji hafi orðið þess áskynja að ekki væri allt með felldu í rekstri félagsins í Namibíu. Sagðist Samherji hafa ráðið mann sem starfaði áður sem lögreglumaður hjá embætti sérstaks saksóknara til að fara til Namibíu og rannsaka málið. Eftir nokkra mánuði var Jóhannes látinn fara úr starfi sínu án tafar.Segja Jóhannes hafa misfarið með fé „Það voru okkur mikil vonbrigði að komast að því að Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri og stjórnarmaður Samherjafélaganna í Namibíu, virðist hafa tekið þátt í gagnrýniverðum viðskiptaháttum og hugsanlega flækt Samherja í viðskipti sem kunna að vera ólögmæt,“ er haft eftir Þorsteini Má í yfirlýsingunni.Í yfirlýsingu frá Samherja segir Þorsteinn Már að honum sé brugðið vegna staðhæfinga Jóhannesar. Vísir/VilhelmÍ yfirlýsingunni sem barst í kvöld er fullyrt að Jóhannes Stefánsson hafi verið sagt upp störfum fyrir að misfarið með fé og hegðað sér með óforsvaranlegum hætti. Nú hafi hann viðurkennt að hafa tekið þátt í ólöglegri starfsemi á meðan hann stýrði dótturfélögum Samherja í Namibíu. Í yfirlýsingu Samherja er því haldið fram að þar til nýlega hafi fyrirtækið ekki haft vitneskju um umfang og eðli þeirra viðskiptahátta sem Jóhannes stundaði og telur fyrirtækið óvíst að þeir hafi verið raunverulega með þeim hætti sem Jóhannes lýsti. Ítrekar Samherji að fyrirtækið hafi ráðið alþjóðlegu lögmannsstofuna Wikborg Rein í Noregi til að rannsaka starfsemina í Namibíu og þar verði ekkert undanskilið og upplýst um niðurstöður þegar þær liggja fyrir.Samherji hafi ekkert að fela „Okkur er illa brugðið. Ekki einungis við það að Jóhannes staðhæfi að hann hafi tekið þátt í starfsemi af því tagi sem hann lýsir en ekki síður að hann skuli einnig beina ásökunum sínum að fyrrum samstarfsfólki sínu hjá Samherja. Þetta eru ekki vinnubrögð sem við könnumst við,“ er haft eftir Þorsteini Má í yfirlýsingunni. Stundin greinir frá því að Jóhannes hafi séð um að hafa milligöngu um að greiða peninga til sjávarútvegsráðherra Namibíu og annarra aðila fyrir hönd Samherja frá árinu 2012 og fram til ársins 2016 þegar hann var látinn fara. Stundin segir greiðslurnar hafa haldið áfram að berast frá Samherja eftir að Jóhannes var ekki lengur viðloðinn reksturinn, sú síðasta sé frá því í janúar síðastliðnum samkvæmt gögnum málsins. Í yfirlýsingunni segir að Samherji muni starfa með hlutaðeigandi stjórnvöldum sem kunna að rannsaka umrædd viðskipti og að Samherji hafi ekkert að fela fari slík rannsókn fram.Eva Joly var sérstakur ráðgjafi íslensku ríkisstjórnarinnar í kjölfar bankahrunsins 2008.Vísir/GettyEva Joly ver hagsmuni Jóhannesar Umfjöllunin er byggð á gögnum sem lekið var til uppljóstrunarsíðunnar WikiLeaks. Í fréttatilkynningu frá WikiLeaks sem barst fjölmiðlum í kvöld kom fram að Eva Joly, rannsóknardómari og fyrrverandi ráðgjafi hjá sérstökum saksóknara íslenska bankahrunsins, hefur tekið að sér að verja hagsmuni Jóhannesar. Í fyrrnefndri tilkynningu hrósar hún Jóhannesi fyrir hugrekki sitt og segir hann með uppljóstrun sinni hafa tekið afstöðu með namibísku þjóðinni. Sagði Joly þar að hún þekki það að öllum brögðum verði beitt til að grafa undan trúverðugleika Jóhannesar. „Það eru varnarviðbrögð spillingarinnar. Staðreyndirnar sem við sjáum hér tala hins vegar sínu máli. Það er útilokað að líta fram hjá eða mistúlka gögnin og við munum há þessa hildi saman.