Héraðssaksóknari skoðar mál Samherja í Namibíu Birgir Olgeirsson skrifar 12. nóvember 2019 21:27 Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari. FBL/GVA Embætti héraðssaksóknara mun taka mál Samherja í Namibíu til skoðunar vegna þess sem fram kom í fréttaskýringaþættinum Kveik í kvöld. Þetta segir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari í samtali við Vísi. Þungamiðja þáttarins laut að meintum mútugreiðslum til namibískra embættismanna frá Samherja sem voru sagðar nema rúmum milljarði króna til að komast yfir kvóta í Namibíu. „Við munum taka þetta til skoðunar í tengslum við þær upplýsingar sem hafa komið fram í þættinum og önnur gögn sem embættinu hafa borist,“ segir Ólafur Þór. Hann tekur fram að megin þungi þessa máls liggur hjá stjórnvöldum í Namibíu. „Það sem yrði aðhafðst hér yrði gert í samvinnu við þartilbær yfirvöld í Namibíu og eða annars staðar,“ segir Ólafur Þór en þættinum kom fram greiðslur frá Samherja hefðu farið norskan banka. Í almennum hegningarlögum segir að refsa skuli eftir íslenskum hegningarlögum fyrir mútugreiðslur til erlendra opinberra starfsmanna í alþjóðlegum viðskiptum. Uppfært klukkan 22:05: Greint var frá því fréttum RÚV klukkan 22 að Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi verkefnastjóri Samherja í Namibíu, hefði mætt í skýrslutöku hjá embætti héraðssóknara í morgun. Jóhannes hefur fengið stöðu uppljóstrara í Namibíu í spillingarrannsókn sem tengist Samherja. Var hann aðalviðmælandi Kveiks í umfjöllun þáttarins um umsvif Samherja í Namibíu. Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Djammferðir Samherja til Íslands styrktu tengslin við Namibíu Sjávarútvegsfyrirtækið Samherji flaug namibískum áhrifamönnum hið minnsta þrisvar til Íslands, með milljónakostnaði, með það fyrir augum að þurfa ekki að keppa um fiskveiðikvóta í Namibíu á almennum markaði. 12. nóvember 2019 21:15 Wikileaks birtir 30 þúsund gögn um Samherja Uppljóstrunarvettvangurinn Wikileaks birti í kvöld 30 þúsund skjöl sem það segist hafa fengið frá Jóhannesi Stefánssyni, fyrrverandi stjórnanda Samherja í Namibíu. 12. nóvember 2019 20:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Loksins ekkert Vatnsendamál fyrir dómstólum Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Embætti héraðssaksóknara mun taka mál Samherja í Namibíu til skoðunar vegna þess sem fram kom í fréttaskýringaþættinum Kveik í kvöld. Þetta segir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari í samtali við Vísi. Þungamiðja þáttarins laut að meintum mútugreiðslum til namibískra embættismanna frá Samherja sem voru sagðar nema rúmum milljarði króna til að komast yfir kvóta í Namibíu. „Við munum taka þetta til skoðunar í tengslum við þær upplýsingar sem hafa komið fram í þættinum og önnur gögn sem embættinu hafa borist,“ segir Ólafur Þór. Hann tekur fram að megin þungi þessa máls liggur hjá stjórnvöldum í Namibíu. „Það sem yrði aðhafðst hér yrði gert í samvinnu við þartilbær yfirvöld í Namibíu og eða annars staðar,“ segir Ólafur Þór en þættinum kom fram greiðslur frá Samherja hefðu farið norskan banka. Í almennum hegningarlögum segir að refsa skuli eftir íslenskum hegningarlögum fyrir mútugreiðslur til erlendra opinberra starfsmanna í alþjóðlegum viðskiptum. Uppfært klukkan 22:05: Greint var frá því fréttum RÚV klukkan 22 að Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi verkefnastjóri Samherja í Namibíu, hefði mætt í skýrslutöku hjá embætti héraðssóknara í morgun. Jóhannes hefur fengið stöðu uppljóstrara í Namibíu í spillingarrannsókn sem tengist Samherja. Var hann aðalviðmælandi Kveiks í umfjöllun þáttarins um umsvif Samherja í Namibíu.
Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Djammferðir Samherja til Íslands styrktu tengslin við Namibíu Sjávarútvegsfyrirtækið Samherji flaug namibískum áhrifamönnum hið minnsta þrisvar til Íslands, með milljónakostnaði, með það fyrir augum að þurfa ekki að keppa um fiskveiðikvóta í Namibíu á almennum markaði. 12. nóvember 2019 21:15 Wikileaks birtir 30 þúsund gögn um Samherja Uppljóstrunarvettvangurinn Wikileaks birti í kvöld 30 þúsund skjöl sem það segist hafa fengið frá Jóhannesi Stefánssyni, fyrrverandi stjórnanda Samherja í Namibíu. 12. nóvember 2019 20:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Loksins ekkert Vatnsendamál fyrir dómstólum Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Djammferðir Samherja til Íslands styrktu tengslin við Namibíu Sjávarútvegsfyrirtækið Samherji flaug namibískum áhrifamönnum hið minnsta þrisvar til Íslands, með milljónakostnaði, með það fyrir augum að þurfa ekki að keppa um fiskveiðikvóta í Namibíu á almennum markaði. 12. nóvember 2019 21:15
Wikileaks birtir 30 þúsund gögn um Samherja Uppljóstrunarvettvangurinn Wikileaks birti í kvöld 30 þúsund skjöl sem það segist hafa fengið frá Jóhannesi Stefánssyni, fyrrverandi stjórnanda Samherja í Namibíu. 12. nóvember 2019 20:00