Skóflustunga tekin að 4,6 milljarða íþróttamiðstöð Fram í Úlfarsárdal Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. nóvember 2019 15:30 Sundlaug með pottum og rennibraut. VA Arkitektar Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fékk öflugt liðsinni ungra iðkenda í Fram og forsvarsmanna félagsins þegar tekin var fyrsta skóflustunga að nýrri íþróttamiðstöð í Úlfarsárdal. Framkvæmdir hefjast strax og verklok eru áætluð 2022 samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg. Fjölnota íþróttahús, áhorfendastúka fyrir aðalleikvang í knattspyrnu, minni íþróttasalir, félags- og þjónustuaðstaða fyrir starfsfólk, þjálfara og félagsmenn, búningsrými ásamt samkomusal og fundaraðstöðu eru hlutar af íþróttamiðstöðinni. Hún verður 7.300 fermetrar á þremur hæðum með aðalinngang við sameiginlegt hverfistorg við Úlfarsbraut. Kostnaður við framkvæmdina er áætlaður 4,6 milljarðar.Knattspyrnuvöllurinn og stúka.VA ArkitektarÍþróttamiðstöðin er austasti hluti bygginga við Úlfarsbraut sem þjóna hverfinu. Í vestari hluta bygginganna eru leik- og grunnskóli ásamt frístundamiðstöð, menningarmiðstöð og sundlaug sem nú eru ýmist fullbyggðar eða í uppbyggingu. Íþróttaaðstaðan nýja verður nýtt af skólum í hverfinu. „Allar þessar framkvæmdir eru í umhverfisvottuðu ferli samkvæmt BREEAM, en það er alþjóðlegt vottunarkerfi sem metur visthæfi bygginga,“ segir í tilkynningu frá borginni.Fullbúin handboltahöll og fjölbreyttir salir Íþróttamiðstöðin mun hýsa fullbúna handboltahöll með keppnisvelli og áhorfendapöllum fyrir allt að 1.300 manns. Vellinum má skipta upp í tvo handboltavelli í fullri stærð. Í húsinu verða þar að auki lyftingasalur, fjölnota æfingasalur og bardagasalur. Búningsklefar eru 15 talsins, þar af sérklefi fyrir hreyfihamlaða iðkendur.Íþróttahús með einum keppnishandboltavelli. Með því að draga stúkurnar til hliðar er hægt að koma fyrir tveimur handboltavöllum í fullri stærð.Mikið hefur verið lagt upp úr félagsrýmum íþróttahússins og verður þar að finna fjölbreytta sali að stærð og gerð, á öllum hæðum hússins. Þar verður stór samkomusalur ásamt framreiðslueldhúsi og þaksvölum, tveir fjölnotasalir með útsýni yfir keppnisvelli og fyrirlestrarsalur. Aðalaðkomurýmið er skemmtilegt með deildarverslun og veitingasölu, og þaðan er gengt út á svalagang sem umlykur handboltavöllinn. Innangengt verður milli íþróttahúss og menningarmiðstöðvar á 1. hæð byggingar. Nýr knattspyrnuvöllur verður gervigrasvöllur, með stúku sem rýmir 1.600 áhorfendur. Grasæfingavellir verða einnig á svæðinu.Frá torgi utan við íþróttahúsið.VA ArkitektarKnattspyrnuvöllurinn og flóðljós.VA ArkitektarYfirlitsmynd yfir svæðið.VA Arkitektar Reykjavík Skipulag Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Fleiri fréttir Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fékk öflugt liðsinni ungra iðkenda í Fram og forsvarsmanna félagsins þegar tekin var fyrsta skóflustunga að nýrri íþróttamiðstöð í Úlfarsárdal. Framkvæmdir hefjast strax og verklok eru áætluð 2022 samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg. Fjölnota íþróttahús, áhorfendastúka fyrir aðalleikvang í knattspyrnu, minni íþróttasalir, félags- og þjónustuaðstaða fyrir starfsfólk, þjálfara og félagsmenn, búningsrými ásamt samkomusal og fundaraðstöðu eru hlutar af íþróttamiðstöðinni. Hún verður 7.300 fermetrar á þremur hæðum með aðalinngang við sameiginlegt hverfistorg við Úlfarsbraut. Kostnaður við framkvæmdina er áætlaður 4,6 milljarðar.Knattspyrnuvöllurinn og stúka.VA ArkitektarÍþróttamiðstöðin er austasti hluti bygginga við Úlfarsbraut sem þjóna hverfinu. Í vestari hluta bygginganna eru leik- og grunnskóli ásamt frístundamiðstöð, menningarmiðstöð og sundlaug sem nú eru ýmist fullbyggðar eða í uppbyggingu. Íþróttaaðstaðan nýja verður nýtt af skólum í hverfinu. „Allar þessar framkvæmdir eru í umhverfisvottuðu ferli samkvæmt BREEAM, en það er alþjóðlegt vottunarkerfi sem metur visthæfi bygginga,“ segir í tilkynningu frá borginni.Fullbúin handboltahöll og fjölbreyttir salir Íþróttamiðstöðin mun hýsa fullbúna handboltahöll með keppnisvelli og áhorfendapöllum fyrir allt að 1.300 manns. Vellinum má skipta upp í tvo handboltavelli í fullri stærð. Í húsinu verða þar að auki lyftingasalur, fjölnota æfingasalur og bardagasalur. Búningsklefar eru 15 talsins, þar af sérklefi fyrir hreyfihamlaða iðkendur.Íþróttahús með einum keppnishandboltavelli. Með því að draga stúkurnar til hliðar er hægt að koma fyrir tveimur handboltavöllum í fullri stærð.Mikið hefur verið lagt upp úr félagsrýmum íþróttahússins og verður þar að finna fjölbreytta sali að stærð og gerð, á öllum hæðum hússins. Þar verður stór samkomusalur ásamt framreiðslueldhúsi og þaksvölum, tveir fjölnotasalir með útsýni yfir keppnisvelli og fyrirlestrarsalur. Aðalaðkomurýmið er skemmtilegt með deildarverslun og veitingasölu, og þaðan er gengt út á svalagang sem umlykur handboltavöllinn. Innangengt verður milli íþróttahúss og menningarmiðstöðvar á 1. hæð byggingar. Nýr knattspyrnuvöllur verður gervigrasvöllur, með stúku sem rýmir 1.600 áhorfendur. Grasæfingavellir verða einnig á svæðinu.Frá torgi utan við íþróttahúsið.VA ArkitektarKnattspyrnuvöllurinn og flóðljós.VA ArkitektarYfirlitsmynd yfir svæðið.VA Arkitektar
Reykjavík Skipulag Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Fleiri fréttir Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Sjá meira