“ Ræddi við embætti héraðssaksóknara Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari sagði í samtali við Vísi fyrr í kvöld að embætti hans ætla að skoða málefni Samherja í Namibíu í kjölfar umfjöllunar Kveiks og í tengslum við þær upplýsingar sem embættinu hafa borist. Þungi þessa máls liggi hjá stjórnvöldum í Namibíu og það sem yrði aðhafðst hér á landi yrði gert í samvinnu við þartilbær yfirvöld í Namibíu eða annars staðar. Í fréttum RÚV klukkan 10 í kvöld kom fram að Jóhannes Stefánsson hefði mætt til skýrslutöku hjá embættinu í morgun.Yfirlýsing Samherja:Vegna umfjöllunar Ríkisútvarpsins um starfsemi Samherja í Namibíu vill Samherji koma eftirfarandi á framfæri:„Það voru okkur mikil vonbrigði að komast að því að Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri og stjórnarmaður Samherjafélaganna í Namibíu, virðist hafa tekið þátt í gagnrýniverðum viðskiptaháttum og hugsanlega flækt Samherja í viðskipti sem kunna að vera ólögmæt,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, eftir þátt Ríkisútvarpsins þar sem margvíslegar ásakanir komu fram á hendur fyrirtækinu. Jóhannesi Stefánssyni var sagt upp störfum á árinu 2016 eftir að hann misfór með fé og hegðaði sér með óforsvaranlegum hætti. Nú hefur hann viðurkennt að hafa tekið þátt í ólöglegri starfsemi á meðan hann stýrði dótturfélögum Samherja í Namibíu.Þar til nýlega höfðum við enga vitneskju um umfang og eðli þeirra viðskiptahátta sem Jóhannes stundaði og óvíst er hvort þeir hafi verið raunverulega með þeim hætti sem hann lýsir. Eins og við höfum þegar greint frá höfum við ráðið alþjóðlegu lögmannsstofuna Wikborg Rein í Noregi til að rannsaka starfsemina í Namibíu. Í þeirri rannsókn verður ekkert undanskilið og munum við upplýsa um niðurstöður hennar þegar þær liggja fyrir.„Okkur er illa brugðið. Ekki einungis við það að Jóhannes staðhæfi að hann hafi tekið þátt í starfsemi af því tagi sem hann lýsir en ekki síður að hann skuli einnig beina ásökunum sínum að fyrrum samstarfsfólki sínu hjá Samherja. Þetta eru ekki vinnubrögð sem við könnumst við,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson. Samherji hefur 35 ára farsæla viðskiptasögu víða um heim. Við höfum ávallt lagt okkur fram við um að starfa í samræmi við lög og reglur á hverjum stað. Samherji mun, hér eftir sem hingað til, starfa með hlutaðeigandi stjórnvöldum sem kunna að rannsaka umrædd viðskipti í namibískum sjávarútvegi. Ef slík rannsókn mun eiga sér stað hefur Samherji ekkert að fela. Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Héraðssaksóknari skoðar mál Samherja í Namibíu Gera það eftir þátt Kveiks sem fjallaði um meintar mútugreiðslur Samherja í Namibíu. 12. nóvember 2019 21:27 Kveikur tók yfir Twitter: „Sá ekkert af þessu fólki The Wire?“ Mikil eftirvænting ríkti vegna umfjöllunar Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu sem unnin var upp úr 30 þúsund skjölum sem Wikileaks birti í kvöld 12. nóvember 2019 21:23 Djammferðir Samherja til Íslands styrktu tengslin við Namibíu Sjávarútvegsfyrirtækið Samherji flaug namibískum áhrifamönnum hið minnsta þrisvar til Íslands, með milljónakostnaði, með það fyrir augum að þurfa ekki að keppa um fiskveiðikvóta í Namibíu á almennum markaði. 12. nóvember 2019 21:15 Wikileaks birtir 30 þúsund gögn um Samherja Uppljóstrunarvettvangurinn Wikileaks birti í kvöld 30 þúsund skjöl sem það segist hafa fengið frá Jóhannesi Stefánssyni, fyrrverandi stjórnanda Samherja í Namibíu. 12. nóvember 2019 20:00 Spyr hvað þjóðin geri nú Sighvati Björgvinssyni var brugðið að sjá hvernig Samherji hefur umgengist namibískt kvótakerfi, kerfi sem Íslendingar hafi átt átt stóran þátt í að móta og koma á laggirnar. 12. nóvember 2019 22:14 „Mætti spyrja sig að því hvort að okkar veiku varnir gegn peningaþvætti hafi auðveldað Samherja verkið“ Þórhildur Sunna vill skipa rannsóknarnefnd til að fara ofan í kjölinn á fjárfestingaleið Seðlabankans. 12. nóvember 2019 22:25 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir það hafa verið honum mikil vonbrigði að komast að því að fyrrverandi stjórnandi fyrirtækisins í Namibíu virðist hafa hugsanlega flækt Samherja í viðskipti sem kunna að vera ólögmæt. Þetta segir Þorsteinn Már í yfirlýsingu sem barst á fjölmiðla eftir að hafa horft að þátt Kveiks á RÚV í kvöld þar sem því er haldið fram að vísbendingar séu um að Samherji hafi greitt embættismönnum í Namibíu rúman milljarð króna í mútur til að komast yfir kvóta þar í landi.Hefur fengið stöðu uppljóstrara Aðalviðmælandi Kveiks í þættinum var Jóhannes Stefánsson sem starfaði sem verkefnastjóri Samherja í Namibíu. Jóhannes hefur fengið stöðu uppljóstrara í Namibíu vegna spillingarannsóknar á málefnum tengdum Samherja þar í landi. Jóhannes fullyrt í þættinum að Samherji hefði gert hvað sem er til að komast yfir kvóta í Namibíu og mútugreiðslur hafi verið engin fyrirstaða.Jóhannes Stefánsson í þættinum Kveiki í kvöld.Ruv.isSem starfsmaður Samherja tók hann þátt í því en Jóhannes sagðist hafa verið að fylgja skipunum Þorsteins Má og annarra háttsettra stjórnenda innan Samherja. Í yfirlýsingu sem Samherji birti í gær vegna fyrirhugaðrar umfjöllunar Kveiks kom fram að Samherji hafi orðið þess áskynja að ekki væri allt með felldu í rekstri félagsins í Namibíu. Sagðist Samherji hafa ráðið mann sem starfaði áður sem lögreglumaður hjá embætti sérstaks saksóknara til að fara til Namibíu og rannsaka málið. Eftir nokkra mánuði var Jóhannes látinn fara úr starfi sínu án tafar.Segja Jóhannes hafa misfarið með fé „Það voru okkur mikil vonbrigði að komast að því að Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri og stjórnarmaður Samherjafélaganna í Namibíu, virðist hafa tekið þátt í gagnrýniverðum viðskiptaháttum og hugsanlega flækt Samherja í viðskipti sem kunna að vera ólögmæt,“ er haft eftir Þorsteini Má í yfirlýsingunni.Í yfirlýsingu frá Samherja segir Þorsteinn Már að honum sé brugðið vegna staðhæfinga Jóhannesar. Vísir/VilhelmÍ yfirlýsingunni sem barst í kvöld er fullyrt að Jóhannes Stefánsson hafi verið sagt upp störfum fyrir að misfarið með fé og hegðað sér með óforsvaranlegum hætti. Nú hafi hann viðurkennt að hafa tekið þátt í ólöglegri starfsemi á meðan hann stýrði dótturfélögum Samherja í Namibíu. Í yfirlýsingu Samherja er því haldið fram að þar til nýlega hafi fyrirtækið ekki haft vitneskju um umfang og eðli þeirra viðskiptahátta sem Jóhannes stundaði og telur fyrirtækið óvíst að þeir hafi verið raunverulega með þeim hætti sem Jóhannes lýsti. Ítrekar Samherji að fyrirtækið hafi ráðið alþjóðlegu lögmannsstofuna Wikborg Rein í Noregi til að rannsaka starfsemina í Namibíu og þar verði ekkert undanskilið og upplýst um niðurstöður þegar þær liggja fyrir.Samherji hafi ekkert að fela „Okkur er illa brugðið. Ekki einungis við það að Jóhannes staðhæfi að hann hafi tekið þátt í starfsemi af því tagi sem hann lýsir en ekki síður að hann skuli einnig beina ásökunum sínum að fyrrum samstarfsfólki sínu hjá Samherja. Þetta eru ekki vinnubrögð sem við könnumst við,“ er haft eftir Þorsteini Má í yfirlýsingunni. Stundin greinir frá því að Jóhannes hafi séð um að hafa milligöngu um að greiða peninga til sjávarútvegsráðherra Namibíu og annarra aðila fyrir hönd Samherja frá árinu 2012 og fram til ársins 2016 þegar hann var látinn fara. Stundin segir greiðslurnar hafa haldið áfram að berast frá Samherja eftir að Jóhannes var ekki lengur viðloðinn reksturinn, sú síðasta sé frá því í janúar síðastliðnum samkvæmt gögnum málsins. Í yfirlýsingunni segir að Samherji muni starfa með hlutaðeigandi stjórnvöldum sem kunna að rannsaka umrædd viðskipti og að Samherji hafi ekkert að fela fari slík rannsókn fram.Eva Joly var sérstakur ráðgjafi íslensku ríkisstjórnarinnar í kjölfar bankahrunsins 2008.Vísir/GettyEva Joly ver hagsmuni Jóhannesar Umfjöllunin er byggð á gögnum sem lekið var til uppljóstrunarsíðunnar WikiLeaks. Í fréttatilkynningu frá WikiLeaks sem barst fjölmiðlum í kvöld kom fram að Eva Joly, rannsóknardómari og fyrrverandi ráðgjafi hjá sérstökum saksóknara íslenska bankahrunsins, hefur tekið að sér að verja hagsmuni Jóhannesar. Í fyrrnefndri tilkynningu hrósar hún Jóhannesi fyrir hugrekki sitt og segir hann með uppljóstrun sinni hafa tekið afstöðu með namibísku þjóðinni. Sagði Joly þar að hún þekki það að öllum brögðum verði beitt til að grafa undan trúverðugleika Jóhannesar. „Það eru varnarviðbrögð spillingarinnar. Staðreyndirnar sem við sjáum hér tala hins vegar sínu máli. Það er útilokað að líta fram hjá eða mistúlka gögnin og við munum há þessa hildi saman.“ Ræddi við embætti héraðssaksóknara Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari sagði í samtali við Vísi fyrr í kvöld að embætti hans ætla að skoða málefni Samherja í Namibíu í kjölfar umfjöllunar Kveiks og í tengslum við þær upplýsingar sem embættinu hafa borist. Þungi þessa máls liggi hjá stjórnvöldum í Namibíu og það sem yrði aðhafðst hér á landi yrði gert í samvinnu við þartilbær yfirvöld í Namibíu eða annars staðar. Í fréttum RÚV klukkan 10 í kvöld kom fram að Jóhannes Stefánsson hefði mætt til skýrslutöku hjá embættinu í morgun.Yfirlýsing Samherja:Vegna umfjöllunar Ríkisútvarpsins um starfsemi Samherja í Namibíu vill Samherji koma eftirfarandi á framfæri:„Það voru okkur mikil vonbrigði að komast að því að Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri og stjórnarmaður Samherjafélaganna í Namibíu, virðist hafa tekið þátt í gagnrýniverðum viðskiptaháttum og hugsanlega flækt Samherja í viðskipti sem kunna að vera ólögmæt,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, eftir þátt Ríkisútvarpsins þar sem margvíslegar ásakanir komu fram á hendur fyrirtækinu. Jóhannesi Stefánssyni var sagt upp störfum á árinu 2016 eftir að hann misfór með fé og hegðaði sér með óforsvaranlegum hætti. Nú hefur hann viðurkennt að hafa tekið þátt í ólöglegri starfsemi á meðan hann stýrði dótturfélögum Samherja í Namibíu.Þar til nýlega höfðum við enga vitneskju um umfang og eðli þeirra viðskiptahátta sem Jóhannes stundaði og óvíst er hvort þeir hafi verið raunverulega með þeim hætti sem hann lýsir. Eins og við höfum þegar greint frá höfum við ráðið alþjóðlegu lögmannsstofuna Wikborg Rein í Noregi til að rannsaka starfsemina í Namibíu. Í þeirri rannsókn verður ekkert undanskilið og munum við upplýsa um niðurstöður hennar þegar þær liggja fyrir.„Okkur er illa brugðið. Ekki einungis við það að Jóhannes staðhæfi að hann hafi tekið þátt í starfsemi af því tagi sem hann lýsir en ekki síður að hann skuli einnig beina ásökunum sínum að fyrrum samstarfsfólki sínu hjá Samherja. Þetta eru ekki vinnubrögð sem við könnumst við,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson. Samherji hefur 35 ára farsæla viðskiptasögu víða um heim. Við höfum ávallt lagt okkur fram við um að starfa í samræmi við lög og reglur á hverjum stað. Samherji mun, hér eftir sem hingað til, starfa með hlutaðeigandi stjórnvöldum sem kunna að rannsaka umrædd viðskipti í namibískum sjávarútvegi. Ef slík rannsókn mun eiga sér stað hefur Samherji ekkert að fela.
Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Héraðssaksóknari skoðar mál Samherja í Namibíu Gera það eftir þátt Kveiks sem fjallaði um meintar mútugreiðslur Samherja í Namibíu. 12. nóvember 2019 21:27 Kveikur tók yfir Twitter: „Sá ekkert af þessu fólki The Wire?“ Mikil eftirvænting ríkti vegna umfjöllunar Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu sem unnin var upp úr 30 þúsund skjölum sem Wikileaks birti í kvöld 12. nóvember 2019 21:23 Djammferðir Samherja til Íslands styrktu tengslin við Namibíu Sjávarútvegsfyrirtækið Samherji flaug namibískum áhrifamönnum hið minnsta þrisvar til Íslands, með milljónakostnaði, með það fyrir augum að þurfa ekki að keppa um fiskveiðikvóta í Namibíu á almennum markaði. 12. nóvember 2019 21:15 Wikileaks birtir 30 þúsund gögn um Samherja Uppljóstrunarvettvangurinn Wikileaks birti í kvöld 30 þúsund skjöl sem það segist hafa fengið frá Jóhannesi Stefánssyni, fyrrverandi stjórnanda Samherja í Namibíu. 12. nóvember 2019 20:00 Spyr hvað þjóðin geri nú Sighvati Björgvinssyni var brugðið að sjá hvernig Samherji hefur umgengist namibískt kvótakerfi, kerfi sem Íslendingar hafi átt átt stóran þátt í að móta og koma á laggirnar. 12. nóvember 2019 22:14 „Mætti spyrja sig að því hvort að okkar veiku varnir gegn peningaþvætti hafi auðveldað Samherja verkið“ Þórhildur Sunna vill skipa rannsóknarnefnd til að fara ofan í kjölinn á fjárfestingaleið Seðlabankans. 12. nóvember 2019 22:25 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Héraðssaksóknari skoðar mál Samherja í Namibíu Gera það eftir þátt Kveiks sem fjallaði um meintar mútugreiðslur Samherja í Namibíu. 12. nóvember 2019 21:27
Kveikur tók yfir Twitter: „Sá ekkert af þessu fólki The Wire?“ Mikil eftirvænting ríkti vegna umfjöllunar Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu sem unnin var upp úr 30 þúsund skjölum sem Wikileaks birti í kvöld 12. nóvember 2019 21:23
Djammferðir Samherja til Íslands styrktu tengslin við Namibíu Sjávarútvegsfyrirtækið Samherji flaug namibískum áhrifamönnum hið minnsta þrisvar til Íslands, með milljónakostnaði, með það fyrir augum að þurfa ekki að keppa um fiskveiðikvóta í Namibíu á almennum markaði. 12. nóvember 2019 21:15
Wikileaks birtir 30 þúsund gögn um Samherja Uppljóstrunarvettvangurinn Wikileaks birti í kvöld 30 þúsund skjöl sem það segist hafa fengið frá Jóhannesi Stefánssyni, fyrrverandi stjórnanda Samherja í Namibíu. 12. nóvember 2019 20:00
Spyr hvað þjóðin geri nú Sighvati Björgvinssyni var brugðið að sjá hvernig Samherji hefur umgengist namibískt kvótakerfi, kerfi sem Íslendingar hafi átt átt stóran þátt í að móta og koma á laggirnar. 12. nóvember 2019 22:14
„Mætti spyrja sig að því hvort að okkar veiku varnir gegn peningaþvætti hafi auðveldað Samherja verkið“ Þórhildur Sunna vill skipa rannsóknarnefnd til að fara ofan í kjölinn á fjárfestingaleið Seðlabankans. 12. nóvember 2019 22:25
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“